Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Einn greindist við landamærin í gær.
Af þeim sem greindust í gær greindust 90 við einkennasýnatöku og þrettán í sóttkvíar- og handahófsskimun. Fjörutíu voru í sóttkví við greiningu og 63 utan sóttkvíar.
Alls eru nú 1.421 í einangrun, 2.315 í sóttkví og 1.148 í skimunarsóttkví.
Fjölgar um þrjá á sjúkrahúsi
Svo virðist sem sex hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í gær en samkvæmt tölum á covid.is í gær höfðu alls 378 verið lagðir inn frá því að faraldurinn byrjaði.
Nú hafa 384 verið lagðir inn og má því ætla að sex hafi verið lagðir inn með virkt smit í gær. Nú er 21 á sjúkrahúsi en í gær voru þeir átján og virðist því sem þrír hafi losnað af sjúkrahúsinu í gær.
Fréttin hefur verið uppfærð.