Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Búast má við hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Veður helst svipað um helgina en rigning fer minnkandi á sunnudag. Þá verður bjart með köflum og hlýnar enn frekar í veðri.
Á morgun verður bjart með köflum austantil en rignir síðdegis. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig. Á sunnudag helst veður svipað, þurrt verður að mestu og víða bjart. Það mun hins vegar þykkna upp á vestanverðu landinu um kvöldið. Hitinn veður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Veðrið breytist lítið eftir helgi.