Warner fór yfir níu þúsund stigin í metþraut og Thiam vann aftur gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 13:11 Damian Warner helti vatni yfir sig eftir síðustu þrautina þegar Ólympíugullið og Ólympíumetið var í höfn. AP/Francisco Seco Kanadamaðurinn Damian Warner varð Ólympíumeistari í tugþraut og Nafissatou Thiam frá Belgíu vann sjöþrautina þegar þrautirnar í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó kláruðust í dag. Thiam var að endurtaka leikinn frá því á síðustu leikum en Warner var aftur á móti að vinna sitt fyrsta gull á stórmóti. Warner setti Ólympíumet og komst yfir níu þúsund stigin í lokagreininni þar sem hann náði í 738 stig. Warner endaði því með 9018 stig sem er líka landsmet. London s Damien Warner is an Olympic champion! Warner is the first Canadian to win the decathlon. pic.twitter.com/Dy77y9njrK— TSN (@TSN_Sports) August 5, 2021 Warner fékk bronsið í Ríó fyrir fimm árum. Frakkinn Kevin Mayer fékk silfur og Ástralinn Ashley Moloney tók bronsið. Sigur Warner var öruggur en hann fékk 292 stigum meira en Mayer og 369 meira en Moloney. Kevin Mayer var að vinna silfur á öðrum leikunum í röð en hann varð annar á eftir Bandaríkjamanninum Ashton Eaton í Ríó. Nafissatou Thiam frá Belgíu varði Ólympíumeistaratitil sinn í sjöþraut eftir harða keppni en Benelux löndin áttu allar bestu konurnar. Thiam endaði með 6791 stig eða 10ö2 fleiri stig en Anouk Vetter frá Hollandi sem fékk silfur. Hollendingurinn Emma Oosterwegel varð síðan þriðja með 6590 stig en hún fékk 19 fleiri stig en Noor Vidts frá Belgíu sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Thiam var sú fyrsta síðan Jackie Joyner-Kersee (1988 og 1992) til að vinna sjöþrautina á tvennum leikum í röð. Nafissatou Thiam of #BEL is a double Olympic champion!She takes gold in the women s heptathlon! Rio 2016 #Tokyo2020@WorldAthletics | #StrongerTogether | #Tokyo2020 | #Athletics pic.twitter.com/4NpCKYUXNW— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Bahamamaðurinn Steven Gardiner vann 400 metra hlaupið á 43,85 sekúndum, Anthony Zambrano frá Kólumbíu tók silfrið á 44,08 sekúndum og Kirani James frá Grenada fékk bronsið eftir að hafa komið í mark á 44,19 sekúndum. Kirani James á nú allt verðlaunasafnið í 400 metrunum því hann varð Ólympíumeistari í London 2012 en vann silfur í Ríó og svo bronsið í dag. The world champion becomes Olympic champion!Steven Gardiner wins #gold for #BAH in the men's 400m final!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/2PqCht8h0S— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Hin bandaríska Katie Nageotte varð Ólympíumeistari í stangarstökki kvenna eftir mikla baráttu við Rússann Anzheliku Sidorova sem fékk silfur. Nageotte fór yfir 4,90 metra en Sidorova komst ekki hærra en 4,85 metra. Bretinn Holly Bradshaw fór líka yfir 4,85 metra en felldi oftar og varð því að sætta sig við brons. Ólympíumeistarinn frá því í Ríó 2016, Katerina Stefanidi frá Grikklandi, varð fjórða. It's #gold for Katie Nageotte of #USA in the women's pole vault! #StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/Dh0uILIiRx— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Thiam var að endurtaka leikinn frá því á síðustu leikum en Warner var aftur á móti að vinna sitt fyrsta gull á stórmóti. Warner setti Ólympíumet og komst yfir níu þúsund stigin í lokagreininni þar sem hann náði í 738 stig. Warner endaði því með 9018 stig sem er líka landsmet. London s Damien Warner is an Olympic champion! Warner is the first Canadian to win the decathlon. pic.twitter.com/Dy77y9njrK— TSN (@TSN_Sports) August 5, 2021 Warner fékk bronsið í Ríó fyrir fimm árum. Frakkinn Kevin Mayer fékk silfur og Ástralinn Ashley Moloney tók bronsið. Sigur Warner var öruggur en hann fékk 292 stigum meira en Mayer og 369 meira en Moloney. Kevin Mayer var að vinna silfur á öðrum leikunum í röð en hann varð annar á eftir Bandaríkjamanninum Ashton Eaton í Ríó. Nafissatou Thiam frá Belgíu varði Ólympíumeistaratitil sinn í sjöþraut eftir harða keppni en Benelux löndin áttu allar bestu konurnar. Thiam endaði með 6791 stig eða 10ö2 fleiri stig en Anouk Vetter frá Hollandi sem fékk silfur. Hollendingurinn Emma Oosterwegel varð síðan þriðja með 6590 stig en hún fékk 19 fleiri stig en Noor Vidts frá Belgíu sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Thiam var sú fyrsta síðan Jackie Joyner-Kersee (1988 og 1992) til að vinna sjöþrautina á tvennum leikum í röð. Nafissatou Thiam of #BEL is a double Olympic champion!She takes gold in the women s heptathlon! Rio 2016 #Tokyo2020@WorldAthletics | #StrongerTogether | #Tokyo2020 | #Athletics pic.twitter.com/4NpCKYUXNW— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Bahamamaðurinn Steven Gardiner vann 400 metra hlaupið á 43,85 sekúndum, Anthony Zambrano frá Kólumbíu tók silfrið á 44,08 sekúndum og Kirani James frá Grenada fékk bronsið eftir að hafa komið í mark á 44,19 sekúndum. Kirani James á nú allt verðlaunasafnið í 400 metrunum því hann varð Ólympíumeistari í London 2012 en vann silfur í Ríó og svo bronsið í dag. The world champion becomes Olympic champion!Steven Gardiner wins #gold for #BAH in the men's 400m final!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/2PqCht8h0S— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Hin bandaríska Katie Nageotte varð Ólympíumeistari í stangarstökki kvenna eftir mikla baráttu við Rússann Anzheliku Sidorova sem fékk silfur. Nageotte fór yfir 4,90 metra en Sidorova komst ekki hærra en 4,85 metra. Bretinn Holly Bradshaw fór líka yfir 4,85 metra en felldi oftar og varð því að sætta sig við brons. Ólympíumeistarinn frá því í Ríó 2016, Katerina Stefanidi frá Grikklandi, varð fjórða. It's #gold for Katie Nageotte of #USA in the women's pole vault! #StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/Dh0uILIiRx— Olympics (@Olympics) August 5, 2021
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira