Íslenska á að sameina ekki sundra Alexandra Ýr van Erven skrifar 6. ágúst 2021 11:01 Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar. Um leið og flóra samfélagsins breytist þurfa kerfin okkar að breytast með og menntakerfið er þar ekki undanskilið. Ný viðfangsefni breytts samfélags hafa sprottið upp og við þurfum að takast á við þau. Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku er gríðarlega mikilvæg vegna þess að tungumálið okkar er lykillinn að samfélaginu. Við þurfum menntakerfi þar sem nýjum áskorunum er svarað og þar sem dyr eru opnaðar einstaklingum óháð uppruna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hlutfall innflytjenda af þjóðinni hefur aldrei verið hærra hefur okkur tekist verr til en nágrannalöndum okkar í að kenna börnunum tungumálið. Þannig segir í stefnudrögum menntamálaráðuneytisins um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn að það sé alvarleg staða að árið 2018 skuli einungis annar hver íslenskur nemandi af erlendum uppruna ná 2. hæfnisþrepi lesskilnings í PISA könnunum, sem er undir meðaltali OECD ríkjanna. Þetta skiptir máli því íslenskt mál er ekki einkamál málfræðibóka og stafsetningaprófa. Tungumálið er eftir allt saman tól til samskipta, tæki til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og upplýsingum. Íslenskan opnar dyr fyrir viðkomandi inn í samfélagið. Þannig eru góð tök á íslenska tungumálinu til að mynda forsenda fyrir sérhæfðri menntun og flestar námsleiðir við Háskóla Íslands eru eingöngu kenndar á íslensku. Þá blasir við sú spurning hvort við ætlum að fjölga tungumálum innan háskólans eða að efla íslenskukennslu nýbúa. Ef hvorugt er valið mun háskólanám ekki vera í boði fyrir stóran hluta þjóðarinnar.Það er óásættanlegt og mikilvægt að við búum svo um hnútana að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Að hún verði tól sem hnýti allt samfélagið saman en hólfi einstaklinga ekki niður á ósanngjörnum forsendum. Íslenskukennsla er einn sá allra, ef ekki langmikilvægasti þátturinn, í því að skapa hér opið samfélag. Þess vegna á hún að vera ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það þarf meira fjármagn í rannsóknir, það þarf að gefa kennurum meira rými til þess að þróa kennsluaðferðir sínar og við megum alls ekki óttast að mæta viðfangsefninu með skapandi hætti. Á Ísafirði undanfarin ár hefur verið unnið einstakt starf á sumarnámskeiði Tungumálatöfra þar sem börnum af fjölbreyttum uppruna hefur verið kennd íslenska á margvíslegan hátt með listsköpun og leik að vopni. Undirrituð er ekki íslenskukennari en er hins vegar mikil áhugakona um fegurð fjölmenningarsamfélagsins. Á mánudaginn næstkomandi munu Tungumálatöfrar í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar standa að málþingi um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi. Þar munu sérfræðingar úr ólíkum áttum ræða gildi íslenskukennslu og þróun hennar. Ég ber þá von í brjósti mér að okkur muni takast á þessu málþingi að opna umræðuna enn frekar fyrir almenningi og varpa ljósi á það hve nauðsynleg íslenskukennsla fyrir börn innflytjenda er á Íslandi. Varpa ljósi á það hvernig við getum tryggt að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Höfundur er málþingsstýra Tungumálatöfra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar. Um leið og flóra samfélagsins breytist þurfa kerfin okkar að breytast með og menntakerfið er þar ekki undanskilið. Ný viðfangsefni breytts samfélags hafa sprottið upp og við þurfum að takast á við þau. Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku er gríðarlega mikilvæg vegna þess að tungumálið okkar er lykillinn að samfélaginu. Við þurfum menntakerfi þar sem nýjum áskorunum er svarað og þar sem dyr eru opnaðar einstaklingum óháð uppruna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hlutfall innflytjenda af þjóðinni hefur aldrei verið hærra hefur okkur tekist verr til en nágrannalöndum okkar í að kenna börnunum tungumálið. Þannig segir í stefnudrögum menntamálaráðuneytisins um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn að það sé alvarleg staða að árið 2018 skuli einungis annar hver íslenskur nemandi af erlendum uppruna ná 2. hæfnisþrepi lesskilnings í PISA könnunum, sem er undir meðaltali OECD ríkjanna. Þetta skiptir máli því íslenskt mál er ekki einkamál málfræðibóka og stafsetningaprófa. Tungumálið er eftir allt saman tól til samskipta, tæki til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og upplýsingum. Íslenskan opnar dyr fyrir viðkomandi inn í samfélagið. Þannig eru góð tök á íslenska tungumálinu til að mynda forsenda fyrir sérhæfðri menntun og flestar námsleiðir við Háskóla Íslands eru eingöngu kenndar á íslensku. Þá blasir við sú spurning hvort við ætlum að fjölga tungumálum innan háskólans eða að efla íslenskukennslu nýbúa. Ef hvorugt er valið mun háskólanám ekki vera í boði fyrir stóran hluta þjóðarinnar.Það er óásættanlegt og mikilvægt að við búum svo um hnútana að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Að hún verði tól sem hnýti allt samfélagið saman en hólfi einstaklinga ekki niður á ósanngjörnum forsendum. Íslenskukennsla er einn sá allra, ef ekki langmikilvægasti þátturinn, í því að skapa hér opið samfélag. Þess vegna á hún að vera ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það þarf meira fjármagn í rannsóknir, það þarf að gefa kennurum meira rými til þess að þróa kennsluaðferðir sínar og við megum alls ekki óttast að mæta viðfangsefninu með skapandi hætti. Á Ísafirði undanfarin ár hefur verið unnið einstakt starf á sumarnámskeiði Tungumálatöfra þar sem börnum af fjölbreyttum uppruna hefur verið kennd íslenska á margvíslegan hátt með listsköpun og leik að vopni. Undirrituð er ekki íslenskukennari en er hins vegar mikil áhugakona um fegurð fjölmenningarsamfélagsins. Á mánudaginn næstkomandi munu Tungumálatöfrar í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar standa að málþingi um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi. Þar munu sérfræðingar úr ólíkum áttum ræða gildi íslenskukennslu og þróun hennar. Ég ber þá von í brjósti mér að okkur muni takast á þessu málþingi að opna umræðuna enn frekar fyrir almenningi og varpa ljósi á það hve nauðsynleg íslenskukennsla fyrir börn innflytjenda er á Íslandi. Varpa ljósi á það hvernig við getum tryggt að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Höfundur er málþingsstýra Tungumálatöfra.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun