Kópavogsbúar hjóla í nýju fjallahjólabrautina sína Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2021 15:33 Reiðhjólafólki í Kópavogi er gersamlega ofboðið. Það hefur aldrei séð eins marflata og óspennandi fjallahjólabraut og þessa. kópavogsbær Yfirvöld í Kópavogi fá það óþvegið á Facebook-síðu sinni en íbúar hafa aldrei fyrr séð eins marflata fjallahjólabraut og þeim er boðið uppá. Þeim ofbýður gersamlega. Kópavogsbær kynnir stoltur fjallahjólabrautina við Austurkór á síðu sinni en hún var kosin af íbúum bæjarins í hugmyndasöfnun Okkar Kópavogs 2020 - 2021. „Framkvæmdum á brautinni lauk vorið 2021 en þar geta ungir jafnt sem aldnir hjólað og spólað eins og þeim lystir,“ segir sá sem heldur um penna fyrir hönd bæjaryfirvalda. Og með fylgja myndir af þessari nýjung bæjarins; sérstaklega sett upp íbúum til skemmtunar og heilsubótar. Þetta er engin fjallahjólabraut! En undirtektir eru ekki í samræmi við væntingar. Reyndar langt í frá. Holskefla skamma rigna yfir þá sem höfðu með framkvæmdina að gera. „Þetta er engin fjallahjólabraut! Þetta eru rennisléttir malarstígar sem nóg er af í okkar nærumhverfi. Þið skuldið nú börnunum í hverfinu lagfæringu á þessu sem fyrst og hefði verið allt í lagi að leita á netinu hvað fjallahjólabraut er áður en menn fóru í framkvæmdir,“ segir Bjarni Antonsson forviða. Og þannig gengur dælan: „Er þetta grín? Þvílík vanvirðing við íbúana að eyða peningum í þetta rugl. Það tekur ca 3 sekúndur að gúgla fjallahjólabraut eða mountain bike path til að skilja hvernig slíkt á að líta út. Step up your game, Kópavogsbær!“ segir Ásdís Ómarsdóttir. Myndirnar segja sína sönnu sögu Erlendur S. Þorsteinsson vildi ekki trúa því að þetta væri eins óspennandi og myndirnar gefa til kynna og fór á staðinn til að kynna sér málið. „En þessar myndir lýsa þessu mjög vel; þetta eru marflatir malarstígar og á ekkert skylt við fjallahjólreiðar. Það er ekki hægt að setja myndir sem ég tók eða track eða hæðarprófíl hérna í athugasemd, en þið getið skoðað: Helgi Fannar Vilhjálmsson er hins vegar „jákvæður“, fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Í þessu samhengi. „Svona svona, anda með nefinu. Vitiði til…. innan skamms verður þetta orðið eins og hinar göturnar í Kópavogi. Allt í hólum og hæðum, mishallandi með þvottabrettum og holum. Ég þekki mitt heimafólk“. Ekki liggur fyrir hversu mikið þessi framkvæmd kostaði en í athugasemdum er nefnt að upphæðin hafi verið átta milljónir en uppá það hljóðaði áætlunin í Okkar Kópavogur. Með fyrirvara um að ekki hafi verið farið fram úr fjárhagsáætlun við þetta verkefni. Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Kópavogsbær kynnir stoltur fjallahjólabrautina við Austurkór á síðu sinni en hún var kosin af íbúum bæjarins í hugmyndasöfnun Okkar Kópavogs 2020 - 2021. „Framkvæmdum á brautinni lauk vorið 2021 en þar geta ungir jafnt sem aldnir hjólað og spólað eins og þeim lystir,“ segir sá sem heldur um penna fyrir hönd bæjaryfirvalda. Og með fylgja myndir af þessari nýjung bæjarins; sérstaklega sett upp íbúum til skemmtunar og heilsubótar. Þetta er engin fjallahjólabraut! En undirtektir eru ekki í samræmi við væntingar. Reyndar langt í frá. Holskefla skamma rigna yfir þá sem höfðu með framkvæmdina að gera. „Þetta er engin fjallahjólabraut! Þetta eru rennisléttir malarstígar sem nóg er af í okkar nærumhverfi. Þið skuldið nú börnunum í hverfinu lagfæringu á þessu sem fyrst og hefði verið allt í lagi að leita á netinu hvað fjallahjólabraut er áður en menn fóru í framkvæmdir,“ segir Bjarni Antonsson forviða. Og þannig gengur dælan: „Er þetta grín? Þvílík vanvirðing við íbúana að eyða peningum í þetta rugl. Það tekur ca 3 sekúndur að gúgla fjallahjólabraut eða mountain bike path til að skilja hvernig slíkt á að líta út. Step up your game, Kópavogsbær!“ segir Ásdís Ómarsdóttir. Myndirnar segja sína sönnu sögu Erlendur S. Þorsteinsson vildi ekki trúa því að þetta væri eins óspennandi og myndirnar gefa til kynna og fór á staðinn til að kynna sér málið. „En þessar myndir lýsa þessu mjög vel; þetta eru marflatir malarstígar og á ekkert skylt við fjallahjólreiðar. Það er ekki hægt að setja myndir sem ég tók eða track eða hæðarprófíl hérna í athugasemd, en þið getið skoðað: Helgi Fannar Vilhjálmsson er hins vegar „jákvæður“, fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Í þessu samhengi. „Svona svona, anda með nefinu. Vitiði til…. innan skamms verður þetta orðið eins og hinar göturnar í Kópavogi. Allt í hólum og hæðum, mishallandi með þvottabrettum og holum. Ég þekki mitt heimafólk“. Ekki liggur fyrir hversu mikið þessi framkvæmd kostaði en í athugasemdum er nefnt að upphæðin hafi verið átta milljónir en uppá það hljóðaði áætlunin í Okkar Kópavogur. Með fyrirvara um að ekki hafi verið farið fram úr fjárhagsáætlun við þetta verkefni.
Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira