Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2021 14:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur lausnina á vanda Landspítalans og heilbrigðiskerfisins ekki vera þá að finna til meiri peninga. Vandinn sé annars eðlis þó fjármagn gæti þurfti til. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Bjarni ræddi við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum fundi að byrjað yrði að skima bólusetta einstaklinga sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Íslands. Breytingin tekur gildi 16. ágúst. Landspítalinn er á hættustigi og lýsti staðgengill sóttvarnalæknis og forstjóri spítalans yfir miklum áhyggjum yrði ekki gripið til aðgerða. Fólk sé ekki að verða alvarlega veikt „Heilbrigðisráðherra er að kynna til sögunnar aðgerðir sem eiga að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu. Við hljótum að vilja grípa fyrst til allra ráða að létta álaginu á kerfinu áður en við förum að leggja byrðar á alla landsmenn,“ segir Bjarni Benediktsson. Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi sé ákveðin vonbrigði. Ráðist hafi verið í hvert átaksverkefnið á fætur öðru á undanförnum árum. Enn þurfi að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. „Við hljótum að vilja byggja á þessum góða árangri sem bólusetningin hefur skilað. Bólusett fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma er ekki að verða veikt alvarlega,“ segir Bjarni. Fráflæði af Landspítalanum sé enn vandamál. Fólk sem lokið hefur meðferð á spítalanum og þurfi ekki að vera þar þurfi að komast á annan stað. „Það er greinilegt að stóraukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið er ekki svarið eitt og sér,“ segir Bjarni. Margt annað þurfi að gera. Rekstrarfé hafi verið aukið í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega til Landspítalans, og sömuleiðis hafi langar kjaralotur skilað miklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðru slíku. Af hverju næst ekki meiri framleiðni? „Við hljótum að þurfa að spyrja spurninga sem er reyndar búið að velta upp í skýrslum sérfræðinga. Hvað veldur því að við náum ekki meiri framleiðni í kerfinu þrátt fyrir að við séum að fjármagna kerfið betur og við höfum verið að bæta mönnun?“ spyr Bjarni. Mönnunarvandi sé viðvarandi en hann sé líka fyrir hendi í nágrannalöndum þar sem fjölda hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. „Svarið getur ekki eingöngu legið í því að setja fleiri krónur inn í kerfið. Við þurfum að svara því hvernig við getum fengið meiri afköst,“ segir Bjarni. „Ef krónur geta hjálpað í því eigum við að sjálfsögðu ekki að láta stranda á því.“ Ekki nýtt vandamál Eitthvað kerfislægt valdi vandræðunum. Það hafi komið fram áður, í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem var kynnt í janúar 2020. „Ég held að einstaka einingar í kerfinu séu ekki að verka saman þannig að flæðið er óeðlilegt. Sem birtist okkur meðal annars í því að það myndast stíflur, til að mynda inni á Landspítalanum. Þetta eru hlutir sem við verðum að taka mjög alvarlega og gera okkur grein fyrir því að það er ekki bara hægt að leysa svona mál með því að skrifa stóran tékka,“ segir Bjarni. Innbyrðisharmóníu þurfi í heilbrigðiskerfið sem skili meiri árangri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Bjarni ræddi við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum fundi að byrjað yrði að skima bólusetta einstaklinga sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Íslands. Breytingin tekur gildi 16. ágúst. Landspítalinn er á hættustigi og lýsti staðgengill sóttvarnalæknis og forstjóri spítalans yfir miklum áhyggjum yrði ekki gripið til aðgerða. Fólk sé ekki að verða alvarlega veikt „Heilbrigðisráðherra er að kynna til sögunnar aðgerðir sem eiga að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu. Við hljótum að vilja grípa fyrst til allra ráða að létta álaginu á kerfinu áður en við förum að leggja byrðar á alla landsmenn,“ segir Bjarni Benediktsson. Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi sé ákveðin vonbrigði. Ráðist hafi verið í hvert átaksverkefnið á fætur öðru á undanförnum árum. Enn þurfi að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. „Við hljótum að vilja byggja á þessum góða árangri sem bólusetningin hefur skilað. Bólusett fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma er ekki að verða veikt alvarlega,“ segir Bjarni. Fráflæði af Landspítalanum sé enn vandamál. Fólk sem lokið hefur meðferð á spítalanum og þurfi ekki að vera þar þurfi að komast á annan stað. „Það er greinilegt að stóraukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið er ekki svarið eitt og sér,“ segir Bjarni. Margt annað þurfi að gera. Rekstrarfé hafi verið aukið í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega til Landspítalans, og sömuleiðis hafi langar kjaralotur skilað miklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðru slíku. Af hverju næst ekki meiri framleiðni? „Við hljótum að þurfa að spyrja spurninga sem er reyndar búið að velta upp í skýrslum sérfræðinga. Hvað veldur því að við náum ekki meiri framleiðni í kerfinu þrátt fyrir að við séum að fjármagna kerfið betur og við höfum verið að bæta mönnun?“ spyr Bjarni. Mönnunarvandi sé viðvarandi en hann sé líka fyrir hendi í nágrannalöndum þar sem fjölda hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. „Svarið getur ekki eingöngu legið í því að setja fleiri krónur inn í kerfið. Við þurfum að svara því hvernig við getum fengið meiri afköst,“ segir Bjarni. „Ef krónur geta hjálpað í því eigum við að sjálfsögðu ekki að láta stranda á því.“ Ekki nýtt vandamál Eitthvað kerfislægt valdi vandræðunum. Það hafi komið fram áður, í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem var kynnt í janúar 2020. „Ég held að einstaka einingar í kerfinu séu ekki að verka saman þannig að flæðið er óeðlilegt. Sem birtist okkur meðal annars í því að það myndast stíflur, til að mynda inni á Landspítalanum. Þetta eru hlutir sem við verðum að taka mjög alvarlega og gera okkur grein fyrir því að það er ekki bara hægt að leysa svona mál með því að skrifa stóran tékka,“ segir Bjarni. Innbyrðisharmóníu þurfi í heilbrigðiskerfið sem skili meiri árangri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira