Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 22:13 Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna. Vísir/Stöð 2 Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Mikill vöxtur hefur verið í kórónuveirufaraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Stjórnvöld komu aftur á takmörkunum, þar á meðal fjöldatakmörkunum, nálægðarmörkum og grímuskyldu 25. júlí og gilda aðgerðirnar til 13. ágúst. Í undirbúningi sínum fyrir ákvörðun um hvað tekur við þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi hafa stjórnvöld rætt við sérfræðinga og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa í þessari viku og þeirri síðustu. Í þessari viku hafa þau meðal annars hitt fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, íþróttahreyfingarinnar og menningarlífsins til að fá fram fleiri sjónarmið um framhaldið. „Við viljum fá eins mikla opnun og mögulegt er. Það er voðalega erfitt að ræða þetta svona á klínískum forsendum verandi úr menningargeiranum og hafandi skoðun á sóttvörnum en við höfum strúktúr sem eru þessar stóru stofnanir sem geta alveg stýrt sinni traffík vel og rakið sína gesti og haldið vel utan um sitt svona „publicum“,“ sagði Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist þó hafa áhyggjur af listamönnum sem eiga erfiðara að með nýta þau og að halda þurfi utan um þann hóp. Nýjustu takmarkanir sýni hversu mikil áhrifin eru og nefnir hann sem dæmi tónlistarmenn sem missi af stórum viðburðum í ágúst eins og þjóðhátíð í Eyjum, Hinsegin dögum og Menningarnótt. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið jákvæð að mati Erlings en ákvörðun um næstu aðgerðir verður kynnt í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í gegnum þetta faraldurinn. „Menningin og listin verður heldur ekki til nema fyrir samskipti. Listamenn brenna líka upp ef þeir komast ekki út með sín verk og þeir verða ekki fyrir áhrifum og láta ekki reyna á sín verk,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í kórónuveirufaraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Stjórnvöld komu aftur á takmörkunum, þar á meðal fjöldatakmörkunum, nálægðarmörkum og grímuskyldu 25. júlí og gilda aðgerðirnar til 13. ágúst. Í undirbúningi sínum fyrir ákvörðun um hvað tekur við þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi hafa stjórnvöld rætt við sérfræðinga og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa í þessari viku og þeirri síðustu. Í þessari viku hafa þau meðal annars hitt fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, íþróttahreyfingarinnar og menningarlífsins til að fá fram fleiri sjónarmið um framhaldið. „Við viljum fá eins mikla opnun og mögulegt er. Það er voðalega erfitt að ræða þetta svona á klínískum forsendum verandi úr menningargeiranum og hafandi skoðun á sóttvörnum en við höfum strúktúr sem eru þessar stóru stofnanir sem geta alveg stýrt sinni traffík vel og rakið sína gesti og haldið vel utan um sitt svona „publicum“,“ sagði Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist þó hafa áhyggjur af listamönnum sem eiga erfiðara að með nýta þau og að halda þurfi utan um þann hóp. Nýjustu takmarkanir sýni hversu mikil áhrifin eru og nefnir hann sem dæmi tónlistarmenn sem missi af stórum viðburðum í ágúst eins og þjóðhátíð í Eyjum, Hinsegin dögum og Menningarnótt. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið jákvæð að mati Erlings en ákvörðun um næstu aðgerðir verður kynnt í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í gegnum þetta faraldurinn. „Menningin og listin verður heldur ekki til nema fyrir samskipti. Listamenn brenna líka upp ef þeir komast ekki út með sín verk og þeir verða ekki fyrir áhrifum og láta ekki reyna á sín verk,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira