Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 23:01 Henriksen fékk óvænt silfur í sleggjukastinu í dag. Patrick Smith/Getty Images Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. Pawel Fajdek, landi Nowickis, þótti líklegastur til árangurs fyrir keppni dagsins enda fjórfaldur heimsmeistari í greininni. Líkt og á fyrri Ólympíuleikum hefur honum hins vegar ekki tekist að kasta eins vel og á HM. Hann hlaut þó brons með kasti upp á 81,53 metra. Sigur Nowicki var aldrei í hættu þar sem enginn komst nálægt hans kasti upp á 82,52 metra og hlaut hann því gull. Norðmaðurinn Eivind Henriksen kom hins vegar á óvart þar sem hann þótti ekki líklegur til mikilla afreka í keppninni. Hann hafði ekki náð kasti yfir 80 metra á sínum ferli en í fjórgang bætti hann sinn besta árangur og þar með Noregsmetið. Lengsta kast hans, upp á 81,53 metra, skaut honum upp fyrir Fajdek og tryggði honum silfurverðlaun. „Þetta er gjörsamlega galið. Ég er nánast orðinn raddlaus og hef ekki mörg orð um þetta. Þetta var minn dagur í dag, jafnvel þó það hafi aðeins dugað til silfurs. Ég bætti mig um þrjá metra,“ sagði Henriksen eftir keppnina í dag. Henriksen táraðist þá í viðtali þegar hann var spurður út í þjálfara sinn, Einar Brynemo, sem lést fyrir þremur árum síðan. „Ég held að þetta hafi hreyft við honum. Hann var þannig manneskja. Ég vildi að ég hefði hann hér með mér,“ sagði Henriksen sem var þá spurður hversu mikið Brynemo ætti í árangri dagsins. „Mjög mikið. Hann bjó í Kragerö og keyrði í þrjá tíma til að þjálfa okkur vikulega. Hann hjálpaði til og greindi myndbönd af köstunum. Hann hefur gefið mér virkilega mikið og gerði þetta nánast í sjálfboðaliðastarfi.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira
Pawel Fajdek, landi Nowickis, þótti líklegastur til árangurs fyrir keppni dagsins enda fjórfaldur heimsmeistari í greininni. Líkt og á fyrri Ólympíuleikum hefur honum hins vegar ekki tekist að kasta eins vel og á HM. Hann hlaut þó brons með kasti upp á 81,53 metra. Sigur Nowicki var aldrei í hættu þar sem enginn komst nálægt hans kasti upp á 82,52 metra og hlaut hann því gull. Norðmaðurinn Eivind Henriksen kom hins vegar á óvart þar sem hann þótti ekki líklegur til mikilla afreka í keppninni. Hann hafði ekki náð kasti yfir 80 metra á sínum ferli en í fjórgang bætti hann sinn besta árangur og þar með Noregsmetið. Lengsta kast hans, upp á 81,53 metra, skaut honum upp fyrir Fajdek og tryggði honum silfurverðlaun. „Þetta er gjörsamlega galið. Ég er nánast orðinn raddlaus og hef ekki mörg orð um þetta. Þetta var minn dagur í dag, jafnvel þó það hafi aðeins dugað til silfurs. Ég bætti mig um þrjá metra,“ sagði Henriksen eftir keppnina í dag. Henriksen táraðist þá í viðtali þegar hann var spurður út í þjálfara sinn, Einar Brynemo, sem lést fyrir þremur árum síðan. „Ég held að þetta hafi hreyft við honum. Hann var þannig manneskja. Ég vildi að ég hefði hann hér með mér,“ sagði Henriksen sem var þá spurður hversu mikið Brynemo ætti í árangri dagsins. „Mjög mikið. Hann bjó í Kragerö og keyrði í þrjá tíma til að þjálfa okkur vikulega. Hann hjálpaði til og greindi myndbönd af köstunum. Hann hefur gefið mér virkilega mikið og gerði þetta nánast í sjálfboðaliðastarfi.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira