Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2021 18:31 Ríkisstjórnin hefði aðeins þrjátíu þingmenn á bakvið sig yrðu úrslit alþingiskosninga hinn 25. september í takti við nýja könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. alþingi Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. Það gekk brösulega að mynda ríkisstjórn bæði eftir þingkosningarnar 2016 og 2017 sem að lokum leiddi til núverandi stjórnarsamstarfs sem mörgum þótt fyrirfram að væri ólíklegt. Það gæti líka reynst snúið að mynda ríkistjórn eftir kosningarnar í lok september. En samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna er ríkisstjórnin fallin og Flokkur fólksins næði ekki manni á þing. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn dalar um rétt tæp þrjú prósentustig milli kannana Maskínu nú og í júní og fengi 20,9 prósenta fylgi. Vinstri græn, Samfylking og Píratar bæta örlítið við sig en Viðreisn stendur í stað. Framsóknarflokkurinn missir örlítið fylgi milli kannana en Sósóalistaflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 6,3 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á svipuðum slóðum og áður og Flokkur fólksins töluvert undir fimm prósenta lágmarkinu til að fá kjördæmakjörinn þingmann með 4,2 prósent. Nokkuð flakk var á þingmönnum milli þingflokka á kjörtímabilinu. Vinstri græn misstu tvo, það fjölgaði um einn í Samfylkingunni, einn í Pírötum, tvo í Miðflokknum og Flokkur fólksins missti tvo þingmenn. Fréttastofan fékk sérfræðing í íslenska kosningakerfinu til að reikna út þingmannatölu flokkanna ef kosningaúrslit yrðu í takti við könnun Maskínu, en tekið skal fram að of fáir þátttakendur voru í könnuninni til að niðurstaðan geti talist nákvæm vísindi. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram fjölmennastur á þingi með fjórtán þingmenn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar fengju níu þingmenn hver um sig, Viðreisn átta, Framsókn sjö, Sósíalitaflokkurinn fjóra, Miðflokkurinn þrjá og Flokkur fólksins engan. Þar með væri meirihluti stjórnarflokkanna fallinn með samanlagt þrjátíu þingmenn en þrjátíu og þrjá þarf í lágmarks meirihluta á Alþingi. Ragnar Visage Nokkur stjórnarmynstur væru möguleg. Ragnar Visage Ef Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana tryggði það 38 þingmanna meirihluta. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefðu 35 þingmenn. Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkur og Viðreisn næðu lágarksmeirihluta með 33. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Samfylking eða Píratar hefðu 39 þingmenn, en það verða að teljast ólíkleg stjórnarmynstur. Og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Viðreisn og Miðflokkur hefðu 34 þingmenn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Það gekk brösulega að mynda ríkisstjórn bæði eftir þingkosningarnar 2016 og 2017 sem að lokum leiddi til núverandi stjórnarsamstarfs sem mörgum þótt fyrirfram að væri ólíklegt. Það gæti líka reynst snúið að mynda ríkistjórn eftir kosningarnar í lok september. En samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna er ríkisstjórnin fallin og Flokkur fólksins næði ekki manni á þing. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn dalar um rétt tæp þrjú prósentustig milli kannana Maskínu nú og í júní og fengi 20,9 prósenta fylgi. Vinstri græn, Samfylking og Píratar bæta örlítið við sig en Viðreisn stendur í stað. Framsóknarflokkurinn missir örlítið fylgi milli kannana en Sósóalistaflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 6,3 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á svipuðum slóðum og áður og Flokkur fólksins töluvert undir fimm prósenta lágmarkinu til að fá kjördæmakjörinn þingmann með 4,2 prósent. Nokkuð flakk var á þingmönnum milli þingflokka á kjörtímabilinu. Vinstri græn misstu tvo, það fjölgaði um einn í Samfylkingunni, einn í Pírötum, tvo í Miðflokknum og Flokkur fólksins missti tvo þingmenn. Fréttastofan fékk sérfræðing í íslenska kosningakerfinu til að reikna út þingmannatölu flokkanna ef kosningaúrslit yrðu í takti við könnun Maskínu, en tekið skal fram að of fáir þátttakendur voru í könnuninni til að niðurstaðan geti talist nákvæm vísindi. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram fjölmennastur á þingi með fjórtán þingmenn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar fengju níu þingmenn hver um sig, Viðreisn átta, Framsókn sjö, Sósíalitaflokkurinn fjóra, Miðflokkurinn þrjá og Flokkur fólksins engan. Þar með væri meirihluti stjórnarflokkanna fallinn með samanlagt þrjátíu þingmenn en þrjátíu og þrjá þarf í lágmarks meirihluta á Alþingi. Ragnar Visage Nokkur stjórnarmynstur væru möguleg. Ragnar Visage Ef Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana tryggði það 38 þingmanna meirihluta. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefðu 35 þingmenn. Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkur og Viðreisn næðu lágarksmeirihluta með 33. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Samfylking eða Píratar hefðu 39 þingmenn, en það verða að teljast ólíkleg stjórnarmynstur. Og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Viðreisn og Miðflokkur hefðu 34 þingmenn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira