Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júlí 2021 16:08 Ásgeir Guðmundsson, einn eigenda Röntgen. Vísir/Arnar Halldórsson Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon, segir að það hafi verið brjálað að gera í miðbæ Reykjavíkur undanfarið, allt frá afléttingu samkomutakmarkana fyrr í sumar og var gærkvöldið engin undantekning. Einhverjir hafi ætlað að nýta mögulega síðasta kvöldið fyrir aðgerðir. Ríkisstjórnin hefur boðað til fundar klukkan 16 í dag og má vænta þess að ráðherrar kynni nýjar sóttvarnatakmarkanir að fundi loknum. „Það er búið að vera brjálað að gera. Ég er að sjá sömu sölutölur og árið 2017. Það hefur verið ofboðslega fínt að gera og mjög gaman,“ sagði Jón Bjarni. Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon.stöð2 Ekki eins og venjulegur fimmtudagur Ásthildur Bára Jensdóttir, rekstrarstjóri Bankastræti Club segir að það hafi verið meira að gera í gær heldur en aðra fimmtudaga. „Við bjuggumst við litlu en það varð meira en við bjuggumst við. Þetta var ekki eins og venjulegur fimmtudagur í gær.“ Segir lögregluna nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen Bar, segir að það hafi verið mikið að gera í miðbænum upp á síðkastið. „Ég vill kannski gefa lítið fyrir það að miðbærinn hafi verið eins og stríðsástand síðustu daga. Þetta er bara gamla góða Reykjavíkur djammið. Lögreglan hefur gefið það út opinberlega að hún vilji stytta opnunartímann og hún beitir dagbókarfærslum til þess.“ Aðspurður hvað hann eigi við með því segir hann að staða mála sé stórlega ýkt í dagbókarfærslum lögreglunnar um helgar. Sjálfur hafi Ásgeir ekki orðið vitni af slíku ástandi né miklum slagsmálum. „Stjórnendur hafa lýst því opinberlega að þeir vilji nýta ástandið til þess að stytta opnunartíma og benda á reynslu af Covid19 tíma þar sem fólk mátti ekki koma saman. Mitt mat er að lögreglan sé að nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn.“ Rökvilla „Auðvitað var brjálað að gera í lok júní þegar allir voru komnir út og fengu loksins að fagna breyttu ástandi en þessar ofsafengnu lýsingar að stríðsástand hafi verið í miðbænum. Þær eru bara ekki sannar. Þetta er rökvilla. Eins og bóndi sem hleypir kvígum sínum út að vori og skýtur þær jafnóðum í túninu heim vegna þess að þær eru óstýrlátar fyrst um sinn.“ Jón Bjarni segist ekki verða var við mikil ólæti í borginni um helgar. Dillon sé vissulega staðsettur ofarlega á Laugavegi og lokar hann klukkan þrjú á nóttunni. „Það er aldrei neitt vesen hjá mér. Meðalaldurinn er hár meðal gesta og það eru kannski frekar læti eftir klukkan þrjú, ég veit það ekki. En á mínum stöðum hef ég ekki orðið var við neitt vesen. Ekki þetta stríðsástand að minnsta kosti.“ „Sultuslakur“ Þá segist hann pollrólegur yfir mögulegum aðgerðum. Þó óþægilegt sé að bíða eftir fréttum. „Ég er með risa tónleika í garðinum hjá Dillon á morgun. Dimma er að spila, Sprite Zero Klan og fleiri. Og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að auglýsa? Á ég að ferja hátalara í garðinn? Það er óþægilegt að bíða og þá sérstaklega á föstudegi klukkan þrjú. En ég er öllu vanur. Ég er sultuslakur,“ segir Jón Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon, segir að það hafi verið brjálað að gera í miðbæ Reykjavíkur undanfarið, allt frá afléttingu samkomutakmarkana fyrr í sumar og var gærkvöldið engin undantekning. Einhverjir hafi ætlað að nýta mögulega síðasta kvöldið fyrir aðgerðir. Ríkisstjórnin hefur boðað til fundar klukkan 16 í dag og má vænta þess að ráðherrar kynni nýjar sóttvarnatakmarkanir að fundi loknum. „Það er búið að vera brjálað að gera. Ég er að sjá sömu sölutölur og árið 2017. Það hefur verið ofboðslega fínt að gera og mjög gaman,“ sagði Jón Bjarni. Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon.stöð2 Ekki eins og venjulegur fimmtudagur Ásthildur Bára Jensdóttir, rekstrarstjóri Bankastræti Club segir að það hafi verið meira að gera í gær heldur en aðra fimmtudaga. „Við bjuggumst við litlu en það varð meira en við bjuggumst við. Þetta var ekki eins og venjulegur fimmtudagur í gær.“ Segir lögregluna nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen Bar, segir að það hafi verið mikið að gera í miðbænum upp á síðkastið. „Ég vill kannski gefa lítið fyrir það að miðbærinn hafi verið eins og stríðsástand síðustu daga. Þetta er bara gamla góða Reykjavíkur djammið. Lögreglan hefur gefið það út opinberlega að hún vilji stytta opnunartímann og hún beitir dagbókarfærslum til þess.“ Aðspurður hvað hann eigi við með því segir hann að staða mála sé stórlega ýkt í dagbókarfærslum lögreglunnar um helgar. Sjálfur hafi Ásgeir ekki orðið vitni af slíku ástandi né miklum slagsmálum. „Stjórnendur hafa lýst því opinberlega að þeir vilji nýta ástandið til þess að stytta opnunartíma og benda á reynslu af Covid19 tíma þar sem fólk mátti ekki koma saman. Mitt mat er að lögreglan sé að nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn.“ Rökvilla „Auðvitað var brjálað að gera í lok júní þegar allir voru komnir út og fengu loksins að fagna breyttu ástandi en þessar ofsafengnu lýsingar að stríðsástand hafi verið í miðbænum. Þær eru bara ekki sannar. Þetta er rökvilla. Eins og bóndi sem hleypir kvígum sínum út að vori og skýtur þær jafnóðum í túninu heim vegna þess að þær eru óstýrlátar fyrst um sinn.“ Jón Bjarni segist ekki verða var við mikil ólæti í borginni um helgar. Dillon sé vissulega staðsettur ofarlega á Laugavegi og lokar hann klukkan þrjú á nóttunni. „Það er aldrei neitt vesen hjá mér. Meðalaldurinn er hár meðal gesta og það eru kannski frekar læti eftir klukkan þrjú, ég veit það ekki. En á mínum stöðum hef ég ekki orðið var við neitt vesen. Ekki þetta stríðsástand að minnsta kosti.“ „Sultuslakur“ Þá segist hann pollrólegur yfir mögulegum aðgerðum. Þó óþægilegt sé að bíða eftir fréttum. „Ég er með risa tónleika í garðinum hjá Dillon á morgun. Dimma er að spila, Sprite Zero Klan og fleiri. Og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að auglýsa? Á ég að ferja hátalara í garðinn? Það er óþægilegt að bíða og þá sérstaklega á föstudegi klukkan þrjú. En ég er öllu vanur. Ég er sultuslakur,“ segir Jón Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20
Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11