Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. ágúst 2021 19:10 Kamilla segir mikilvægast að vernda viðkvæmustu hópana. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. „Ég veit ekki endilega hvort það sé rétt að reyna að ná hjarðónæmi en ef það er ekki stefnan að reyna að hafa hemil á þessu að þá verðum við bara að verja viðkvæmustu staðina, stofnanir og fyrirtæki og innviðina hjá okkur,“ segir Kamilla. Hún virðist þar af leiðandi á öndverðum meiði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem sagði í dag að markmiðið ætti ekki lengur að vera útrýming veirunnar, heldur frekar að reyna að ná upp hjarðónæmi – en án þess að spítalakerfið riði til falls. Vernda þurfi viðkvæmustu hópana og að áskorunin nú sé að klára örvunarbólusetningar. Kamilla sagðist ekki hafa lesið viðtalið við Þórólf, né rætt við hann, og því geti hún ekki tjáð sig sérstaklega um það. Ansi margir þurfi þó að smitast til þess að hjarðónæmi við delta-afbrigðinu verði náð. Hún segir að viðkvæmustu hóparnir séu aðeins varðir með því að takmarka hópamyndanir. Því sé eðlilegt að þeir sem geti sinnt vinnu heiman frá geri það. „Og bara takmarka samskipti augliti til auglits eins og hægt er.“ Þá segir hún stöðuna í samfélaginu ekki hafa versnað. „Síðasta vika var svipuð vikunni á undan. Það varð engin sérstök sprenging en delta-veiran virðist valda hraðar einkennum en fyrri afbrigði, þannig að mögulega hefðum við átt að vera farin að sjá í lok vikunnar ef það hefði orðið einhver veruleg útbreiðsla síðustu helgi, en það er ekkert alveg útséð um það.“ Kamilla lýsti í vikunni áhyggjum af stöðunni og sagði að ef ekkert yrði að gert gæti kerfið hreinlega brostið. „Það bara verður að koma í ljós hvort að það verður eða ekki. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
„Ég veit ekki endilega hvort það sé rétt að reyna að ná hjarðónæmi en ef það er ekki stefnan að reyna að hafa hemil á þessu að þá verðum við bara að verja viðkvæmustu staðina, stofnanir og fyrirtæki og innviðina hjá okkur,“ segir Kamilla. Hún virðist þar af leiðandi á öndverðum meiði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem sagði í dag að markmiðið ætti ekki lengur að vera útrýming veirunnar, heldur frekar að reyna að ná upp hjarðónæmi – en án þess að spítalakerfið riði til falls. Vernda þurfi viðkvæmustu hópana og að áskorunin nú sé að klára örvunarbólusetningar. Kamilla sagðist ekki hafa lesið viðtalið við Þórólf, né rætt við hann, og því geti hún ekki tjáð sig sérstaklega um það. Ansi margir þurfi þó að smitast til þess að hjarðónæmi við delta-afbrigðinu verði náð. Hún segir að viðkvæmustu hóparnir séu aðeins varðir með því að takmarka hópamyndanir. Því sé eðlilegt að þeir sem geti sinnt vinnu heiman frá geri það. „Og bara takmarka samskipti augliti til auglits eins og hægt er.“ Þá segir hún stöðuna í samfélaginu ekki hafa versnað. „Síðasta vika var svipuð vikunni á undan. Það varð engin sérstök sprenging en delta-veiran virðist valda hraðar einkennum en fyrri afbrigði, þannig að mögulega hefðum við átt að vera farin að sjá í lok vikunnar ef það hefði orðið einhver veruleg útbreiðsla síðustu helgi, en það er ekkert alveg útséð um það.“ Kamilla lýsti í vikunni áhyggjum af stöðunni og sagði að ef ekkert yrði að gert gæti kerfið hreinlega brostið. „Það bara verður að koma í ljós hvort að það verður eða ekki. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira