Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 13:30 Betsy Hassett í baráttunni við Megan Rapinoe í leik dagsins. Francois Nel/Getty Images Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. Í E-riðli keppninnar áttust við Bretland og heimakonur frá Japan. Bretland gat þar tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa lagt Kanada að velli í fyrsta leik. Bretar voru sterkari aðilinn í leiknum en gekk bölvanlega að hitta markið. Af tíu marktilraunum liðsins hitti aðeins ein rammann, en sú hafnaði líka í netinu. Reynslumikli framherjinn Ellen White skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu og tryggðu Bretlandi 1-0 sigur. Bretland er á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki og komið áfram. Kanada er með fjögur stig eftir sigur sinn á Síle í morgun, Japan er með eitt stig og þarf sigur gegn stigalausu liði Síle í lokaleik sínum til að eygja möguleika á sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Enn ein markaveislan í F-riðli Stórleikur dagsins var í F-riðli þar sem Holland og Brasilía áttust við í hörkuleik. Bæði höfðu unnið stórsigra í fyrsta leik; Holland 10-3 gegn Sambíu og Brasilía 5-0 gegn Kína. Toppsæti riðilsins var undir í dag og þær hollensku byrjuðu betur er markamaskínan Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, kom þeim yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Debinha jafnaði hins vegar fyrir Brasilíu tæpum stundarfjórðungi síðar og 1-1 stóð í hléi. Miedema skoraði annað mark sitt er hún kom Hollandi í forystu öðru sinni á 59. mínútu en goðsögnin Marta jafnaði af vítapunktinum fyrir Brasilíu fimm mínútum síðar. Aðeins fjórum mínútum eftir það, á 68. mínútu, skoraði Ludmila da Silva þriðja mark Brasilíu til að koma þeim í forystu í fyrsta sinn í leiknum. Dominique Bloodworth jafnaði aftur á móti fyrir Holland rúmum tíu mínútum fyrir leikslok með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og 3-3 jafntefli niðurstaðan leiksins. Brasilía og Holland eru þá bæði með fjögur stig í efstu sætum riðilsins en þær hollensku eru ofar vegna markatölu. Sambía og Kína eru þar fyrir neðan með eitt stig hvort eftir 4-4 jafntefli liðanna í morgun. Olympics Group F: Brazil 5-0 China Netherlands 10-3 Zambia China 4-4 Zambia Netherlands 3-3 Brazil32 goals in four games pic.twitter.com/7CYRX3zzo1— B/R Football (@brfootball) July 24, 2021 Hassett á skotskónum í stórtapi Heimsmeistarar Bandaríkjanna mættu þá liði Nýja-Sjálands en bandaríska liðið hafði óvænt tapað 3-0 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik, sem var fyrsti tapleikur þeirra frá árinu 2018. Nýja-Sjáland var einnig án stiga eftir tap fyrir Ástralíu í fyrsta leik. Þær bandarísku áttu í litum vandræðum í dag og unnu 6-1 sigur. Rose Lavelle og Lindsey Horan skoruðu sitt markið hvor í fyrri hálfleik. Sjálfsmark Abby Erceg breytti stöðunni í 3-0 á 63. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður KR, fyrir Nýja-Sjáland. Betsy Hassett skoraði eina mark Nýja-Sjálands gegn heimsmeisturunum.Getty/Adam Pretty Christen Press, sem yfirgaf nýlega Manchester United, skoraði fjórða mark Bandaríkjanna á 80. mínútu og Alex Morgan skoraði sitt 111. landsliðsmark er hún innsiglaði kom heimsmeisturunum 5-1 yfir sjö mínútum síðar og þá varð Catherine Bott fyrir því óláni að skora annað sjálfsmark nýsjálenska liðsins í leiknum í uppbótartíma. Bandaríkin eru eftir sigurinn með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, með betri markatölu en Ástralía, sem er einnig með þrjú stig eftir sigur á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik. Svíþjóð er komið áfram, með sex stig á toppnum, eftir 4-2 sigur á þeim áströlsku fyrr í dag. Nýja-Sjáland er án stiga. Bandaríkin og Ástralía leika því úrslitaleik í síðustu umferð riðilsins á þriðjudagsmorgun. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Í E-riðli keppninnar áttust við Bretland og heimakonur frá Japan. Bretland gat þar tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa lagt Kanada að velli í fyrsta leik. Bretar voru sterkari aðilinn í leiknum en gekk bölvanlega að hitta markið. Af tíu marktilraunum liðsins hitti aðeins ein rammann, en sú hafnaði líka í netinu. Reynslumikli framherjinn Ellen White skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu og tryggðu Bretlandi 1-0 sigur. Bretland er á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki og komið áfram. Kanada er með fjögur stig eftir sigur sinn á Síle í morgun, Japan er með eitt stig og þarf sigur gegn stigalausu liði Síle í lokaleik sínum til að eygja möguleika á sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Enn ein markaveislan í F-riðli Stórleikur dagsins var í F-riðli þar sem Holland og Brasilía áttust við í hörkuleik. Bæði höfðu unnið stórsigra í fyrsta leik; Holland 10-3 gegn Sambíu og Brasilía 5-0 gegn Kína. Toppsæti riðilsins var undir í dag og þær hollensku byrjuðu betur er markamaskínan Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, kom þeim yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Debinha jafnaði hins vegar fyrir Brasilíu tæpum stundarfjórðungi síðar og 1-1 stóð í hléi. Miedema skoraði annað mark sitt er hún kom Hollandi í forystu öðru sinni á 59. mínútu en goðsögnin Marta jafnaði af vítapunktinum fyrir Brasilíu fimm mínútum síðar. Aðeins fjórum mínútum eftir það, á 68. mínútu, skoraði Ludmila da Silva þriðja mark Brasilíu til að koma þeim í forystu í fyrsta sinn í leiknum. Dominique Bloodworth jafnaði aftur á móti fyrir Holland rúmum tíu mínútum fyrir leikslok með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og 3-3 jafntefli niðurstaðan leiksins. Brasilía og Holland eru þá bæði með fjögur stig í efstu sætum riðilsins en þær hollensku eru ofar vegna markatölu. Sambía og Kína eru þar fyrir neðan með eitt stig hvort eftir 4-4 jafntefli liðanna í morgun. Olympics Group F: Brazil 5-0 China Netherlands 10-3 Zambia China 4-4 Zambia Netherlands 3-3 Brazil32 goals in four games pic.twitter.com/7CYRX3zzo1— B/R Football (@brfootball) July 24, 2021 Hassett á skotskónum í stórtapi Heimsmeistarar Bandaríkjanna mættu þá liði Nýja-Sjálands en bandaríska liðið hafði óvænt tapað 3-0 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik, sem var fyrsti tapleikur þeirra frá árinu 2018. Nýja-Sjáland var einnig án stiga eftir tap fyrir Ástralíu í fyrsta leik. Þær bandarísku áttu í litum vandræðum í dag og unnu 6-1 sigur. Rose Lavelle og Lindsey Horan skoruðu sitt markið hvor í fyrri hálfleik. Sjálfsmark Abby Erceg breytti stöðunni í 3-0 á 63. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður KR, fyrir Nýja-Sjáland. Betsy Hassett skoraði eina mark Nýja-Sjálands gegn heimsmeisturunum.Getty/Adam Pretty Christen Press, sem yfirgaf nýlega Manchester United, skoraði fjórða mark Bandaríkjanna á 80. mínútu og Alex Morgan skoraði sitt 111. landsliðsmark er hún innsiglaði kom heimsmeisturunum 5-1 yfir sjö mínútum síðar og þá varð Catherine Bott fyrir því óláni að skora annað sjálfsmark nýsjálenska liðsins í leiknum í uppbótartíma. Bandaríkin eru eftir sigurinn með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, með betri markatölu en Ástralía, sem er einnig með þrjú stig eftir sigur á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik. Svíþjóð er komið áfram, með sex stig á toppnum, eftir 4-2 sigur á þeim áströlsku fyrr í dag. Nýja-Sjáland er án stiga. Bandaríkin og Ástralía leika því úrslitaleik í síðustu umferð riðilsins á þriðjudagsmorgun.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira