Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2021 10:12 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ferðaskrifstofu Íslands til greiðslu rúmlega 2,6 milljóna króna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. Fjölskyldan hafði pantað sér skíðaferð til ítölsku alpanna haustið 2019 hjá Ferðaskrifstofu Íslands, sem rekur meðal annars Úrval Útsýn. Þrettán manns ætluðu í ferðina sem standa átti yfir vikuna 29. febrúar til 7. mars. Í tilefni heimsfaraldurs Covid-19 ákvað fjölskyldan að fara ekki í ferðina. Einn fjölskyldumeðlimur sendi póst fyrir hönd alls hópsins þann 28. febrúar þar sem ferðin var afpöntuð. Í tölvupóstinum kemur fram að í ljósi frétta dagsins og hversu mjög smitum hafi fjölgað á Norður-Ítalíu, sem og að flest smit sem síðar hafi borist um Evrópu megi rekja þangað, hafi stórfjölskyldan tekið þá ákvörðun að fara ekki í fyrirhugaða ferð. Í fréttum var helst 28. febrúar 2020 að fyrsta tilvik Covid-19 hefði greinst á Íslandi. Þá höfðu sóttvarnaryfirvöld skilgreint fjögur héröð á Norður-Ítalíu sem hááhættusvæði þann 25. febrúar. Madonna Di Campiglio er reyndar ekki í einu þeirra héraða líkt og Ferðaskrifstofa Íslands bendir á í málflutningi sínum. Ferðaskrifstofan harðneitaði endurgreiðslu Með bréfi þann 2. mars 2020 staðfesti ferðaskrifstofan móttöku bréfs fjölskyldunnar en endurgreiðslu ferðarinnar var hafnað. Samkvæmt skilmálum ferðaskrifstofunnar verða ferðir sem eru að fullu greiddar ekki endurgreiddar. Fjölskyldan mótmælti ákvörðun ferðaskrifstofunnar með bréfi þann 10. mars 2020. Í umræddu bréfi er vísað til fyrri samskipta aðila og auk annars gerð frekari grein fyrir forsendum afpöntunar ferðarinnar. Þá kemur þar fram að samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun geti ferðamaður afpantað ferð áður en hún hefjist gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Enn fremur kemur fram í lögunum að ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á greiðslu þóknunar úr hendi ferðamanns hafi ferð verið afpöntuð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna. Óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður geti auk annars verið útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma. Ferðaskrifstofa Íslands hafnaði endurgreiðslu endanlega með bréfi þann 13. mars 2020. Í bréfinu var tekið fram að embætti landlæknis hefði ekki lagst gegn ferðum til Madonna di Campiglio og að lög um pakkaferðir geri ekki ráð fyrir að neytendur megi afpanta ferðir með nokkurra klukkustunda fresti, enda væru forsendur fyrir rekstri ferðaskrifstofa brostinn ef svo væri. Fjölskyldan kvartaði fyrst til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa Í framhaldi af framangreindum samskiptum beindi fjölskyldan kvörtun dagsettri 8. apríl 2020 til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa og krafðist endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem hún hafði greitt Ferðaskrifstofu Íslands vegna bókunar sinnar auk dráttarvaxta. Kvað nefndin upp úrskurð í málinu hinn 4. september 2020, fjölskyldunni í vil. Hinn 28. sama mánaðar barst fjölskyldunni tölvupóstur frá nefndinni þar sem fram kom að ferðaskrifstofan hefði tilkynnt nefndinni að hann hygðist ekki una umræddum úrskurði. Í kjölfarið höfðaði fjölskyldan þrjú aðskilin einkamál á hendur Ferðaskrifstofu Íslands þar sem krafist var endurgreiðslu gjalds fyrir alla ferðina auk dráttarvaxta. Athygli vekur að einn fjölskyldumeðlimur er lögmaður og rak hann öll málin þrjú fyrir hönd sjálfs sín og fjölskyldu sinnar. Farið var fram á alls eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað fjölskyldunnar Mat héraðsdóms er að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Að því virtu er það niðurstaða dómsins að stefnandi eigi rétt til fullrar endurgreiðslu umræddrar skíðaferðar úr hendi ferðaskrifstofunnar á grundvelli laga um pakkaferðir. Þá þykir ekki hafa þýðingu þótt umrædd skíðaferð hafi verið afpöntuð með svo skömmum fyrirvara sem raun ber vitni enda kemur skýrt fram í lögunum að ferðamaður geti afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er að Ferðaskrifstofa Íslands skuli greiða fjölskyldunni alls 2,6 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 13. mars 2020. Þá greiði ferðaskrifstofan eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Dómsmál Hafnarfjörður Ferðalög Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fjölskyldan hafði pantað sér skíðaferð til ítölsku alpanna haustið 2019 hjá Ferðaskrifstofu Íslands, sem rekur meðal annars Úrval Útsýn. Þrettán manns ætluðu í ferðina sem standa átti yfir vikuna 29. febrúar til 7. mars. Í tilefni heimsfaraldurs Covid-19 ákvað fjölskyldan að fara ekki í ferðina. Einn fjölskyldumeðlimur sendi póst fyrir hönd alls hópsins þann 28. febrúar þar sem ferðin var afpöntuð. Í tölvupóstinum kemur fram að í ljósi frétta dagsins og hversu mjög smitum hafi fjölgað á Norður-Ítalíu, sem og að flest smit sem síðar hafi borist um Evrópu megi rekja þangað, hafi stórfjölskyldan tekið þá ákvörðun að fara ekki í fyrirhugaða ferð. Í fréttum var helst 28. febrúar 2020 að fyrsta tilvik Covid-19 hefði greinst á Íslandi. Þá höfðu sóttvarnaryfirvöld skilgreint fjögur héröð á Norður-Ítalíu sem hááhættusvæði þann 25. febrúar. Madonna Di Campiglio er reyndar ekki í einu þeirra héraða líkt og Ferðaskrifstofa Íslands bendir á í málflutningi sínum. Ferðaskrifstofan harðneitaði endurgreiðslu Með bréfi þann 2. mars 2020 staðfesti ferðaskrifstofan móttöku bréfs fjölskyldunnar en endurgreiðslu ferðarinnar var hafnað. Samkvæmt skilmálum ferðaskrifstofunnar verða ferðir sem eru að fullu greiddar ekki endurgreiddar. Fjölskyldan mótmælti ákvörðun ferðaskrifstofunnar með bréfi þann 10. mars 2020. Í umræddu bréfi er vísað til fyrri samskipta aðila og auk annars gerð frekari grein fyrir forsendum afpöntunar ferðarinnar. Þá kemur þar fram að samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun geti ferðamaður afpantað ferð áður en hún hefjist gegn greiðslu sanngjarnrar þóknunar. Enn fremur kemur fram í lögunum að ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á greiðslu þóknunar úr hendi ferðamanns hafi ferð verið afpöntuð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna. Óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður geti auk annars verið útbreiðsla farsótta eða sjúkdóma. Ferðaskrifstofa Íslands hafnaði endurgreiðslu endanlega með bréfi þann 13. mars 2020. Í bréfinu var tekið fram að embætti landlæknis hefði ekki lagst gegn ferðum til Madonna di Campiglio og að lög um pakkaferðir geri ekki ráð fyrir að neytendur megi afpanta ferðir með nokkurra klukkustunda fresti, enda væru forsendur fyrir rekstri ferðaskrifstofa brostinn ef svo væri. Fjölskyldan kvartaði fyrst til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa Í framhaldi af framangreindum samskiptum beindi fjölskyldan kvörtun dagsettri 8. apríl 2020 til kærunefndar vöru-og þjónustukaupa og krafðist endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem hún hafði greitt Ferðaskrifstofu Íslands vegna bókunar sinnar auk dráttarvaxta. Kvað nefndin upp úrskurð í málinu hinn 4. september 2020, fjölskyldunni í vil. Hinn 28. sama mánaðar barst fjölskyldunni tölvupóstur frá nefndinni þar sem fram kom að ferðaskrifstofan hefði tilkynnt nefndinni að hann hygðist ekki una umræddum úrskurði. Í kjölfarið höfðaði fjölskyldan þrjú aðskilin einkamál á hendur Ferðaskrifstofu Íslands þar sem krafist var endurgreiðslu gjalds fyrir alla ferðina auk dráttarvaxta. Athygli vekur að einn fjölskyldumeðlimur er lögmaður og rak hann öll málin þrjú fyrir hönd sjálfs sín og fjölskyldu sinnar. Farið var fram á alls eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað fjölskyldunnar Mat héraðsdóms er að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Að því virtu er það niðurstaða dómsins að stefnandi eigi rétt til fullrar endurgreiðslu umræddrar skíðaferðar úr hendi ferðaskrifstofunnar á grundvelli laga um pakkaferðir. Þá þykir ekki hafa þýðingu þótt umrædd skíðaferð hafi verið afpöntuð með svo skömmum fyrirvara sem raun ber vitni enda kemur skýrt fram í lögunum að ferðamaður geti afpantað pakkaferð áður en ferðin hefst. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er að Ferðaskrifstofa Íslands skuli greiða fjölskyldunni alls 2,6 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 13. mars 2020. Þá greiði ferðaskrifstofan eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Hafnarfjörður Ferðalög Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira