Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2021 10:59 Michael Breinholt á lögreglustöðinni. Skjáskot Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. Hinn 31 árs gamli Michael Breinholt lést samstundis. Hann hafði verið handtekinn fyrir ölvun og virtist reyna að ná tökum á skammbyssu eins lögregluþjóns áður en hann var skotinn. Saksóknarar í Utah opinberuðu þá niðurstöðu í gær að Tyler Longman yrði ekki refsað fyrir banaskotið, sem átti sér stað í ágúst 2019. Þetta var í þriðja sinn sem Longman skaut mann til bana. Lögreglan gaf út níu mínútna myndband sem var meðal annars unnið af almannatengslateymi lögreglunnar og úr myndefni úr vestismyndavélum lögreglumanna, sem sýndi þó eingöngu brot af atburðarásinni, samkvæmt frétt PBS. Kröfðust betra myndefnis Blaðamenn og lögmenn dagblaðsins Salt Lake Tribune vörðu hálfu ári í að reyna að fá meira myndefni sem tengist banaskotinu og tókst það í upphafi mánaðarins. Myndbandið sýnir ölvaðan Breinholt láta illa við lögregluþjóna. Á einum tímapunkti lendir Breinholt í stympingum við tvo lögregluþjóna og kallar annar þeirra að Breinholt sé að reyna að ná taki á byssu hans. Þá var Breinholt handjárnaður með hendur fyrir aftan bak og myndbandið virðist styðja það. Það sýnir þó að byssan var enn í hulstri lögregluþjónsins þegar Longman kom til aðstoðar. „Þú ert að fara að deyja, vinur minn,“ sagði Longman og skaut Breinholt í höfuðið. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils Fox í Utah um banaskotið. Ríkissaksóknarinn Sim Gill sagði á blaðamannafundi í gær að honum þætti dauði Breinholt vera óþarfur og forkastanlegur. Hann væri þó bundinn lögum og reglum og þeim samkvæmt hefði banaskotið verið réttlætanlegt. „Ef við viljum aðrar niðurstöður, sem er ekki óeðlilegt að fara fram á, þurfum við að breyta lögunum,“ sagði Gill, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fjölskylda Breinholt er ósátt við þessa niðurstöðu og ætla þau að höfða mál. „Hann gaf sér tíma til að hugsa og segja þessi orð,“ sagði Susan Neese, móðir Breinholt, við Salt Lake Tribune (áskriftarvefur). Blaðamenn báðu einnig sérfræðing í þjálfun lögregluþjóna að horfa á myndbandið. Sá sagði það ekki hafa verið nauðsynlegt að skjóta Breinholt til bana. PBS segir Breinholt hafa átt í vandræðum með fíkn frá því hann var táningur og hafi komist í kast við lögin á undanförnum árum. Haft er eftir móður hans að hún hafi rætt við hann daginn sem hann dó og þau hafi rætt um það að hann ætlaði að leita sér hjálpar væri að reyna að komast á meðferðarheimili. Breinholt hafði mætt ölvaður á vinnustað kærustu sinnar og samstarfsmaður hennar hafði hringt á lögregluna. Lögregluþjónum var svo sagt að Breinholt hefði sagst hafa takið mikið pillum og áður en hann var handtekinn, sagði kærasta hans við lögregluþjóna að hann virtist í sjálfsmorðshugleiðingum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Michael Breinholt lést samstundis. Hann hafði verið handtekinn fyrir ölvun og virtist reyna að ná tökum á skammbyssu eins lögregluþjóns áður en hann var skotinn. Saksóknarar í Utah opinberuðu þá niðurstöðu í gær að Tyler Longman yrði ekki refsað fyrir banaskotið, sem átti sér stað í ágúst 2019. Þetta var í þriðja sinn sem Longman skaut mann til bana. Lögreglan gaf út níu mínútna myndband sem var meðal annars unnið af almannatengslateymi lögreglunnar og úr myndefni úr vestismyndavélum lögreglumanna, sem sýndi þó eingöngu brot af atburðarásinni, samkvæmt frétt PBS. Kröfðust betra myndefnis Blaðamenn og lögmenn dagblaðsins Salt Lake Tribune vörðu hálfu ári í að reyna að fá meira myndefni sem tengist banaskotinu og tókst það í upphafi mánaðarins. Myndbandið sýnir ölvaðan Breinholt láta illa við lögregluþjóna. Á einum tímapunkti lendir Breinholt í stympingum við tvo lögregluþjóna og kallar annar þeirra að Breinholt sé að reyna að ná taki á byssu hans. Þá var Breinholt handjárnaður með hendur fyrir aftan bak og myndbandið virðist styðja það. Það sýnir þó að byssan var enn í hulstri lögregluþjónsins þegar Longman kom til aðstoðar. „Þú ert að fara að deyja, vinur minn,“ sagði Longman og skaut Breinholt í höfuðið. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils Fox í Utah um banaskotið. Ríkissaksóknarinn Sim Gill sagði á blaðamannafundi í gær að honum þætti dauði Breinholt vera óþarfur og forkastanlegur. Hann væri þó bundinn lögum og reglum og þeim samkvæmt hefði banaskotið verið réttlætanlegt. „Ef við viljum aðrar niðurstöður, sem er ekki óeðlilegt að fara fram á, þurfum við að breyta lögunum,“ sagði Gill, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fjölskylda Breinholt er ósátt við þessa niðurstöðu og ætla þau að höfða mál. „Hann gaf sér tíma til að hugsa og segja þessi orð,“ sagði Susan Neese, móðir Breinholt, við Salt Lake Tribune (áskriftarvefur). Blaðamenn báðu einnig sérfræðing í þjálfun lögregluþjóna að horfa á myndbandið. Sá sagði það ekki hafa verið nauðsynlegt að skjóta Breinholt til bana. PBS segir Breinholt hafa átt í vandræðum með fíkn frá því hann var táningur og hafi komist í kast við lögin á undanförnum árum. Haft er eftir móður hans að hún hafi rætt við hann daginn sem hann dó og þau hafi rætt um það að hann ætlaði að leita sér hjálpar væri að reyna að komast á meðferðarheimili. Breinholt hafði mætt ölvaður á vinnustað kærustu sinnar og samstarfsmaður hennar hafði hringt á lögregluna. Lögregluþjónum var svo sagt að Breinholt hefði sagst hafa takið mikið pillum og áður en hann var handtekinn, sagði kærasta hans við lögregluþjóna að hann virtist í sjálfsmorðshugleiðingum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira