Þeir voru í bölvuðum vandræðum í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 16:30 Úr leik KA og FH fyrr á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir uppspil KA er liðið gerði 2-2 jafntefli við Víking í Pepsi Max deild karla um helgina. Þó Akureyringar hafi jafnað metin undir lokin voru þeir í stökustu vandræðum framan af leik. „Þeir hafa bætt sig gríðarlega mikið í því undir stjórn Arnars (Grétarssonar). Þeir þora yfirleitt að spila út en þetta var leikurinn í fyrri hálfleik. Víkingar að pressa og gera það vel. Við höfum séð það áður hjá Víkingum.“ „Þetta gekk mjög illa hjá KA í fyrri og eins og ég segi þá var það fast leikatriði sem bjargaði þessum leik fyrir KA þó að Arnar hafi talað um að þeir hafi verið betri í seinni hálfleik,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, er myndir úr fyrri hálfleik rúlluðu. „Við sjáum hérna að þeir voru í bölvuðum vandræðum í fyrri hálfleik og fleiri klippur sem við hefðum getað tekið. Meira að segja Stubburinn (Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA) var tæpur einu sinni þegar hann lék á sóknarmann.“ „Þarna sjáum við svo spjald fyrir dýfu í kjölfarið sem bara með smá klókindum hjá Loga (Tómassyni) – þá er ég ekki að tala um að láta sig detta heldur hefði hann getað komist framhjá honum – þá hefði þetta getað orðið mark. Þetta kemur eftir að KA er að byrja sitt uppspil.“ „Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja, smá kæruleysisleg sóknaruppbygging hjá KA en það er líka bara hættulegt að gera það á móti Víkingum sem eru yfirleitt mjög góðir í sinni pressu,“ sagði Baldur að endingu áður en Atli Viðar Björnsson átti lokaorðið. „Ég ætlaði einmitt að segja það. Mér fannst pressan hjá Víkingum miklu betri en á móti Blikunum síðast. Fóru hærra með liðið, þetta var gert með meiri sannfæringu og það voru allir með. Á móti Blikunum slitnaði svakalega á milli þeirra, ein til tvær sendingar og þá var búið að tæta pressuna þeirra í sig þannig það var allt annað að sjá hana núna.“ Klippa: Stúkan: Umræða um uppspil KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07 „Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
„Þeir hafa bætt sig gríðarlega mikið í því undir stjórn Arnars (Grétarssonar). Þeir þora yfirleitt að spila út en þetta var leikurinn í fyrri hálfleik. Víkingar að pressa og gera það vel. Við höfum séð það áður hjá Víkingum.“ „Þetta gekk mjög illa hjá KA í fyrri og eins og ég segi þá var það fast leikatriði sem bjargaði þessum leik fyrir KA þó að Arnar hafi talað um að þeir hafi verið betri í seinni hálfleik,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, er myndir úr fyrri hálfleik rúlluðu. „Við sjáum hérna að þeir voru í bölvuðum vandræðum í fyrri hálfleik og fleiri klippur sem við hefðum getað tekið. Meira að segja Stubburinn (Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA) var tæpur einu sinni þegar hann lék á sóknarmann.“ „Þarna sjáum við svo spjald fyrir dýfu í kjölfarið sem bara með smá klókindum hjá Loga (Tómassyni) – þá er ég ekki að tala um að láta sig detta heldur hefði hann getað komist framhjá honum – þá hefði þetta getað orðið mark. Þetta kemur eftir að KA er að byrja sitt uppspil.“ „Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja, smá kæruleysisleg sóknaruppbygging hjá KA en það er líka bara hættulegt að gera það á móti Víkingum sem eru yfirleitt mjög góðir í sinni pressu,“ sagði Baldur að endingu áður en Atli Viðar Björnsson átti lokaorðið. „Ég ætlaði einmitt að segja það. Mér fannst pressan hjá Víkingum miklu betri en á móti Blikunum síðast. Fóru hærra með liðið, þetta var gert með meiri sannfæringu og það voru allir með. Á móti Blikunum slitnaði svakalega á milli þeirra, ein til tvær sendingar og þá var búið að tæta pressuna þeirra í sig þannig það var allt annað að sjá hana núna.“ Klippa: Stúkan: Umræða um uppspil KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07 „Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07
„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17