Innflytjandinn ákveðið að fjarlægja allt markaðsefni með Gylfa Þór Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. júlí 2021 13:27 Svona leit drykkjargangurinn í Hagkaup Skeifunni út í morgun en nú er búið að fjarlægja þennan bás. Vísir Innflytjandi orkudrykkjarins State Energy hefur ákveðið að taka niður allt auglýsingaefni með Gylfa Þór Sigurðssyni, fótboltamanni Everton og landsliðsmanni, sem mátti finna í Hagkaup og fleiri verslunum. Gylfi er eitt af andlitum fyrirtækisins en hann var handtekinn á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Þórarinn Þórhallsson, talsmaður State Energy á Íslandi, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni eftir fréttaflutninginn í dag. Hyggst fyrirtækið fylgjast með því hvernig málinu fram vindur. „Við erum slegin yfir þessu eins og öll þjóðin. Móðurfyrirtækið í Danmörku gerði samninginn við Gylfa en við hér á Íslandi ákváðum að taka efnið niður,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Búið að taka niður myndirnar í Hagkaup Fyrr í dag staðfesti Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, að markaðsefni með myndum af Gylfa yrði fjarlægt úr verslunum Hagkaups. Þetta er eini staðurinn í Hagkaup Skeifunni sem hægt er að finna State Energy drykkina, og hvergi er mynd af Gylfa.Vísir/Hallgerður „Við ræddum við birginn í morgun um næstu skref í ljósi stöðunnar og það er innflytjandinn sem ákveður að skipta út öllu efni og að þetta yrði tekið niður og það kemur inn nýtt markaðsefni í framhaldinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Gylfi hefur verið andlit State Energy frá því í byrjun júní þegar hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við drykkjavöruframleiðandann danska. Fyrirtækið er meðal annars í eigu knattspyrnumannsins Christians Eriksen og tenniskonunnar Caroline Wozniacki. Margir af frægustu íþróttamönnum Danmerkur hafa gert samning við fyrirtækið. Lögreglan í Manchester greindi frá því í gær að hún hafi handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við rannsókn á kynferðisofbeldi gegn barni. Knattspyrnuliðið Everton greindi svo frá því í gær að um sé að ræða leikmann liðsins. Maðurinn var handtekinn á föstudag og síðar sleppt gegn tryggingu. Líkt og áður segir er þar um að ræða Gylfa Þór, samkvæmt heimildum fréttastofu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um það hvort knattspyrnumaðurinn sem um ræðir hafi verið Gylfi Þór. Breski slúðurmiðillinn The Sun hafði í gær eftir heimildarmanni að lögreglan hafi gert húsleit á heimili mannsins og gert þar nokkra hluti upptæka. Breskir miðlar hafa ekki nafngreint hann af lagalegum ástæðum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá State Energy á Íslandi. Enski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fótbolti England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20. júlí 2021 10:43 Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51 Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Gylfi er eitt af andlitum fyrirtækisins en hann var handtekinn á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Þórarinn Þórhallsson, talsmaður State Energy á Íslandi, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni eftir fréttaflutninginn í dag. Hyggst fyrirtækið fylgjast með því hvernig málinu fram vindur. „Við erum slegin yfir þessu eins og öll þjóðin. Móðurfyrirtækið í Danmörku gerði samninginn við Gylfa en við hér á Íslandi ákváðum að taka efnið niður,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Búið að taka niður myndirnar í Hagkaup Fyrr í dag staðfesti Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, að markaðsefni með myndum af Gylfa yrði fjarlægt úr verslunum Hagkaups. Þetta er eini staðurinn í Hagkaup Skeifunni sem hægt er að finna State Energy drykkina, og hvergi er mynd af Gylfa.Vísir/Hallgerður „Við ræddum við birginn í morgun um næstu skref í ljósi stöðunnar og það er innflytjandinn sem ákveður að skipta út öllu efni og að þetta yrði tekið niður og það kemur inn nýtt markaðsefni í framhaldinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Gylfi hefur verið andlit State Energy frá því í byrjun júní þegar hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við drykkjavöruframleiðandann danska. Fyrirtækið er meðal annars í eigu knattspyrnumannsins Christians Eriksen og tenniskonunnar Caroline Wozniacki. Margir af frægustu íþróttamönnum Danmerkur hafa gert samning við fyrirtækið. Lögreglan í Manchester greindi frá því í gær að hún hafi handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við rannsókn á kynferðisofbeldi gegn barni. Knattspyrnuliðið Everton greindi svo frá því í gær að um sé að ræða leikmann liðsins. Maðurinn var handtekinn á föstudag og síðar sleppt gegn tryggingu. Líkt og áður segir er þar um að ræða Gylfa Þór, samkvæmt heimildum fréttastofu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um það hvort knattspyrnumaðurinn sem um ræðir hafi verið Gylfi Þór. Breski slúðurmiðillinn The Sun hafði í gær eftir heimildarmanni að lögreglan hafi gert húsleit á heimili mannsins og gert þar nokkra hluti upptæka. Breskir miðlar hafa ekki nafngreint hann af lagalegum ástæðum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá State Energy á Íslandi.
Enski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fótbolti England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20. júlí 2021 10:43 Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51 Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20. júlí 2021 10:43
Leikmaður Everton til rannsóknar í lögreglumáli Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 19. júlí 2021 23:51
Leikmaður ensku deildarinnar grunaður um kynferðisbrot gegn barni Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Enskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan. 19. júlí 2021 21:51