Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. ágúst 2021 17:00 Aukið álag er á heilbrigðisstofnunum vegna faraldursins. Vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. Nú eru þó færri inniliggjandi á spítala en þá og ljóst að bólusetningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari samkomutakmarkanir en í fyrri bylgjunum. Heilbrigðisráðherra segir að líklega væri hér 10 manna samkomubann í gildi ef ekki væri fyrir bólusetningar. Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna. Hápunktar stærstu bylgnanna: 5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun Mun verri staða í fyrri bylgjum Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í einangrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna samkomubann í gildi og í kring um 40 manns inniliggjandi á spítala með Covid-19. Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfirleitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í einangrun samtímis þegar hún náði hápunkti sínum þann 20. október 2020. Þann sama dag tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem staðfesti áframhaldandi 20 manna samkomutakmörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins viku síðar, þann 27. október, voru samtals 56 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Sextán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjörgæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í einangrun en þá. Gagnsemi bólusetninga greinileg Ljóst er að bólusetningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að alvarleg veikindi leggist á eins marga og eru grundvöllurinn fyrir því að hér er nú 200 manna samkomubann en ekki tíu manna. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Örvunarbólusetningar fyrir þá sem fengu aðeins einn skammt af Janssen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skólastarfsfólki en skipulegar fjöldabólusetningar fyrir þennan hóp eru á dagskrá einhvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Nú eru þó færri inniliggjandi á spítala en þá og ljóst að bólusetningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari samkomutakmarkanir en í fyrri bylgjunum. Heilbrigðisráðherra segir að líklega væri hér 10 manna samkomubann í gildi ef ekki væri fyrir bólusetningar. Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna. Hápunktar stærstu bylgnanna: 5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun Mun verri staða í fyrri bylgjum Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í einangrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna samkomubann í gildi og í kring um 40 manns inniliggjandi á spítala með Covid-19. Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfirleitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í einangrun samtímis þegar hún náði hápunkti sínum þann 20. október 2020. Þann sama dag tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem staðfesti áframhaldandi 20 manna samkomutakmörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins viku síðar, þann 27. október, voru samtals 56 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Sextán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjörgæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í einangrun en þá. Gagnsemi bólusetninga greinileg Ljóst er að bólusetningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að alvarleg veikindi leggist á eins marga og eru grundvöllurinn fyrir því að hér er nú 200 manna samkomubann en ekki tíu manna. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Örvunarbólusetningar fyrir þá sem fengu aðeins einn skammt af Janssen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skólastarfsfólki en skipulegar fjöldabólusetningar fyrir þennan hóp eru á dagskrá einhvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst.
5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44
108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43