Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 17:36 Rebekka Ósk Sváfnisdóttir var í 53 sólarhringa á blæðingum en þær hófust daginn eftir að hún fór í seinni bólusetningu. Vísir/Getty Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. Á þeim tíu dögum sem liðið hafa frá því að Rebekka stofnaði hópinn, Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19, sem er lokaður og aðeins ætlaður konum sem fundið hafa fyrir svona aukaverkunum, hafa 690 bæst í hópinn. Þá á Rebekka enn eftir að samþykkja 70 konur sem óskað hafa eftir því að vera bætt í hópinn. Rebekka tilkynnti sjálf eigin aukaverkanir um miðjan mánuð til Lyfjastofnunar og hafa nú alls 270 tilkynningar borist Lyfjastofnun um röskun á tíðarhring í kjölfar bólusetningar, sem Fréttablaðið greindi frá í dag. „Ég hvatti til þess inni í hópnum að allar konur myndu gera það sama. Svo ákváðum við að tilkynna til Landlæknis líka. Ég beið með það í nokkra daga og ákvað að stofna undirskriftalista til að senda með og fá sögur kvenna, hvað er það helsta sem er að gerast hjá þeim,“ sagði Rebekka í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Undirskriftalistann sendi hún til Landlæknis í gærkvöldi, með fjölda reynslusaga kvenna sem fundið hafa fyrir þessum aukaverkunum. Ein ólétt sem hefur verið á blæðingum í þrjá mánuði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við mbl.is í morgun að áhugi sé fyrir því á Norðurlöndunum að skoða þessar aukaverkanir betur. Embættið sé meðvitað um þessar aukaverkanir en gat hún ekki svarað því hvort breytingar á tíðarhring í kjölfar bólusetningar gætu haft áhrif til lengri tíma. „Það er akkúrat það sem við vorum að óska eftir að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka. Reynsla kvennanna í Facebook-hópnum af aukaverkununum er mjög misjöfn. Sumar konur lýsa því að hafa verið á blæðingum svo mánuðum skiptir. Aðrar hafa ekki farið á blæðingar í fimm mánuði og dæmi eru um það að konur sem eru að ganga í gegn um breytingaskeiðið hafi fengið tíðir á ný. „Flestar hafa verki í móðurlífi, brjóstaspennu og þreytu og almenn óléttu-einkenni. Flestar eru að glíma við það,“ segir Rebekka. „Það er ólétt kona í hópnum sem fór í bólusetningu og hefur blætt í þrjá mánuði. Hún er undir læknishöndum þannig að við óskum henni góðs gengis bara. Það eru konur sem hafa misst brjóstamjólk, aðrar sem tala um óeðlileg útbrot og ofsakláða, merjast auðveldlega,“ segir Rebekka. Hún kallar eftir því að þessar aukaverkanir verði rannsakaðar í ljósi þess að svo margar konur hafi fundið fyrir breytingum á tíðarhring í kjölfar bólusetningar. „Þótt þetta séu ekki allar alveg eins sögur þá eiga þær allar við okkar æxlunarfæri. Það ber að rannsaka að mínu mati.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Rebekku í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Á þeim tíu dögum sem liðið hafa frá því að Rebekka stofnaði hópinn, Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19, sem er lokaður og aðeins ætlaður konum sem fundið hafa fyrir svona aukaverkunum, hafa 690 bæst í hópinn. Þá á Rebekka enn eftir að samþykkja 70 konur sem óskað hafa eftir því að vera bætt í hópinn. Rebekka tilkynnti sjálf eigin aukaverkanir um miðjan mánuð til Lyfjastofnunar og hafa nú alls 270 tilkynningar borist Lyfjastofnun um röskun á tíðarhring í kjölfar bólusetningar, sem Fréttablaðið greindi frá í dag. „Ég hvatti til þess inni í hópnum að allar konur myndu gera það sama. Svo ákváðum við að tilkynna til Landlæknis líka. Ég beið með það í nokkra daga og ákvað að stofna undirskriftalista til að senda með og fá sögur kvenna, hvað er það helsta sem er að gerast hjá þeim,“ sagði Rebekka í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Undirskriftalistann sendi hún til Landlæknis í gærkvöldi, með fjölda reynslusaga kvenna sem fundið hafa fyrir þessum aukaverkunum. Ein ólétt sem hefur verið á blæðingum í þrjá mánuði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við mbl.is í morgun að áhugi sé fyrir því á Norðurlöndunum að skoða þessar aukaverkanir betur. Embættið sé meðvitað um þessar aukaverkanir en gat hún ekki svarað því hvort breytingar á tíðarhring í kjölfar bólusetningar gætu haft áhrif til lengri tíma. „Það er akkúrat það sem við vorum að óska eftir að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka. Reynsla kvennanna í Facebook-hópnum af aukaverkununum er mjög misjöfn. Sumar konur lýsa því að hafa verið á blæðingum svo mánuðum skiptir. Aðrar hafa ekki farið á blæðingar í fimm mánuði og dæmi eru um það að konur sem eru að ganga í gegn um breytingaskeiðið hafi fengið tíðir á ný. „Flestar hafa verki í móðurlífi, brjóstaspennu og þreytu og almenn óléttu-einkenni. Flestar eru að glíma við það,“ segir Rebekka. „Það er ólétt kona í hópnum sem fór í bólusetningu og hefur blætt í þrjá mánuði. Hún er undir læknishöndum þannig að við óskum henni góðs gengis bara. Það eru konur sem hafa misst brjóstamjólk, aðrar sem tala um óeðlileg útbrot og ofsakláða, merjast auðveldlega,“ segir Rebekka. Hún kallar eftir því að þessar aukaverkanir verði rannsakaðar í ljósi þess að svo margar konur hafi fundið fyrir breytingum á tíðarhring í kjölfar bólusetningar. „Þótt þetta séu ekki allar alveg eins sögur þá eiga þær allar við okkar æxlunarfæri. Það ber að rannsaka að mínu mati.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Rebekku í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31
Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37