Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2021 12:10 Kári situr fyrir svörum klukkan 16. Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. Sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til harðari aðgerðir innanlands og lét þau ummæli falla í gær að veiran yrði að ganga yfir samfélagið til að ná hjarðónæmi, án þess þó að það myndi valda of miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Hann mætti svo í kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins samdægurs og sagði að enn væri markmiðið að halda veirunni í skefjum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á föstudag að ekki væri réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag og gripið var til þegar fyrsta og önnur bylgja faraldursins gekk yfir því nú væru margir varðir með bólusetningu. Hann stakk hins vegar upp á að takmarka ætti frelsi þeirra sem hafna bólusetningu, en dró þá tillögu til baka samdægurs. Kári mætir í umræðuþáttinn Pallborðið á Vísi klukkan 16 í dag til að ræða þessi mál, og rík þörf á því enda óljóst eins og sakir standa hvert framhaldið verður og ágreiningur uppi í samfélaginu hver sú leið ætti að vera. Núverandi aðgerðir innanlands gilda til föstudagsins 13. ágúst og mun ríkisstjórnin koma saman til fundar á morgun þar sem þessi mál verða vafalaust rædd. Uppfært: Útsendingu Pallborðsins er lokið en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pallborðið - Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Pallborðið Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til harðari aðgerðir innanlands og lét þau ummæli falla í gær að veiran yrði að ganga yfir samfélagið til að ná hjarðónæmi, án þess þó að það myndi valda of miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Hann mætti svo í kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins samdægurs og sagði að enn væri markmiðið að halda veirunni í skefjum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á föstudag að ekki væri réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag og gripið var til þegar fyrsta og önnur bylgja faraldursins gekk yfir því nú væru margir varðir með bólusetningu. Hann stakk hins vegar upp á að takmarka ætti frelsi þeirra sem hafna bólusetningu, en dró þá tillögu til baka samdægurs. Kári mætir í umræðuþáttinn Pallborðið á Vísi klukkan 16 í dag til að ræða þessi mál, og rík þörf á því enda óljóst eins og sakir standa hvert framhaldið verður og ágreiningur uppi í samfélaginu hver sú leið ætti að vera. Núverandi aðgerðir innanlands gilda til föstudagsins 13. ágúst og mun ríkisstjórnin koma saman til fundar á morgun þar sem þessi mál verða vafalaust rædd. Uppfært: Útsendingu Pallborðsins er lokið en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pallborðið - Kári Stefánsson
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Pallborðið Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Sjá meira