Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2021 11:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur sagði að af þeim 1.470 sem hefðu greinst með Covid-19 síðustu vikur hefðu 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, eða um 1,6 prósent. Í fyrri bylgjum hefði hlutfallið verið 4 til 5 prósent. Hlutfall fullbólusettra af greindum frá 1. júlí væri 70 prósent og aðeins 1 prósent þeirra hefðu þurft að leggjast inn. Hins vegar hefðu 2,4 prósent óbólusettra þurft á innlögn að halda. Ótrúlega hröð útbreiðsla Þórólfur sagði að ráðist hefði verið í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á landamærunum og innanlands vegna fárra innanlandssmita og lítillar áhættu á landamærunum. Þá hefði gengið vel að bólusetja þjóðina en 95 prósent 60 ára og eldri væru nú fullbólusett og 90 prósent 50 til 60 ára. Helst vantaði upp á bólusetningu yngstu aldurshópanna en 10 prósent barna á aldrinum 12 til 15 ára hafa verið bólusett. Það sem hefði hins vegar gerst frá mánaðamótum væri að svokallað delta-afbrigði hefði tekið algjörlega yfir. Komið hefði í ljós að bólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og smitað aðra. Bólusetningin væri því ekki að skapa það hjarðónæmi sem beðið var eftir. Þórólfur sagði að útbreiðslan innanlands hefði verið ótrúlega hröð en uppruna flesta smitanna mætti rekja til nokkurra hópviðburða, svo sem hópsmits á skemmtistað og hópferða til Lundúna og Krítar. Um 100 þúsund Íslendingar enn óbólusettir Sóttvarnalæknir sagði að þrátt fyrir hraða útbreiðslu stæðu vonir til að bólusetningar myndu koma í veg fyrir alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Bólusetningarnar virtust sannarlega vera að draga úr alvarlegum veikindum en óvissa væri uppi um hversu lengi þau virkuðu og hversu vel á aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Verið væri að kanna að bjóða umræddum hópum þriðja skammtinn en öllum sem fengið hefðu bóluefnið frá Janssen yrði boðinn örvunarskammtur frá Pfizer eða Moderna, þar sem smit væru tíðari hjá þeim en öðrum. Þórólfur sagði að enn væru 30 þúsund Íslendingar 16 ára og eldri og 70 þúsund yngri en 16 ára óbólusettir. Ef útbreiðslan yrði mikil gætu því enn margir orðið veikir. Hafa þyrfti í huga það álag sem það myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir sagðist að lokum gera sér grein fyrir því að tíðindin væru ekki góð; nú þegar menn hefðu vonast til að vera á leiðinni út úr Covid. Faraldrinum lyki hins vegar ekki hér fyrr en honum lyki alls staðar í heiminum og menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna. Sagði hann það vera ákvörðun stjórnvalda til hvaða aðgerða yrði gripið og það væri þeirra að taka tillit til annarra hagsmuna en heilbrigðissjónarmiða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur sagði að af þeim 1.470 sem hefðu greinst með Covid-19 síðustu vikur hefðu 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, eða um 1,6 prósent. Í fyrri bylgjum hefði hlutfallið verið 4 til 5 prósent. Hlutfall fullbólusettra af greindum frá 1. júlí væri 70 prósent og aðeins 1 prósent þeirra hefðu þurft að leggjast inn. Hins vegar hefðu 2,4 prósent óbólusettra þurft á innlögn að halda. Ótrúlega hröð útbreiðsla Þórólfur sagði að ráðist hefði verið í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á landamærunum og innanlands vegna fárra innanlandssmita og lítillar áhættu á landamærunum. Þá hefði gengið vel að bólusetja þjóðina en 95 prósent 60 ára og eldri væru nú fullbólusett og 90 prósent 50 til 60 ára. Helst vantaði upp á bólusetningu yngstu aldurshópanna en 10 prósent barna á aldrinum 12 til 15 ára hafa verið bólusett. Það sem hefði hins vegar gerst frá mánaðamótum væri að svokallað delta-afbrigði hefði tekið algjörlega yfir. Komið hefði í ljós að bólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og smitað aðra. Bólusetningin væri því ekki að skapa það hjarðónæmi sem beðið var eftir. Þórólfur sagði að útbreiðslan innanlands hefði verið ótrúlega hröð en uppruna flesta smitanna mætti rekja til nokkurra hópviðburða, svo sem hópsmits á skemmtistað og hópferða til Lundúna og Krítar. Um 100 þúsund Íslendingar enn óbólusettir Sóttvarnalæknir sagði að þrátt fyrir hraða útbreiðslu stæðu vonir til að bólusetningar myndu koma í veg fyrir alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Bólusetningarnar virtust sannarlega vera að draga úr alvarlegum veikindum en óvissa væri uppi um hversu lengi þau virkuðu og hversu vel á aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Verið væri að kanna að bjóða umræddum hópum þriðja skammtinn en öllum sem fengið hefðu bóluefnið frá Janssen yrði boðinn örvunarskammtur frá Pfizer eða Moderna, þar sem smit væru tíðari hjá þeim en öðrum. Þórólfur sagði að enn væru 30 þúsund Íslendingar 16 ára og eldri og 70 þúsund yngri en 16 ára óbólusettir. Ef útbreiðslan yrði mikil gætu því enn margir orðið veikir. Hafa þyrfti í huga það álag sem það myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir sagðist að lokum gera sér grein fyrir því að tíðindin væru ekki góð; nú þegar menn hefðu vonast til að vera á leiðinni út úr Covid. Faraldrinum lyki hins vegar ekki hér fyrr en honum lyki alls staðar í heiminum og menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna. Sagði hann það vera ákvörðun stjórnvalda til hvaða aðgerða yrði gripið og það væri þeirra að taka tillit til annarra hagsmuna en heilbrigðissjónarmiða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira