Erlent

Leiðtogi einna öflugustu glæpasamtaka Evrópu handtekinn á Spáni

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá handtöku Domenico Paviglianiti, sem gengur undir viðurnefninu „stjóri stjóranna“.
Frá handtöku Domenico Paviglianiti, sem gengur undir viðurnefninu „stjóri stjóranna“. POLICIA NACIONAL/CARABINIERI

Domenico Paviglianiti, leiðtogi ´Ndrangheta glæpasamtakanna á Ítalíu var handtekinn á Spáni á þriðjudaginn. Hann hafði verið á flótta í rúm tvö ár og var handtekinn í sameiginlegri aðgerð lögreglunnar á Ítalíu og Spáni.

Þegar hann var handtekinn fundust fölsk portúgölsk skilríki, sex farsímar og sex þúsund evrur í fórum hans.

Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Paviglianiti hafi áður verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á Ítalíu fyrir alls konar glæpi í tengslum við fíkniefnasölu og smygl og jafnvel morð. Sá dómur var lækkaður í þrjátíu ár en í október 2019 var honum sleppt úr fangelsi vegna mistaka við dómsuppkvaðninu, að sögn saksóknara.

Domenico Paviglianiti.Carabiniri

Þá flúði hann til Spánar en í janúar var hann dæmdur aftur á Ítalíu og að þessu sinni í ellefu ára fangelsi.

Paviglianiti er sextíu ára gamall en samkvæmt frétt BBC er hann kallaður „stjóri stjóranna“. Hann hefur stýrt einhverjum ríkustu og öflugu glæpasamtökum heims um langt skeið. ´Ndrangheta mafían er verulega umsvifamikil í kókaínsölu í Evrópu.

Glæpasamtökin eru talin flytja mikið magn kókaíns frá Suður-Ameríku og hassi frá Norður-Afríku til Evrópu. ´Ndrangheta samtökin eru gerð út frá Suður-Ítalíu og hefur vaxið ásmegin samhliða samdrætti í völdum mafíunnar frá Sikiley.

Lögreglan hefur birt myndband af handtöku Paviglianiti sem sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Fimmtíu handteknir og hald lagt á rúmlega 300 milljónir evra

Fimmtíu hafa verið handteknir og rannsókn hafin á stjórnmálamanni í áhlaupi lögreglunnar á Ítalíu gegn ‘Ndrangheta-mafíunni. Saksóknarar segja áhlaupið varpa ljósi á viðleitni mafíunnar til að þvætta fé og kaupa pólitísk áhrif.

Stærstu mafíuréttarhöldin í áratugi hafin

Stærstu mafíuréttarhöld í áratugaraðir hófust á Ítalíu í morgun. 355 meintir mafíósar og spilltir embættismenn eru sakaðir um skipulagða glæpastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×