Unnu Ólympíugullið í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Dawid Tomala kemur fyrstur í mark sem líklega síðasti gullverðlaunahafi sögunnar í 50 km göngu á Ólympíuleikum. AP/Eugene Hoshiko Pólverjinn Dawid Tomala er líklega síðasti gullverðlaunahafi sögunnar í 50 kílómetra göngu á Ólympíuleikum en hann vann hana á leikunum í Tókýó í nótt. Antonella Palmisano frá Ítalíu vann 20 kílómetra göngu kvenna. Þetta var aðeins önnur 50 kílómetra gangan sem Tomala hefur klárað á ferlinum en hann kom í mark á þremur klukkutímum, 50 mínútum og átta sekúndum. Jonathan Hibbert var 36 sekúndum á eftir og fékk silfur. Dawid Tomala from #POL wins the men's 50km race walk!@WorldAthletics #Athletics @PKOL_pl pic.twitter.com/4tsTpyPdn3— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bronsið fór síðan til Kanadamannsins Evan Dunfee. Hann hélt hann hefði unnið bronsið á síðustu leikum en var þá dæmdur úr keppni fyrir að rekast utan í Japanann Hirooki Arai á endasprettinum. Nú kom hann hins vegar í markið og fær bronsið um hálsinn. Gangan fór þó ekki fram í Tókýó eins og áætlað var. Vegna hitans í borginni var ákveðið að færa hana norður til Sapporo sem er í norður Japan og í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Hitinn var samt um þrjátíu stig en hefði verið miklu meiri í Tókýóborg. The last ever Olympic 50km race walk champion! Dawid Tomala #POL defies the odds to win the gold medal in 3:50:08! #tokyo2020#athletics pic.twitter.com/2CiEp9gqel— European Athletics (@EuroAthletics) August 6, 2021 Það er ljóst að 89 ára saga þessarar greinar á Ólympíuleikum er að enda en það hefur verið keppt í henni síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1932. Aðeins karlar keppa í 50 kílómetra göngunni og nú er þegar ljóst að það verður ekki keppt í henni á næstu leikum í París árið 2024. Það verður áfram keppt í 20 kílómetra göngu karla og kvenna. Antonella Palmisano is the first Italian to win the women's 20km walk!#StrongerTogether | @Tokyo2020 | #ITA | #Athletics pic.twitter.com/l0pK9JduKu— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 20 kílómetra ganga kvenna fór fram í dag og hana vann Antonella Palmisano frá Ítalíu. Hin kólumbíska Sandra Arenas fékk silfur og Liu Hong frá Kína tók bronsið. Keppnin fór líka fram á götum Sapporo. Palmisano hefur verið þriðja bæði á HM og EM en núna náði hún gullinu. Hún kom 25 sekúndum á undan Arenas í markið og er fyrsti Ítalinn til að vinna 20 km göngu kvenna á Ólympíuleikum. Liu Hong varð Ólympíumeistari á síðustu leikum og tók einnig brons í þessari grein í London 2012. Sú kínverska hefur einnig orðið þrísvar heimsmeistari í greininni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sjá meira
Þetta var aðeins önnur 50 kílómetra gangan sem Tomala hefur klárað á ferlinum en hann kom í mark á þremur klukkutímum, 50 mínútum og átta sekúndum. Jonathan Hibbert var 36 sekúndum á eftir og fékk silfur. Dawid Tomala from #POL wins the men's 50km race walk!@WorldAthletics #Athletics @PKOL_pl pic.twitter.com/4tsTpyPdn3— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bronsið fór síðan til Kanadamannsins Evan Dunfee. Hann hélt hann hefði unnið bronsið á síðustu leikum en var þá dæmdur úr keppni fyrir að rekast utan í Japanann Hirooki Arai á endasprettinum. Nú kom hann hins vegar í markið og fær bronsið um hálsinn. Gangan fór þó ekki fram í Tókýó eins og áætlað var. Vegna hitans í borginni var ákveðið að færa hana norður til Sapporo sem er í norður Japan og í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Hitinn var samt um þrjátíu stig en hefði verið miklu meiri í Tókýóborg. The last ever Olympic 50km race walk champion! Dawid Tomala #POL defies the odds to win the gold medal in 3:50:08! #tokyo2020#athletics pic.twitter.com/2CiEp9gqel— European Athletics (@EuroAthletics) August 6, 2021 Það er ljóst að 89 ára saga þessarar greinar á Ólympíuleikum er að enda en það hefur verið keppt í henni síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1932. Aðeins karlar keppa í 50 kílómetra göngunni og nú er þegar ljóst að það verður ekki keppt í henni á næstu leikum í París árið 2024. Það verður áfram keppt í 20 kílómetra göngu karla og kvenna. Antonella Palmisano is the first Italian to win the women's 20km walk!#StrongerTogether | @Tokyo2020 | #ITA | #Athletics pic.twitter.com/l0pK9JduKu— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 20 kílómetra ganga kvenna fór fram í dag og hana vann Antonella Palmisano frá Ítalíu. Hin kólumbíska Sandra Arenas fékk silfur og Liu Hong frá Kína tók bronsið. Keppnin fór líka fram á götum Sapporo. Palmisano hefur verið þriðja bæði á HM og EM en núna náði hún gullinu. Hún kom 25 sekúndum á undan Arenas í markið og er fyrsti Ítalinn til að vinna 20 km göngu kvenna á Ólympíuleikum. Liu Hong varð Ólympíumeistari á síðustu leikum og tók einnig brons í þessari grein í London 2012. Sú kínverska hefur einnig orðið þrísvar heimsmeistari í greininni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sjá meira