Ætla að rannsaka áhrif Covid-19 bóluefna á tíðahring kvenna Eiður Þór Árnason skrifar 30. júlí 2021 12:27 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Til stendur að hefja rannsókn á áhrifum bóluefna gegn Covid-19 á tíðahring kvenna hér á landi. Rannsóknin verður unnin undir forystu Lyfjastofnunar og í samvinnu við landlækni og sóttvarnalækni. Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller landlæknis við erindi Rebekku Ósk Sváfnisdóttur. Rebekka hefur vakið máls á mögulegum áhrifum bóluefnanna á tíðahringinn og er stofnandi fjölmenns Facebook-hóps fyrir konur sem hafa fundið fyrir slíkum einkennum. Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningar og hefur kallað eftir því að slík tilfelli verði rannsökuð. Minnst 270 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um mögulega röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar. Á miðvikudag afhenti Rebekka landlæknisembættinu undirskriftalista með fjölda reynslusaga frá konum sem telja sig hafa fundið fyrir slíkum aukaverkunum. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninga gegn Covid-19 og breytinga á tíðablæðingum. Vonar að málinu verði fylgt eftir Rebekka fékk svar frá Ölmu Möller landlækni í morgun og birti það í umræddum Facebook-hópi sem ber nafnið Tíðahringur bólusettra kvenna gegn Covid-19. „Þetta er fagnaðarefni því þetta er í raun og veru allt sem við vildum, að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka í samtali við Vísi. Hún segist vera virkilega sátt með niðurstöðuna og vona að henni verði fylgt eftir. „Ég vona að verðum ekki bara látnar bíða og ekkert verði gert. Þetta er allavega fyrsta skrefið.“ Vilja leita skýringa Fram kemur í svari Ölmu að hún hafi rætt málið við Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í vikunni og þær sammælst um að ráðist yrði í rannsóknina. „Við erum sammála um að fá 3-4 óháða sérfræðinga, m.a. á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga-, og blóðstorkufræða til að gera þessa rannsókn og þegar er byrjað á því að setja saman þann hóp. Markmið rannsóknarinnar er að leita skýringa til að geta svarað spurningum ykkar og gefið ráð,“ segir í svari landlæknis til Rebekku. Alma segist ekki geta sagt til um það hvað rannsóknin mun taka langan tíma en reiknar með að hún taki að lágmarki einhverjar vikur. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu þessarar fréttar. Ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, sagði í júní að ekki þurfi að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum. Þá sagði hann að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum. Þetta hafi þó verið kannað víða erlendis. Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Tengdar fréttir Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller landlæknis við erindi Rebekku Ósk Sváfnisdóttur. Rebekka hefur vakið máls á mögulegum áhrifum bóluefnanna á tíðahringinn og er stofnandi fjölmenns Facebook-hóps fyrir konur sem hafa fundið fyrir slíkum einkennum. Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningar og hefur kallað eftir því að slík tilfelli verði rannsökuð. Minnst 270 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um mögulega röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar. Á miðvikudag afhenti Rebekka landlæknisembættinu undirskriftalista með fjölda reynslusaga frá konum sem telja sig hafa fundið fyrir slíkum aukaverkunum. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninga gegn Covid-19 og breytinga á tíðablæðingum. Vonar að málinu verði fylgt eftir Rebekka fékk svar frá Ölmu Möller landlækni í morgun og birti það í umræddum Facebook-hópi sem ber nafnið Tíðahringur bólusettra kvenna gegn Covid-19. „Þetta er fagnaðarefni því þetta er í raun og veru allt sem við vildum, að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka í samtali við Vísi. Hún segist vera virkilega sátt með niðurstöðuna og vona að henni verði fylgt eftir. „Ég vona að verðum ekki bara látnar bíða og ekkert verði gert. Þetta er allavega fyrsta skrefið.“ Vilja leita skýringa Fram kemur í svari Ölmu að hún hafi rætt málið við Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í vikunni og þær sammælst um að ráðist yrði í rannsóknina. „Við erum sammála um að fá 3-4 óháða sérfræðinga, m.a. á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga-, og blóðstorkufræða til að gera þessa rannsókn og þegar er byrjað á því að setja saman þann hóp. Markmið rannsóknarinnar er að leita skýringa til að geta svarað spurningum ykkar og gefið ráð,“ segir í svari landlæknis til Rebekku. Alma segist ekki geta sagt til um það hvað rannsóknin mun taka langan tíma en reiknar með að hún taki að lágmarki einhverjar vikur. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu þessarar fréttar. Ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, sagði í júní að ekki þurfi að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum. Þá sagði hann að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum. Þetta hafi þó verið kannað víða erlendis.
Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Tengdar fréttir Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36
Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31