Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2021 12:03 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 63 utan sóttkvíar við greiningu. 21 er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Tvíþættur vandi Stjórnvöld funda stíft þessa dagana með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Í morgun með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. „Ég fagna mjög þessum fundi og mjög glöð að þau hafi viljað heyra okkar raddir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vandamálið sé tvíþætt. „Það er annars vegar það eins og hefur verið talað um að það þarf að athuga hvernig eigi að bregðast við þessum vanda til langs tíma og hverjar verði langtíma áætlanirnar því Covid-19 er ekkert á förum. Og svo er hinn hlutinn sem er það erfiða ástand sem núna hefur skapast í þessari bylgju og við þurfum að fá einhver viðbrögð við því.“ Huga þurfi að umbun fyrir aukið álag Staðan sé gífurlega erfið, álag mikið og segir Guðbjörg að leitað sé allra leiða til að ekki þurfi að kalla hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfum. Huga þurfi að einhvers konar umbun fyrir aukið álag í starfi. „Og það að standa vaktina. Við erum náttúrulega í þessari bylgju eins og allir aðrir og til þess að þú farir og sinnir þinni vinnu þarft þú að standa vörð um þig og þar af leiðandi að vissu leyti einangra þig frá bæði vinum og jafnvel fjölskyldu eins og við sáum að gerðist í hinum bylgjunum. Það er bara ekki sjálfsagt núna. Það er það sem ég finn.“ „Fólk er búið að gera þetta áður, nú er bara sumar. Þetta eru einstaklingar sem vilja líka eiga eðlilegt líf, fá að vera með fjölskyldunni sinni. Fá fríið og lifa eðlilegu lífi. Það er ekki sjálfsagt að allt sé sett til hliðar til þess að standa vaktina, Sérstaklega ekki hjá fólkinu sem á núna að vera í fríi.“ Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þeir vilja óskert sumarfrí. Kerfið komið að þrotum Hún brýnir fyrir landsmönnum að huga að sóttvarnareglum og sýkingavörnum. „Við verðum að sameinast í þessu og beita öllum þeim úrræðum sem við getum gert til þess að draga úr þessari bylgju sem er núna. Kerfið er algjörlega komið að þrotum og Landspítlainn má alls ekki við meiru og þetta erum við saman sem þurfum að reyna að ná þessari bylgju niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 63 utan sóttkvíar við greiningu. 21 er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Tvíþættur vandi Stjórnvöld funda stíft þessa dagana með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Í morgun með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. „Ég fagna mjög þessum fundi og mjög glöð að þau hafi viljað heyra okkar raddir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vandamálið sé tvíþætt. „Það er annars vegar það eins og hefur verið talað um að það þarf að athuga hvernig eigi að bregðast við þessum vanda til langs tíma og hverjar verði langtíma áætlanirnar því Covid-19 er ekkert á förum. Og svo er hinn hlutinn sem er það erfiða ástand sem núna hefur skapast í þessari bylgju og við þurfum að fá einhver viðbrögð við því.“ Huga þurfi að umbun fyrir aukið álag Staðan sé gífurlega erfið, álag mikið og segir Guðbjörg að leitað sé allra leiða til að ekki þurfi að kalla hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfum. Huga þurfi að einhvers konar umbun fyrir aukið álag í starfi. „Og það að standa vaktina. Við erum náttúrulega í þessari bylgju eins og allir aðrir og til þess að þú farir og sinnir þinni vinnu þarft þú að standa vörð um þig og þar af leiðandi að vissu leyti einangra þig frá bæði vinum og jafnvel fjölskyldu eins og við sáum að gerðist í hinum bylgjunum. Það er bara ekki sjálfsagt núna. Það er það sem ég finn.“ „Fólk er búið að gera þetta áður, nú er bara sumar. Þetta eru einstaklingar sem vilja líka eiga eðlilegt líf, fá að vera með fjölskyldunni sinni. Fá fríið og lifa eðlilegu lífi. Það er ekki sjálfsagt að allt sé sett til hliðar til þess að standa vaktina, Sérstaklega ekki hjá fólkinu sem á núna að vera í fríi.“ Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þeir vilja óskert sumarfrí. Kerfið komið að þrotum Hún brýnir fyrir landsmönnum að huga að sóttvarnareglum og sýkingavörnum. „Við verðum að sameinast í þessu og beita öllum þeim úrræðum sem við getum gert til þess að draga úr þessari bylgju sem er núna. Kerfið er algjörlega komið að þrotum og Landspítlainn má alls ekki við meiru og þetta erum við saman sem þurfum að reyna að ná þessari bylgju niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira