Ferðamenn streyma í Skálholt sem aldrei fyrr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2021 21:16 Herdís Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar, sem hefur meira en nóg að gera að taka á móti ferðamönnum með sínu starfsfólki í Skálholti þessa dagana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk í Skálholti hefur varla haft undan í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma og skoða staðinn, þó aðallega útlendingar. Framkvæmdastjóri staðarins finnst sérstakt að aðeins brot af íslensku þjóðinni hefur heimsótt Skálholt. Skálholt og Skálholtsstaður er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Suðurlandi enda hluti af Gullna hringnum svonefnda. Ferðamenn hafa verið mjög duglegir að heimsækja staðinn í sumar, ekki síst útlendingar sem vilja fá að vita allt um þennan merkilega stað. „Þetta var höfuðstaður Íslands í 750 ár þannig að þú getur ímyndað þér hvað margt hefur gerst hér og margir gengið hérna um garða,“ segir Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar og bætir við; „Svo er Skálholtskirkja sjálf í rauninni geimsteinn gullna hringsins. Það eru hérna listaverk, altaristaflan hennar Nínu til dæmis og gluggarnir hennar Gerðar og það er svo ótrúlega fallegt og gaman að sjá þegar sólin skín innan um gluggana og þegar að Nína og Gerður tala saman þegar gluggarnir varpa ljósi á Jesú á altaristöflunni.“ Hér má sjá hvernig gluggarnir í Skálholti speglast í altaristöflu kirkjunnar eftir því hvernig birtan er úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Herdís segir að nokkur hundruð manns komi í Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann og oft miklu fleiri um helgar. Bandaríkjamenn og Evrópubúar séu sérstaklega áberandi. Á virkum dögum er boðið upp á ókeypis leiðsögn um staðinn. Herdís segir Íslendinga líka duglega að heimsækja staðinn en margir segi: „Hingað hef ég aldrei komið eða, hingað hef ég ekki komið síðan ég fermdist. Við viljum endilega fá fleiri vegna þess að þetta er svo merkilegur staður og svo mikill hjartastaður fyrir Íslendinga. Ég vil bara segja fólki að það er allt gott veður í uppsveitunum og allir eru hjartanlega velkomnir í Skálholt,“ segir Herdís. Nokkur hundruð manns, aðallega útlendingar heimsækja Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á heimasíðu Skálholts má finna mikið af upplýsing um starfsemina á staðnum. Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Skálholt og Skálholtsstaður er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Suðurlandi enda hluti af Gullna hringnum svonefnda. Ferðamenn hafa verið mjög duglegir að heimsækja staðinn í sumar, ekki síst útlendingar sem vilja fá að vita allt um þennan merkilega stað. „Þetta var höfuðstaður Íslands í 750 ár þannig að þú getur ímyndað þér hvað margt hefur gerst hér og margir gengið hérna um garða,“ segir Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar og bætir við; „Svo er Skálholtskirkja sjálf í rauninni geimsteinn gullna hringsins. Það eru hérna listaverk, altaristaflan hennar Nínu til dæmis og gluggarnir hennar Gerðar og það er svo ótrúlega fallegt og gaman að sjá þegar sólin skín innan um gluggana og þegar að Nína og Gerður tala saman þegar gluggarnir varpa ljósi á Jesú á altaristöflunni.“ Hér má sjá hvernig gluggarnir í Skálholti speglast í altaristöflu kirkjunnar eftir því hvernig birtan er úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Herdís segir að nokkur hundruð manns komi í Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann og oft miklu fleiri um helgar. Bandaríkjamenn og Evrópubúar séu sérstaklega áberandi. Á virkum dögum er boðið upp á ókeypis leiðsögn um staðinn. Herdís segir Íslendinga líka duglega að heimsækja staðinn en margir segi: „Hingað hef ég aldrei komið eða, hingað hef ég ekki komið síðan ég fermdist. Við viljum endilega fá fleiri vegna þess að þetta er svo merkilegur staður og svo mikill hjartastaður fyrir Íslendinga. Ég vil bara segja fólki að það er allt gott veður í uppsveitunum og allir eru hjartanlega velkomnir í Skálholt,“ segir Herdís. Nokkur hundruð manns, aðallega útlendingar heimsækja Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á heimasíðu Skálholts má finna mikið af upplýsing um starfsemina á staðnum.
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira