Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 18:46 Kári Stefánsson leggur til nokkrar aðgerðir til að ráðast í strax, þar á meðal að takmarka frelsi óbólusettra. Vísir/Vilhelm Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. Skerðing á frelsi óbólusetts fólks er á meðal aðgerða sem Kári leggur til að stjórnvöld ráðist í á þeim grundvelli að nú þurfi landsmenn að sætta sig við stöðuna. Áður en bólusetning gegn kórónuveirunni hófst hafi verið ljóst hvað þyrfti að gera til að hefta útbreiðslu hennar: samkomutakmarkanir, ferðatakmarkanir, einangrun smitaðra og vernd viðkvæmra hópa. „Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ skrifar Kári í pistli sem birtist meðal annars á Vísi. Nú þurfi fólk æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Kári segir þó að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum veiti hún mikli minni vörn gegn smiti en vonast var til. „Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi,“ skrifar Kári. Verkefni sóttvarnayfirvalda sé nú að tryggja að bylgjurnar verði ekki svo stórar að þær sligi heilbrigðiskerfið eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar til að hemja bylgjurnar verða því lengri tíma taki það að ná hjarðónæmi. Hefji nýja bólusetningarherferð Leggur Kári til nokkrar aðgerðir sem grípa ætti til strax: bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, hefja bólusetningarherferð með því að bæta við skammti af Janssen-bóluefninu, bólusetja börn og gefa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum þriðja skammt. „Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu,“ skrifar Kári. Þá vill hann að allir verði skimaðir sem koma til landsins án tillits til bólusetningar því raðgreiningarniðurstöður bendi til þess að veiran flæði stöðugt inn í landið. „Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ skrifar Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Skerðing á frelsi óbólusetts fólks er á meðal aðgerða sem Kári leggur til að stjórnvöld ráðist í á þeim grundvelli að nú þurfi landsmenn að sætta sig við stöðuna. Áður en bólusetning gegn kórónuveirunni hófst hafi verið ljóst hvað þyrfti að gera til að hefta útbreiðslu hennar: samkomutakmarkanir, ferðatakmarkanir, einangrun smitaðra og vernd viðkvæmra hópa. „Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ skrifar Kári í pistli sem birtist meðal annars á Vísi. Nú þurfi fólk æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Kári segir þó að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum veiti hún mikli minni vörn gegn smiti en vonast var til. „Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi,“ skrifar Kári. Verkefni sóttvarnayfirvalda sé nú að tryggja að bylgjurnar verði ekki svo stórar að þær sligi heilbrigðiskerfið eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar til að hemja bylgjurnar verða því lengri tíma taki það að ná hjarðónæmi. Hefji nýja bólusetningarherferð Leggur Kári til nokkrar aðgerðir sem grípa ætti til strax: bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, hefja bólusetningarherferð með því að bæta við skammti af Janssen-bóluefninu, bólusetja börn og gefa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum þriðja skammt. „Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu,“ skrifar Kári. Þá vill hann að allir verði skimaðir sem koma til landsins án tillits til bólusetningar því raðgreiningarniðurstöður bendi til þess að veiran flæði stöðugt inn í landið. „Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ skrifar Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira