Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Einn greindist við landamærin í gær.
Af þeim sem greindust í gær greindust 78 við einkennasýnatöku og 28 í sóttkvíar- og handahófsskimun.
Alls eru nú 1.384 í einangrun, 2.232 í sóttkví og 1.023 í skimunarsóttkví.
Fjölgar um sex á sjúkrahúsi
Yfir helgina fjölgaði um sex á sjúkrahúsi en nú eru alls 24 inniliggjandi á Landspítala smitaðir af Covid-19. Einn var þá lagður inn á gjörgæslu.
Fréttin hefur verið uppfærð.