Um 1,4 milljarða af ríkidæmi Rihönnu, eða Robyn Fenty, má rekja til snyrtivörufyrirtækis hennar Fenty Beauty en hún á fimmtíu prósent eignarhlut í því. Restina af eignum hennar má rekja til annað hvort tekna frá tónlistar- eða leikferli hennar eða tískumerkis hennar Savage x Fenty, sem hún á helmingshlut í.
Snyrtivörumerkið hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því það kom á markað og hún hlotið lof fyrir að snyrtivörurnar séu hugsaðar fyrir alla, hvernig sem þeir líta út. Til að mynda er farði Fenty Beauty til í meira en fimmtíu litatónum.
Rihanna er nú metin önnur efnamesta konan í skemmtanabransanum í heiminum á eftir spjallþáttastjórnandanum Opruh.