Segir Arnór Ingva og félaga ekki betri á pappír en þeir séu með góða liðsheild og spili sem lið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 15:02 Gonzalo Higuaín og Phil Neville á hliðarlínunni. Sá síðarnefndi segir Inter Miami skorta liðsheild. Ira L. Black/Getty Images Inter Miami tapaði sínum sjötta leik í röð í MLS-deildinni í knattspyrnu er Arnór Ingvi Traustason setti tvö í 5-0 sigri New England Revolution í nótt. Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er í dag þjálfari Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. David Beckham á hlut í liðinu sem er á sínu fyrsta ári í deildinni en gengið hefur ekki verið eftir væntingum. Beckham réð sinn gamla vin Phil til að stýra liðinu en yngri Neville-bróðirinn var áður landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins. Þá voru stórstjörnur á borð við Blaise Matuidi og Gonzalo Higuaín sóttir frá Evrópu sem og varnarjaxlinn Ryan Shawcross. Enginn af þeim átti roð í Arnór Ingva og félaga í nótt er New England valtaði hreinlega yfir lærisveina Neville. Ekki nóg með að tapa sex leikjum í röð þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark og fengið á sig 13 talsins. Þjálfarinn vill að leikmenn sýnir horfi vel og lengi í spegilinn í dag eftir tapið sem var þeirra sjötta í röð. Neville vill að leikmenn liðsins spyrji sig hvort þeir séu að gera nægilega mikið fyrir liðið. Hann veit að sæti hans er orðið heitt og allar líkur að hann verði rekinn ef hann nær ekki að snúa gengi liðsins við fljótlega. „Ég finn fyrir stuðningi stjórnarinnar og hef alltaf gert. Þeir þurfa ekki að segja mér sínar áhyggjur þar sem ég er með sömu áhyggjur. Ég hef verið í fótbolta nægilegalengi til að vita afleiðingar þess þegar illa gengur. Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur, við þurfum bara að standa okkur betur á vellinum.“ Phil Neville demanded his players "take a long, hard look at themselves" after Inter Miami lost their sixth consecutive match.Miami were thrashed 5-0 at home by New England Revolution on Wednesday night, a result that leaves them with the worst record of all 27 MLS sides.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2021 „Ég ber ábyrgð og er undir pressu þar sem gengi okkar er slæmt þessa stundina. Það er mitt starf að gera liðið betur. Við verðum að sjá til þess að við getum höndlað mótlæti og jafnað okkur á því. Um það snýst fótbolti, að hafa trú á verkefninu, að bregðast ekki liðsfélögum þínum þegar út á völl er komið.“ „Eru þeir með betri leikmenn en við? Ekki á pappír en þeir eru með góða liðsheild og spila sem lið. Það er eitthvað sem við þurfum að verða. Það er allt sem ég bið um, að leikmenn berjist fyrir hvorn annan og treysti hvor öðrum,“ sagði Phil Neville að lokum. Inter Miami er í neðsta sæti Austurdeildar með átta stig að loknum 12 leiki. MLS Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er í dag þjálfari Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. David Beckham á hlut í liðinu sem er á sínu fyrsta ári í deildinni en gengið hefur ekki verið eftir væntingum. Beckham réð sinn gamla vin Phil til að stýra liðinu en yngri Neville-bróðirinn var áður landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins. Þá voru stórstjörnur á borð við Blaise Matuidi og Gonzalo Higuaín sóttir frá Evrópu sem og varnarjaxlinn Ryan Shawcross. Enginn af þeim átti roð í Arnór Ingva og félaga í nótt er New England valtaði hreinlega yfir lærisveina Neville. Ekki nóg með að tapa sex leikjum í röð þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark og fengið á sig 13 talsins. Þjálfarinn vill að leikmenn sýnir horfi vel og lengi í spegilinn í dag eftir tapið sem var þeirra sjötta í röð. Neville vill að leikmenn liðsins spyrji sig hvort þeir séu að gera nægilega mikið fyrir liðið. Hann veit að sæti hans er orðið heitt og allar líkur að hann verði rekinn ef hann nær ekki að snúa gengi liðsins við fljótlega. „Ég finn fyrir stuðningi stjórnarinnar og hef alltaf gert. Þeir þurfa ekki að segja mér sínar áhyggjur þar sem ég er með sömu áhyggjur. Ég hef verið í fótbolta nægilegalengi til að vita afleiðingar þess þegar illa gengur. Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur, við þurfum bara að standa okkur betur á vellinum.“ Phil Neville demanded his players "take a long, hard look at themselves" after Inter Miami lost their sixth consecutive match.Miami were thrashed 5-0 at home by New England Revolution on Wednesday night, a result that leaves them with the worst record of all 27 MLS sides.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2021 „Ég ber ábyrgð og er undir pressu þar sem gengi okkar er slæmt þessa stundina. Það er mitt starf að gera liðið betur. Við verðum að sjá til þess að við getum höndlað mótlæti og jafnað okkur á því. Um það snýst fótbolti, að hafa trú á verkefninu, að bregðast ekki liðsfélögum þínum þegar út á völl er komið.“ „Eru þeir með betri leikmenn en við? Ekki á pappír en þeir eru með góða liðsheild og spila sem lið. Það er eitthvað sem við þurfum að verða. Það er allt sem ég bið um, að leikmenn berjist fyrir hvorn annan og treysti hvor öðrum,“ sagði Phil Neville að lokum. Inter Miami er í neðsta sæti Austurdeildar með átta stig að loknum 12 leiki.
MLS Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira