Hitinn í dag er á bilinu 12 til 20 stig og svalast við austurströndina. Útlit er að veðrið verði svipað næstu daga en hiti verður þá yfirleitt á bilinu 10 til 16 stig.Af vef Veðurstofunnar má ætla að veðrið haldist óbreytt fram yfir helgi.
Veður
Víðast væta en kaldast á Austurlandi
Í dag má búast við hægum vindi eða hafgolu og að mestu skýjuðu á landinu öllu. Mestar líkur á sólarglætu eru á norðaustanverðu landinu. Sums staðar má búast við dálítilli vætu, sérstaklega á Vesturlandi en síðdegis munu myndast skúrir víða.