Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi Elma Rut Valtýsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 2. ágúst 2021 13:07 Ljóst er að þrjátíu erlendir ferðamenn voru smitaðir um borð í Herjólfi í fyrradag. Vísir/Vilhelm Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna. „Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur, margir hafa komið á undanförnum dögum og í gær fengum við stóran hóp sem hafði áður reynt að fara til Vestmannaeyja,“ segir Gylfi en fólkið var á leið til Eyja þegar einn fór að finna fyrir einkennum. Allir reyndust þá vera smitaðir og sendir til baka í einangrun í farsóttahúsi. Greint var frá því í gær að fimmtán hafi smitast um borð í Herjólfi, en ljóst er að þeir voru tvöfalt fleiri. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs sagði í samtali við Vísi í gær að einn úr hópnum hefði byrjað að finna fyrir einkennum skömmu fyrir ferðina til Vestmannaeyja og hópurinn því ákveðið að fara í sýnatöku. Þau hafi samt sem áður haldið af stað til Eyja áður en niðurstöður höfðu borist. Þegar hópurinn var kominn til Vestmannaeyja fengu fimmtán meðlimir hópsins jákvæða niðurstöðu. Ferðamennirnir héldu sér einangruðum inni í rútu og fóru þeir með Herjólfi aftur til Landeyjarhafnar. Um 250 manns eru nú í einangrun í farsóttahúsunum í Reykjavík og um 160 í sóttkví. Gylfi segist gera ráð fyrir að hægt verði að fækka farsóttahúsum þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi en hún kveður á um að farsóttahús verði framvegis aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. „Þá munum við hugsanlega geta farið að loka húsum hægt og rólega og flytja starfsemina á færri staði sem mun létta mikið undir með okkur vegna þess að við erum að senda starfsfólk út og suður og um allar koppagrundir þannig að það verður mun þægilegra fyrir okkur. Vonandi getum við þá lokað einhverjum húsum,“ segir Gylfi. Aðspurður segir hann verslunarmannahelgina hafa gengið prýðilega, þó mikið hafi verið að gera. „Það hefur svo sem ekki verið neitt froðudiskó hjá okkur en það er búið að ganga mjög vel,“ segir hann. Herjólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur, margir hafa komið á undanförnum dögum og í gær fengum við stóran hóp sem hafði áður reynt að fara til Vestmannaeyja,“ segir Gylfi en fólkið var á leið til Eyja þegar einn fór að finna fyrir einkennum. Allir reyndust þá vera smitaðir og sendir til baka í einangrun í farsóttahúsi. Greint var frá því í gær að fimmtán hafi smitast um borð í Herjólfi, en ljóst er að þeir voru tvöfalt fleiri. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs sagði í samtali við Vísi í gær að einn úr hópnum hefði byrjað að finna fyrir einkennum skömmu fyrir ferðina til Vestmannaeyja og hópurinn því ákveðið að fara í sýnatöku. Þau hafi samt sem áður haldið af stað til Eyja áður en niðurstöður höfðu borist. Þegar hópurinn var kominn til Vestmannaeyja fengu fimmtán meðlimir hópsins jákvæða niðurstöðu. Ferðamennirnir héldu sér einangruðum inni í rútu og fóru þeir með Herjólfi aftur til Landeyjarhafnar. Um 250 manns eru nú í einangrun í farsóttahúsunum í Reykjavík og um 160 í sóttkví. Gylfi segist gera ráð fyrir að hægt verði að fækka farsóttahúsum þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi en hún kveður á um að farsóttahús verði framvegis aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. „Þá munum við hugsanlega geta farið að loka húsum hægt og rólega og flytja starfsemina á færri staði sem mun létta mikið undir með okkur vegna þess að við erum að senda starfsfólk út og suður og um allar koppagrundir þannig að það verður mun þægilegra fyrir okkur. Vonandi getum við þá lokað einhverjum húsum,“ segir Gylfi. Aðspurður segir hann verslunarmannahelgina hafa gengið prýðilega, þó mikið hafi verið að gera. „Það hefur svo sem ekki verið neitt froðudiskó hjá okkur en það er búið að ganga mjög vel,“ segir hann.
Herjólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira