Svíþjóð í 8-liða úrslit og önnur markasúpa hjá Sambíu Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 11:00 Þær sænsku tryggðu farseðilinn í 8-liða úrslit eftir sterkan endurkomusigur. Francois Nel/Getty Images Þremur leikjum er lokið í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í dag. Svíþjóð fylgdi sigri sínum á Bandaríkjunum eftir með því að vinna Ástralíu og átta mörk voru skoruð í leik Sambíu gegn Kína. Þrír riðlar eru á mótinu þar sem tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk tveggja sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Fyrsti leikur dagsins var milli Síle og Kanada í E-riðli. Þar skoraði Janine Beckie tvö mörk fyrir þær kanadísku í 2-1 sigri en Karen Araya minnkaði muninn fyrir Síle úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Kanada er eftir sigurinn á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Japan í fyrsta leik. Síle er hins vegar án stiga eftir tap fyrir liði Bretlands. Bretland og Japan mætast í leik sem hófst klukkan 10:30. Fyrst til að skora þrennu tvo leiki í röð Í F-riðli áttust við Kína og Sambía. Bæði lið höfðu hlotið afhroð í fyrsta leik; Kína 5-0 fyrir Brasilíu og Sambía 10-3 fyrir Hollandi. Þær kínversku byrjuðu betur þar sem Shuang Wang var komin með þrennu eftir aðeins 23 mínútna leik, en Racheal Kundananji hafði jafnað 1-1 á 15. mínútu áður en tvö mörk Wang komu Kína 3-1 yfir. 21-year-old Barbra Banda has scored back-to-back hat-tricks in Zambia's first-ever matches at the Olympic Games No other women's player has EVER scored two hat-tricks at one Olympics pic.twitter.com/MVv4gdkq5T— Goal (@goal) July 24, 2021 Barbra Banda, sem skoraði þrennu í tapi Sambíu fyrir Hollandi, minnkaði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og bætti við mörkum á 46. og 69. mínútu til að koma Sambíu yfir. Shuang Wang var þó ekki hætt og skoraði fjórða sitt fyrir Kína á 83. mínútu. Þar við sat og 4-4 úrslit leiksins. Banda varð fyrsti leikmaður í sögu Ólympíuleikanna til að skora þrennu tvo leiki í röð en alls hefur 21 mark verið skorað í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á mótinu. Stórleikur Hollands og Brasilíu í riðlinum hefst klukkan 11:00. Þær sænsku komu til baka Í G-riðli mættust Svíþjóð og Ástralía sem bæði höfðu fagnað sigri í fyrsta leik sínum. Svíþjóð vann gríðarsterkan 3-0 sigur á heimsmeisturum Bandaríkjanna á meðan Ástralía vann 2-1 í grannaslag gegn Nýja-Sjálandi. Fridolina Rolfö, sem er nýgengin í raðir Spánarmeistara Barcelona, kom Svíum yfir á 20. mínútu leiksins. Stórstjarnan Sam Kerr, sem skoraði 21 mark í 22 leikjum fyrir Englandsmeistara Chelsea á nýliðinni leiktíð, jafnaði hins vegar á 36. mínútu áður en hún kom Ástralíu yfir á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Klara för kvartsfinal 4-2 | #SWEAUS | #Tokyo2020 pic.twitter.com/3Y69vjnI1B— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) July 24, 2021 Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Lina Hurtig, leikmaður Juventus, fyrir Svía og Rolfö kom Svíum í forystu í annað sinn í leiknum á 63. mínútu. Markamaskínan Stina Blackstenius, sem er markahæst í sænsku úrvalsdeildinni, innsiglaði þá 4-2 sigur Svíþjóðar á 81. mínútu. 4-2 sigur þeirra sænsku þýðir að þær hafa tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins. Klukkan 11:30 hefst leikur Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands í sama riðli. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Þrír riðlar eru á mótinu þar sem tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk tveggja sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Fyrsti leikur dagsins var milli Síle og Kanada í E-riðli. Þar skoraði Janine Beckie tvö mörk fyrir þær kanadísku í 2-1 sigri en Karen Araya minnkaði muninn fyrir Síle úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Kanada er eftir sigurinn á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Japan í fyrsta leik. Síle er hins vegar án stiga eftir tap fyrir liði Bretlands. Bretland og Japan mætast í leik sem hófst klukkan 10:30. Fyrst til að skora þrennu tvo leiki í röð Í F-riðli áttust við Kína og Sambía. Bæði lið höfðu hlotið afhroð í fyrsta leik; Kína 5-0 fyrir Brasilíu og Sambía 10-3 fyrir Hollandi. Þær kínversku byrjuðu betur þar sem Shuang Wang var komin með þrennu eftir aðeins 23 mínútna leik, en Racheal Kundananji hafði jafnað 1-1 á 15. mínútu áður en tvö mörk Wang komu Kína 3-1 yfir. 21-year-old Barbra Banda has scored back-to-back hat-tricks in Zambia's first-ever matches at the Olympic Games No other women's player has EVER scored two hat-tricks at one Olympics pic.twitter.com/MVv4gdkq5T— Goal (@goal) July 24, 2021 Barbra Banda, sem skoraði þrennu í tapi Sambíu fyrir Hollandi, minnkaði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og bætti við mörkum á 46. og 69. mínútu til að koma Sambíu yfir. Shuang Wang var þó ekki hætt og skoraði fjórða sitt fyrir Kína á 83. mínútu. Þar við sat og 4-4 úrslit leiksins. Banda varð fyrsti leikmaður í sögu Ólympíuleikanna til að skora þrennu tvo leiki í röð en alls hefur 21 mark verið skorað í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á mótinu. Stórleikur Hollands og Brasilíu í riðlinum hefst klukkan 11:00. Þær sænsku komu til baka Í G-riðli mættust Svíþjóð og Ástralía sem bæði höfðu fagnað sigri í fyrsta leik sínum. Svíþjóð vann gríðarsterkan 3-0 sigur á heimsmeisturum Bandaríkjanna á meðan Ástralía vann 2-1 í grannaslag gegn Nýja-Sjálandi. Fridolina Rolfö, sem er nýgengin í raðir Spánarmeistara Barcelona, kom Svíum yfir á 20. mínútu leiksins. Stórstjarnan Sam Kerr, sem skoraði 21 mark í 22 leikjum fyrir Englandsmeistara Chelsea á nýliðinni leiktíð, jafnaði hins vegar á 36. mínútu áður en hún kom Ástralíu yfir á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Klara för kvartsfinal 4-2 | #SWEAUS | #Tokyo2020 pic.twitter.com/3Y69vjnI1B— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) July 24, 2021 Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Lina Hurtig, leikmaður Juventus, fyrir Svía og Rolfö kom Svíum í forystu í annað sinn í leiknum á 63. mínútu. Markamaskínan Stina Blackstenius, sem er markahæst í sænsku úrvalsdeildinni, innsiglaði þá 4-2 sigur Svíþjóðar á 81. mínútu. 4-2 sigur þeirra sænsku þýðir að þær hafa tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins. Klukkan 11:30 hefst leikur Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands í sama riðli.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti