Messi sagður skrifa undir í París á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2021 12:01 Messi og Neymar verða samherjar á ný. Wagner Meier/Getty Images Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag. Messi stóð fyrir blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem hann útskýrði brottför sína frá Barcelona og sagðist hann ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en hann segir nýjan samning hafa verið kláran en fjármálareglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert að verkum að ekki gekk upp að skrifa undir hann. Franski miðillinn L'Equipe er á meðal þeirra fjölmörgu erlendu miðla sem greina frá því eftir fund Messis í dag að hann muni ganga frá skiptum sínum til Paris Saint-Germain í Frakklandi. L'Equipe segir skiptin ganga í gegn í dag, en ESPN segir að hann fari í læknisskoðun í París í dag og skrifi undir á morgun. Messi vildi ekki staðfesta hvert för hans væri heitið eftir brottförina frá Barcelona á fundinum í dag en sagði PSG vera á meðal möguleika í stöðunni. „Það er möguleiki, en ég hef ekki gengið frá neinu við neinn.“ sagði Messi. „Það eru nokkur félög sem hafa sýnt áhuga. Ekkert er í hendi en við erum augljóslega í viðræðum við þá.“ BREAKING: Lionel Messi to PSG is DONE! He will have his medical tonight or tomorrow morning in Paris before signing his contract sources have told @LaurensJulien pic.twitter.com/eNb2cWOp3Z— ESPN FC (@ESPNFC) August 8, 2021 Í París mun Messi endurnýja kynni sín við Brasilíumanninn Neymar, en þeir léku saman hjá Barcelona um fjögurra ára skeið, frá 2013 til 2017, áður en sá brasilíski var keyptur fyrir metfé til Parísar. Neymar er sagður hafa boðið Messi að fá treyju númer 10 frá sér hjá franska félaginu, en Messi muni hafna því og bera númerið 19. Hann bar það hjá Barcelona árin 2006 til 2008, áður en hann fékk tíuna eftir að landi Neymars, Ronaldinho, yfirgaf spænska félagið. Messi mun skrifa undir tveggja ára samning í frönsku höfuðborginni að verðmæti 25 milljónum evra á ári. Messi fær því tæplega hálfa milljón evra í vikulaun hjá PSG. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Sjá meira
Messi stóð fyrir blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem hann útskýrði brottför sína frá Barcelona og sagðist hann ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en hann segir nýjan samning hafa verið kláran en fjármálareglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert að verkum að ekki gekk upp að skrifa undir hann. Franski miðillinn L'Equipe er á meðal þeirra fjölmörgu erlendu miðla sem greina frá því eftir fund Messis í dag að hann muni ganga frá skiptum sínum til Paris Saint-Germain í Frakklandi. L'Equipe segir skiptin ganga í gegn í dag, en ESPN segir að hann fari í læknisskoðun í París í dag og skrifi undir á morgun. Messi vildi ekki staðfesta hvert för hans væri heitið eftir brottförina frá Barcelona á fundinum í dag en sagði PSG vera á meðal möguleika í stöðunni. „Það er möguleiki, en ég hef ekki gengið frá neinu við neinn.“ sagði Messi. „Það eru nokkur félög sem hafa sýnt áhuga. Ekkert er í hendi en við erum augljóslega í viðræðum við þá.“ BREAKING: Lionel Messi to PSG is DONE! He will have his medical tonight or tomorrow morning in Paris before signing his contract sources have told @LaurensJulien pic.twitter.com/eNb2cWOp3Z— ESPN FC (@ESPNFC) August 8, 2021 Í París mun Messi endurnýja kynni sín við Brasilíumanninn Neymar, en þeir léku saman hjá Barcelona um fjögurra ára skeið, frá 2013 til 2017, áður en sá brasilíski var keyptur fyrir metfé til Parísar. Neymar er sagður hafa boðið Messi að fá treyju númer 10 frá sér hjá franska félaginu, en Messi muni hafna því og bera númerið 19. Hann bar það hjá Barcelona árin 2006 til 2008, áður en hann fékk tíuna eftir að landi Neymars, Ronaldinho, yfirgaf spænska félagið. Messi mun skrifa undir tveggja ára samning í frönsku höfuðborginni að verðmæti 25 milljónum evra á ári. Messi fær því tæplega hálfa milljón evra í vikulaun hjá PSG.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti