Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júlí 2021 22:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. „Að mínu mati stingur þetta aðeins í stúf við traust okkar á bólusetningum og vonir mínar persónulega, sem stóðu til þess að þegar búið væri að bólusetja eins marga og við mögulega getum hérlendis, að þá stæði ekki ógn af bólusettu fólki sem ferðaðist hingað,“ sagði Áslaug Arna, sem var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Auðvitað er maður alltaf að reyna að horfa til þess að koma lífinu aftur í samt horf, hvort sem það er innanlands eða við landamærin. Og það sem maður hefur kannski áhyggjur af er að þessi rök yrðu síðan einnig notuð til að fara í innanlandstakmarkanir, þegar staðan er bara orðin önnur,“ sagði hún. Næsta verkefni að meta áhrif veirunnar á bólusetta Aðgerðirnar sem voru kynntar í morgun felast í því að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Þær taka gildi eftir viku. „Það sem maður spyr sig að er auðvitað bara hvort að reynsla landa sem eru komin langt í bólusetningu viðkvæmra hópa, til dæmis, gefi tilefni til að ætla að álag á heilbrigðiskerfið og útbreiðsla veikindanna réttlæti að nýju umfangsmiklar sóttvarnaráðstafanir. Og það er auðvitað það nýja mat sem að þarf að fara fram; hversu skæð veiran er á bólusett fólk miðað við hvernig hún var þegar bólusetningar voru ekki inni í myndinni,“ sagði Áslaug. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í samtali við Vísi í dag eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Hann sagði ákvörðunina mikil vonbrigði, fólki í ferðaþjónustunni fyndist hún óskiljanleg og loks að ríkisstjórnin hefði ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnarlækni í þessu máli. Innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Jóhannesar sagði Áslaug: „Þarna var auðvitað farin mildari leið en lögð var til með því að samþykkja líka hraðpróf, sem er talsvert aðgengilegra að fá og ódýrara fyrir fólk. Að sama skapi bind ég auðvitað vonir við það að þessar aðgerðir sé óþarfi en hafi líka ekki of mikil áhrif á þá sem vilja koma hingað til landsins.“ Þó virðist hún óttast að hið gagnstæða muni gerast því síðar í þættinum sagðist hún telja að álag á starfsfólk Keflavíkurflugvallar myndi ekki aukast: „Ég myndi telja að með þessu yrði líklega einhver fækkun í komum hingað. Það eru ekki mörg ef eitthvað land með auknar kröfur á bólusetta ferðamenn,“ sagði hún. „Það er spurning hvort að Ísland verði enn þá jafn spennandi valkostur eftir þessar ákvarðanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Sjá meira
„Að mínu mati stingur þetta aðeins í stúf við traust okkar á bólusetningum og vonir mínar persónulega, sem stóðu til þess að þegar búið væri að bólusetja eins marga og við mögulega getum hérlendis, að þá stæði ekki ógn af bólusettu fólki sem ferðaðist hingað,“ sagði Áslaug Arna, sem var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Auðvitað er maður alltaf að reyna að horfa til þess að koma lífinu aftur í samt horf, hvort sem það er innanlands eða við landamærin. Og það sem maður hefur kannski áhyggjur af er að þessi rök yrðu síðan einnig notuð til að fara í innanlandstakmarkanir, þegar staðan er bara orðin önnur,“ sagði hún. Næsta verkefni að meta áhrif veirunnar á bólusetta Aðgerðirnar sem voru kynntar í morgun felast í því að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Þær taka gildi eftir viku. „Það sem maður spyr sig að er auðvitað bara hvort að reynsla landa sem eru komin langt í bólusetningu viðkvæmra hópa, til dæmis, gefi tilefni til að ætla að álag á heilbrigðiskerfið og útbreiðsla veikindanna réttlæti að nýju umfangsmiklar sóttvarnaráðstafanir. Og það er auðvitað það nýja mat sem að þarf að fara fram; hversu skæð veiran er á bólusett fólk miðað við hvernig hún var þegar bólusetningar voru ekki inni í myndinni,“ sagði Áslaug. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í samtali við Vísi í dag eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Hann sagði ákvörðunina mikil vonbrigði, fólki í ferðaþjónustunni fyndist hún óskiljanleg og loks að ríkisstjórnin hefði ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnarlækni í þessu máli. Innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Jóhannesar sagði Áslaug: „Þarna var auðvitað farin mildari leið en lögð var til með því að samþykkja líka hraðpróf, sem er talsvert aðgengilegra að fá og ódýrara fyrir fólk. Að sama skapi bind ég auðvitað vonir við það að þessar aðgerðir sé óþarfi en hafi líka ekki of mikil áhrif á þá sem vilja koma hingað til landsins.“ Þó virðist hún óttast að hið gagnstæða muni gerast því síðar í þættinum sagðist hún telja að álag á starfsfólk Keflavíkurflugvallar myndi ekki aukast: „Ég myndi telja að með þessu yrði líklega einhver fækkun í komum hingað. Það eru ekki mörg ef eitthvað land með auknar kröfur á bólusetta ferðamenn,“ sagði hún. „Það er spurning hvort að Ísland verði enn þá jafn spennandi valkostur eftir þessar ákvarðanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Sjá meira
„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent