22 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir, 3 hálfbólusettir en hinir 51 fullbólusettir.
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Einn greindist við landamærin í gær.
Alls eru nú 1.226 í einangrun, 2.177 í sóttkví og 1.026 í skimunarsóttkví.
79 manns losnuðu úr einangrun á síðasta sólarhring.
154 greindust á föstudag
Það greindust heldur færri í gær en greindust á föstudaginn þegar metfjöldi smitaðra greindist hér innanlands. Samkvæmt tölum sem birtust í gær greindust 145 smitaðir eftir sýnatökur á föstudaginn en síðan hafa nokkrir bæst við og liggur nú fyrir að 154 hafi greinst þann daginn.
Fjölgar um tvo á spítala
Tveir virðast hafa verið lagðir inn á spítala með Covid-19 en þeir eru nú 12 sem liggja inni á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.
Fréttin hefur verið uppfærð.