Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 22:13 Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna. Vísir/Stöð 2 Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Mikill vöxtur hefur verið í kórónuveirufaraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Stjórnvöld komu aftur á takmörkunum, þar á meðal fjöldatakmörkunum, nálægðarmörkum og grímuskyldu 25. júlí og gilda aðgerðirnar til 13. ágúst. Í undirbúningi sínum fyrir ákvörðun um hvað tekur við þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi hafa stjórnvöld rætt við sérfræðinga og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa í þessari viku og þeirri síðustu. Í þessari viku hafa þau meðal annars hitt fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, íþróttahreyfingarinnar og menningarlífsins til að fá fram fleiri sjónarmið um framhaldið. „Við viljum fá eins mikla opnun og mögulegt er. Það er voðalega erfitt að ræða þetta svona á klínískum forsendum verandi úr menningargeiranum og hafandi skoðun á sóttvörnum en við höfum strúktúr sem eru þessar stóru stofnanir sem geta alveg stýrt sinni traffík vel og rakið sína gesti og haldið vel utan um sitt svona „publicum“,“ sagði Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist þó hafa áhyggjur af listamönnum sem eiga erfiðara að með nýta þau og að halda þurfi utan um þann hóp. Nýjustu takmarkanir sýni hversu mikil áhrifin eru og nefnir hann sem dæmi tónlistarmenn sem missi af stórum viðburðum í ágúst eins og þjóðhátíð í Eyjum, Hinsegin dögum og Menningarnótt. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið jákvæð að mati Erlings en ákvörðun um næstu aðgerðir verður kynnt í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í gegnum þetta faraldurinn. „Menningin og listin verður heldur ekki til nema fyrir samskipti. Listamenn brenna líka upp ef þeir komast ekki út með sín verk og þeir verða ekki fyrir áhrifum og láta ekki reyna á sín verk,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í kórónuveirufaraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Stjórnvöld komu aftur á takmörkunum, þar á meðal fjöldatakmörkunum, nálægðarmörkum og grímuskyldu 25. júlí og gilda aðgerðirnar til 13. ágúst. Í undirbúningi sínum fyrir ákvörðun um hvað tekur við þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi hafa stjórnvöld rætt við sérfræðinga og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa í þessari viku og þeirri síðustu. Í þessari viku hafa þau meðal annars hitt fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, íþróttahreyfingarinnar og menningarlífsins til að fá fram fleiri sjónarmið um framhaldið. „Við viljum fá eins mikla opnun og mögulegt er. Það er voðalega erfitt að ræða þetta svona á klínískum forsendum verandi úr menningargeiranum og hafandi skoðun á sóttvörnum en við höfum strúktúr sem eru þessar stóru stofnanir sem geta alveg stýrt sinni traffík vel og rakið sína gesti og haldið vel utan um sitt svona „publicum“,“ sagði Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist þó hafa áhyggjur af listamönnum sem eiga erfiðara að með nýta þau og að halda þurfi utan um þann hóp. Nýjustu takmarkanir sýni hversu mikil áhrifin eru og nefnir hann sem dæmi tónlistarmenn sem missi af stórum viðburðum í ágúst eins og þjóðhátíð í Eyjum, Hinsegin dögum og Menningarnótt. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið jákvæð að mati Erlings en ákvörðun um næstu aðgerðir verður kynnt í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í gegnum þetta faraldurinn. „Menningin og listin verður heldur ekki til nema fyrir samskipti. Listamenn brenna líka upp ef þeir komast ekki út með sín verk og þeir verða ekki fyrir áhrifum og láta ekki reyna á sín verk,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira