Bólusettir muni líklega veikjast alvarlega hér eins og annars staðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2021 20:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að grípa eigi strax til aðgerða innanlands svo stemma megi stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Reikna megi með að bólusettir veikist alvarlega hér á landi eins og dæmi séu um í öðrum Evrópulöndum. 96 hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá mánudeginum í síðustu viku. Stærsta stökkið var milli daganna 18. og 19. júlí en í gær greindust 38. Um 80 prósent þeirra sem greinst hafa þessa síðustu átta daga eru að minnsta kosti hálfbólusett, langflestir fullbólusettir. Þá hafa einnig langflestir sem greinst hafa undanfarið verið utan sóttkvíar; af 38 smituðum í gær voru níu í sóttkví. „Þetta er jafnvel að fara upp í veldisvöxt eins og við höfum séð oft áður. Ég held það sé óhætt að segja það að það er ný bylgja farin af stað og er mestmegnis í bólusettum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segir að til skoðunar sé að grípa til innanlandsaðgerða en hefur ekki sent frá sér minnisblað með tillögum þess efnis. Það að krefja bólusetta um neikvætt Covid-próf á landamærum dugi ekki eitt og sér til að bæla faraldurinn niður. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur hertar reglur á landamærum taka gildi alltof seint. Hann gefur lítið fyrir þau rök sem komið hafa fram gegn aðgerðum á landamærum að bólusettir veikist ekki alvarlega. Staðreyndin sé sú að bylgjan á Íslandi sé aðeins á eftir löndum á borð við Spán og Bretland. Þar hafi það sýnt sig að bólusettir þurfi jafnvel að leggjast inn á spítala. „Það bendir margt til þess að við munum koma til með að þurfa að taka á móti tiltölulega illa lösnu fólki sem hefur smitast ofan í bólusetningar,“ segir Kári. Áhyggjur af haustinu Hann bendir á að börn, sem flest eru óbólusett, mæti aftur í skólann eftir mánuð. Það stefni í óefni verði ekki gripið í taumana nú. „Þá sitjum við uppi með mjög, mjög flókið vandamál. Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir hópsmit meðal barnanna? Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að þau hópsmit breiðist út í samfélagið?“ Nú sé tími til kominn að stíga til baka. „Ég held við verðum að byrja núna að grípa til ýmissa aðgerða, kannski fjöldatakmarkanir, kannski grímuskylda innanhúss og svo framvegis,“ segir Kári. „Nú er þetta bara spurning um að hafa kjark til að grípa inn í núna og segja jú, það er búið að vera gott að eiga þetta frelsi undanfarnar vikur en við verðum að stíga skref aftur á bak.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Kára má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
96 hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá mánudeginum í síðustu viku. Stærsta stökkið var milli daganna 18. og 19. júlí en í gær greindust 38. Um 80 prósent þeirra sem greinst hafa þessa síðustu átta daga eru að minnsta kosti hálfbólusett, langflestir fullbólusettir. Þá hafa einnig langflestir sem greinst hafa undanfarið verið utan sóttkvíar; af 38 smituðum í gær voru níu í sóttkví. „Þetta er jafnvel að fara upp í veldisvöxt eins og við höfum séð oft áður. Ég held það sé óhætt að segja það að það er ný bylgja farin af stað og er mestmegnis í bólusettum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segir að til skoðunar sé að grípa til innanlandsaðgerða en hefur ekki sent frá sér minnisblað með tillögum þess efnis. Það að krefja bólusetta um neikvætt Covid-próf á landamærum dugi ekki eitt og sér til að bæla faraldurinn niður. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur hertar reglur á landamærum taka gildi alltof seint. Hann gefur lítið fyrir þau rök sem komið hafa fram gegn aðgerðum á landamærum að bólusettir veikist ekki alvarlega. Staðreyndin sé sú að bylgjan á Íslandi sé aðeins á eftir löndum á borð við Spán og Bretland. Þar hafi það sýnt sig að bólusettir þurfi jafnvel að leggjast inn á spítala. „Það bendir margt til þess að við munum koma til með að þurfa að taka á móti tiltölulega illa lösnu fólki sem hefur smitast ofan í bólusetningar,“ segir Kári. Áhyggjur af haustinu Hann bendir á að börn, sem flest eru óbólusett, mæti aftur í skólann eftir mánuð. Það stefni í óefni verði ekki gripið í taumana nú. „Þá sitjum við uppi með mjög, mjög flókið vandamál. Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir hópsmit meðal barnanna? Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að þau hópsmit breiðist út í samfélagið?“ Nú sé tími til kominn að stíga til baka. „Ég held við verðum að byrja núna að grípa til ýmissa aðgerða, kannski fjöldatakmarkanir, kannski grímuskylda innanhúss og svo framvegis,“ segir Kári. „Nú er þetta bara spurning um að hafa kjark til að grípa inn í núna og segja jú, það er búið að vera gott að eiga þetta frelsi undanfarnar vikur en við verðum að stíga skref aftur á bak.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Kára má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira