Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 14:41 Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín síðan uppreisnarhersveitir frá Tigray réðust inn í Afar-hérað. Getty/Minasse Wondimu Hailu Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. Uppreisnarhermenn hafa háð baráttu við stjórnarhersveitir Eþíópíu síðan í nóvember en þeir vilja sjálfstæði frá landinu. Átök milli hersveitanna hafa verið harðar undanfarna mánuði en í lok júní flúðu stjórnarhersveitir héraðið. Síðan þá hafa hersveitir hinna níu héraða Eþíópíu yfir stuðningi við stjórnarherinn og sagst ætla að senda hersveitir sínar gegn hersveitum frá Tigray. Uppreisnarhermenn segjast þó ekki ætla að leggja niður vopn fyrr en eþíópíska ríkisstjórnin samþykkir kröfur þeirra. Afar-hérað gegnir mikilvægu hernaðarlegu hlutverki. Í gegn um héraðið liggur þjóðvegur og lestarteinar sem tengja Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu sem er í miðju landinu, við hafnarborgina Djibouti. Að sögn Ahmed Koloyta, upplýsingafulltrúa Afar, gengu uppreisnarhermenn berserksgang um héraðið, brenndu niður hús, fóru ránshendi um heimili og myrtu óbreytta borgara. Hann sýndi þó engin sönnunargögn þess efnis og fréttastofa Reuters gat ekki sannreynt staðhæfingu hans. Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsisfylkingarinnar (TPLF), sagði í samtali við Reuters í morgun að hersveitir Tigray væru staddar í Afar og að áætlunin sé að beina spjótum að hersveitum Amhara-héraðs, nágrannahéraðs Afar. Hersveitir frá Amhara hafa barist fyrir stjórnarherinn undanfarna mánuði. Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. 23. júní 2021 12:02 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Uppreisnarhermenn hafa háð baráttu við stjórnarhersveitir Eþíópíu síðan í nóvember en þeir vilja sjálfstæði frá landinu. Átök milli hersveitanna hafa verið harðar undanfarna mánuði en í lok júní flúðu stjórnarhersveitir héraðið. Síðan þá hafa hersveitir hinna níu héraða Eþíópíu yfir stuðningi við stjórnarherinn og sagst ætla að senda hersveitir sínar gegn hersveitum frá Tigray. Uppreisnarhermenn segjast þó ekki ætla að leggja niður vopn fyrr en eþíópíska ríkisstjórnin samþykkir kröfur þeirra. Afar-hérað gegnir mikilvægu hernaðarlegu hlutverki. Í gegn um héraðið liggur þjóðvegur og lestarteinar sem tengja Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu sem er í miðju landinu, við hafnarborgina Djibouti. Að sögn Ahmed Koloyta, upplýsingafulltrúa Afar, gengu uppreisnarhermenn berserksgang um héraðið, brenndu niður hús, fóru ránshendi um heimili og myrtu óbreytta borgara. Hann sýndi þó engin sönnunargögn þess efnis og fréttastofa Reuters gat ekki sannreynt staðhæfingu hans. Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsisfylkingarinnar (TPLF), sagði í samtali við Reuters í morgun að hersveitir Tigray væru staddar í Afar og að áætlunin sé að beina spjótum að hersveitum Amhara-héraðs, nágrannahéraðs Afar. Hersveitir frá Amhara hafa barist fyrir stjórnarherinn undanfarna mánuði.
Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. 23. júní 2021 12:02 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06
Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. 23. júní 2021 12:02