Ekki á hverjum degi sem fólk með ísbjarnarbit leitar á sjúkrahúsið á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2021 19:39 Umræddur ísbjörn er nú kominn í ónáð hjá grænlensku heimastjórninni. Getty/Arctic-Images Kvikmyndagerðamaður var fluttur frá Grænlandi á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri í gær eftir að ísbjörn beit vinstri hönd hans. Atvikið átti sér stað í rannsóknarskála nærri austurströnd Grænlands þar sem maðurinn svaf ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Þegar hinn slasaði vaknaði hafði ísbjörninn farið inn um opinn glugga á húsinu og vöknuðu samferðamenn mannsins upp við sársaukaóp. Tókst þeim að bjarga félaga sínum frá birninum og hræða hann í burtu með blysbyssu þegar hann gerði aðra atlögu. Greint er frá atvikinu í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Mennirnir óskuðu þá eftir aðstoð Sirus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum, og fluttu liðsmenn sveitarinnar hinn særða undir læknishendur á Daneborg-stöðinni, um 400 metra frá rannsóknarskálanum. Í kjölfarið var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ísbjarnabit frekar óalgengir áverkar Gert var að sárum mannsins á bráðadeild spítalans áður en hann var fluttur aftur til Grænlands. Þetta staðfestir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann gat ekki veitt upplýsingar um núverandi líðan mannsins eða umfang áverkanna. „Ísbjarnarbit eru ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka en ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Nú flokkaður sem vandræðabjörn Fram kemur í frétt KNR að spor bendi til að ísbjörninn hafi verið búinn að skoða nokkra glugga áður en hann gerði atlögu að opna glugganum. Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir tveir sem eftir voru í skálanum varir við ferðir sama bjarnardýrs. Liðsmönnum Sirius-sveitarinnar tókst þó að fæla hann í burtu áður en hann nálgaðist bygginguna. Um klukkan tvö að staðartíma aðfaranótt þriðjudags reyndi ísbjörninn enn og aftur að nálgast mennina og braut í þetta sinn rúðuna, að sögn Arctic Command, undirdeildar danska sjó- og lofthersins sem sér um gæslu á Grænlandi. Kvikmyndagerðarmönnunum tveimur tókst þó að hræða dýrið aftur áður en það komst inn. Heimastjórnin á Grænlandi flokkar nú umræddan ísbjörn sem „vandræðabjörn“ og er fólki nú heimilt að skjóta hann ef björninn nálgast svæðið aftur. Að sögn Arctic Command hefur sveitin fimm sinnum áður þurft að hafa afskipti af þessum tiltekna vandræðabirni. Grænland Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Atvikið átti sér stað í rannsóknarskála nærri austurströnd Grænlands þar sem maðurinn svaf ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Þegar hinn slasaði vaknaði hafði ísbjörninn farið inn um opinn glugga á húsinu og vöknuðu samferðamenn mannsins upp við sársaukaóp. Tókst þeim að bjarga félaga sínum frá birninum og hræða hann í burtu með blysbyssu þegar hann gerði aðra atlögu. Greint er frá atvikinu í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Mennirnir óskuðu þá eftir aðstoð Sirus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum, og fluttu liðsmenn sveitarinnar hinn særða undir læknishendur á Daneborg-stöðinni, um 400 metra frá rannsóknarskálanum. Í kjölfarið var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ísbjarnabit frekar óalgengir áverkar Gert var að sárum mannsins á bráðadeild spítalans áður en hann var fluttur aftur til Grænlands. Þetta staðfestir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann gat ekki veitt upplýsingar um núverandi líðan mannsins eða umfang áverkanna. „Ísbjarnarbit eru ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka en ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Nú flokkaður sem vandræðabjörn Fram kemur í frétt KNR að spor bendi til að ísbjörninn hafi verið búinn að skoða nokkra glugga áður en hann gerði atlögu að opna glugganum. Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir tveir sem eftir voru í skálanum varir við ferðir sama bjarnardýrs. Liðsmönnum Sirius-sveitarinnar tókst þó að fæla hann í burtu áður en hann nálgaðist bygginguna. Um klukkan tvö að staðartíma aðfaranótt þriðjudags reyndi ísbjörninn enn og aftur að nálgast mennina og braut í þetta sinn rúðuna, að sögn Arctic Command, undirdeildar danska sjó- og lofthersins sem sér um gæslu á Grænlandi. Kvikmyndagerðarmönnunum tveimur tókst þó að hræða dýrið aftur áður en það komst inn. Heimastjórnin á Grænlandi flokkar nú umræddan ísbjörn sem „vandræðabjörn“ og er fólki nú heimilt að skjóta hann ef björninn nálgast svæðið aftur. Að sögn Arctic Command hefur sveitin fimm sinnum áður þurft að hafa afskipti af þessum tiltekna vandræðabirni.
Grænland Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira