Hreppaflutningar 21. aldarinnar Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 13:31 Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna. Að loknu góðu ævistarfi er komið að því að fá að njóta afrakstursins, lifa mannsæmandi lífi áhyggjulaust, með reisn og mannhelgi. Nei bíddu nú við? Hér er excelskjal og tölvuútreikningur sem segir nei! Það er ekki til peningur til að sjá um fólkið sem kom okkur hingað. Bjó til þessar tölvur og hannaði þetta forrit. Fólkið sem sótti sjóinn, ræktaði landið, byggði upp og bjó til betra líf fyrir okkur hin. Enginn peningur til. Menn eiga bara að sætta sig við það. Eitt er að veita ekki okkar besta fólki þau lágmarksréttindi að fá að lifa áhyggjulaust. Annað er síðan að hreinlega hafa af þeim mannlega reisn. Þar er víða pottur brotinn og að mínu mati merki um úrkynjun mannlegs samfélags að hugsa ekki um foreldra okkar og forfólk. Ein birtingarmynd þess hve illa er staðið að málum aldraðra eru svokallaðir hreppaflutningar. Hér á árum áður þótti það fremur niðurlægjandi að vera fluttur hreppaflutningum. Fátækt og veikt fólk hreinlega flutt gegn vilja sínum því það þótti of mikil byrði. Og hér erum við. Tiltölulega nýgengin inn í 21. öldina og flytjum gamalt og veikt fólk hreppaflutningum því það er of mikið vandamál. Ég á góða vini í fólki úr sveitinni minni. Hjón sem hafa búið saman vel yfir hálfa öld. Stutt hvort annað og staðið saman í lífsins ólgusjó. Í blíðu og í stríðu. En nú mæðir á. Í stríðu eru veikindi mannsins. Aldurinn færist yfir og hann þarf inni á dvalarheimili. En getur nærsamfélagið hans veitt honum þá þjónustu og þeirra hjónabandi þá reisn að fá að búa í nálægð við hvort annað? Nei það er ekki svo. Nú er vinkona mín og eiginkonan ein við eldhúsborðið sitt upp á Egilsstöðum og bíður þess að fá næst far niður á Fáskrúðsfjörð að hitta manninn sinn. Fá að standa með honum. Í blíðu og í stríðu. Svona launum við fólkinu okkar framlag þeirra. Öldrunarþjónusta í nærsamfélagi er mannréttindamál. Styrkjum heilbrigðiskerfið okkar, styðjum sveitarfélög til frekari sjálfbærni svo þau fái sjálf að halda utan um fólkið sitt. Mannúð á aldrei að vera sett í excel skjal. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna. Að loknu góðu ævistarfi er komið að því að fá að njóta afrakstursins, lifa mannsæmandi lífi áhyggjulaust, með reisn og mannhelgi. Nei bíddu nú við? Hér er excelskjal og tölvuútreikningur sem segir nei! Það er ekki til peningur til að sjá um fólkið sem kom okkur hingað. Bjó til þessar tölvur og hannaði þetta forrit. Fólkið sem sótti sjóinn, ræktaði landið, byggði upp og bjó til betra líf fyrir okkur hin. Enginn peningur til. Menn eiga bara að sætta sig við það. Eitt er að veita ekki okkar besta fólki þau lágmarksréttindi að fá að lifa áhyggjulaust. Annað er síðan að hreinlega hafa af þeim mannlega reisn. Þar er víða pottur brotinn og að mínu mati merki um úrkynjun mannlegs samfélags að hugsa ekki um foreldra okkar og forfólk. Ein birtingarmynd þess hve illa er staðið að málum aldraðra eru svokallaðir hreppaflutningar. Hér á árum áður þótti það fremur niðurlægjandi að vera fluttur hreppaflutningum. Fátækt og veikt fólk hreinlega flutt gegn vilja sínum því það þótti of mikil byrði. Og hér erum við. Tiltölulega nýgengin inn í 21. öldina og flytjum gamalt og veikt fólk hreppaflutningum því það er of mikið vandamál. Ég á góða vini í fólki úr sveitinni minni. Hjón sem hafa búið saman vel yfir hálfa öld. Stutt hvort annað og staðið saman í lífsins ólgusjó. Í blíðu og í stríðu. En nú mæðir á. Í stríðu eru veikindi mannsins. Aldurinn færist yfir og hann þarf inni á dvalarheimili. En getur nærsamfélagið hans veitt honum þá þjónustu og þeirra hjónabandi þá reisn að fá að búa í nálægð við hvort annað? Nei það er ekki svo. Nú er vinkona mín og eiginkonan ein við eldhúsborðið sitt upp á Egilsstöðum og bíður þess að fá næst far niður á Fáskrúðsfjörð að hitta manninn sinn. Fá að standa með honum. Í blíðu og í stríðu. Svona launum við fólkinu okkar framlag þeirra. Öldrunarþjónusta í nærsamfélagi er mannréttindamál. Styrkjum heilbrigðiskerfið okkar, styðjum sveitarfélög til frekari sjálfbærni svo þau fái sjálf að halda utan um fólkið sitt. Mannúð á aldrei að vera sett í excel skjal. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun