Hin 17 ára gamla Amanda skoraði fjórða mark Vålerenga í frábærum 7-0 sigri á Klepp þann 26. júní síðastliðinn.
Kom markið til greina í kosningu um mark mánaðarins og fór það svo að mark Amöndu hlaut 42 prósent allra atkvæða í kosningunni. Þetta stórglæsilega mark má sjá í spilaranum hér að neðan.
Det peneste målet i norsk fotball i juni ble scoret i Toppserien! Med over 42 prosent av stemmene er Amanda Andradóttirs perle for @VIFDamer stemt frem som vinner av månedens mål, som kåres i samarbeid med @NorskTippingAS pic.twitter.com/efuDlSJtdu
— Toppserien (@Kvinnefotball1) July 20, 2021
Amanda gekk í raðir Noregsmeistaranna fyrir yfirstandandi tímabil. Þar leikur hún ásamt íslenska landsliðsmiðverðinum Ingibjörgu Sigurðardóttir.
Þegar níu umferðum er lokið af deildinni er Vålerenga í 3. sæti með 19 stig, sex stigum minna en topplið Sandviken.