Hvetur efasemdafólk um bólusetningar til að rölta um kirkjugarða borgarinnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. ágúst 2021 11:12 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Stöð 2 Ónæmisfræðingur segir mikinn sigur að bóluefnin sem hafi ekki verið þróuð gegn delta-afbrigðinu veiti eins góða vörn gegn alvarlegum veikindum og raun ber vitni. Hann hvetur þá sem vilja ekki láta bólusetja sig til að skoða legsteina barna sem fallið hafa í fyrri faröldrum. „Í heildina líst mér vel á þetta en auðvitað erum við frekar óhress með að vörnin hefði kannski ekki verið eins góð og raun ber vitni gegn smitinu,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, sem fór yfir virkni bóluefna í Bítinu í morgun. „En það þarf hins vegar alls ekki að koma á óvart því við erum núna að eiga við béskotans vágest sem er öflugur í því að breyta sér og fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Það er stóri vandinn.“ Hann bindur miklar vonir við nýtt bóluefni sem Pfizer er að þróa og er nánast tilbúið. Það eigi að virka mun betur gegn delta-afbrigði veirunnar. Björn Rúnar vonast til að það bóluefni verði ekki að fara í gegn um eins mikið eftirlit og fyrri bóluefnin því nú sé komin reynsla á hvernig bóluefni af þessari gerð virki. Hann er ekki sammála því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson hafa haldið fram síðustu daga, um að eina leiðin að hjarðónæmi sé sú að meginþorri þjóðarinnar smitist á einhverjum tímapunkti. Þar bindur Björn Rúnar enn vonir við að bóluefnin geti skilað sínu, bæði þau sem nú þegar hafa verið notuð, örvunarskammtar með þeim og ný bóluefni sem munu koma fram og vernda betur gegn smiti. Til þess verður heimsbyggðin öll að verða bólusett sem fyrst: „Besta vörnin fyrir heimsbyggðina er að bólusetja heimsbyggðina strax. Og þá fáum við almennilega dekkun og þá minnka líkurnar á því að við fáum ný og ný afbrigði. Veiran mun halda áfram að breyta sér alveg stöðugt þannig að mín spá er enn þá að við þurfum annað bóluefni svona nokkuð reglulega og að endurbólusetja,“ sagði Björn. Skilaboð til þeirra sem eru á móti bólusetningum Hann segist ekki hafa of miklar áhyggjur af þeim hópi sem er á móti bólusetningum. Frekar hefur hann áhyggjur af þeim hópi sem hefur ekki aðgang að bóluefni í fátækari ríkjum heimsins. Við þá sem vilja ekki láta bólusetja sig hafði hann þetta að segja: „Ég hvet þetta fólk til að taka sér göngutúra um kirkjugarða Reykjavíkur, skoða legsteinana og sjá það hvernig þessar barnaveikir voru að stráfella kornabörn. Þetta er átakanlegt oft að horfa á þessa legsteina og sjá ártölin. Heilu fjölskyldurnar á sínum tíma. Þannig ég hvet fólkið bara til að labba þarna um og velta þessum málum fyrir sér og svo þá bara að tala við mig eða við fólkið sem hefur helgað líf sitt þessu og hefur engra hagsmuna að gæta.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Sjá meira
„Í heildina líst mér vel á þetta en auðvitað erum við frekar óhress með að vörnin hefði kannski ekki verið eins góð og raun ber vitni gegn smitinu,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, sem fór yfir virkni bóluefna í Bítinu í morgun. „En það þarf hins vegar alls ekki að koma á óvart því við erum núna að eiga við béskotans vágest sem er öflugur í því að breyta sér og fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Það er stóri vandinn.“ Hann bindur miklar vonir við nýtt bóluefni sem Pfizer er að þróa og er nánast tilbúið. Það eigi að virka mun betur gegn delta-afbrigði veirunnar. Björn Rúnar vonast til að það bóluefni verði ekki að fara í gegn um eins mikið eftirlit og fyrri bóluefnin því nú sé komin reynsla á hvernig bóluefni af þessari gerð virki. Hann er ekki sammála því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson hafa haldið fram síðustu daga, um að eina leiðin að hjarðónæmi sé sú að meginþorri þjóðarinnar smitist á einhverjum tímapunkti. Þar bindur Björn Rúnar enn vonir við að bóluefnin geti skilað sínu, bæði þau sem nú þegar hafa verið notuð, örvunarskammtar með þeim og ný bóluefni sem munu koma fram og vernda betur gegn smiti. Til þess verður heimsbyggðin öll að verða bólusett sem fyrst: „Besta vörnin fyrir heimsbyggðina er að bólusetja heimsbyggðina strax. Og þá fáum við almennilega dekkun og þá minnka líkurnar á því að við fáum ný og ný afbrigði. Veiran mun halda áfram að breyta sér alveg stöðugt þannig að mín spá er enn þá að við þurfum annað bóluefni svona nokkuð reglulega og að endurbólusetja,“ sagði Björn. Skilaboð til þeirra sem eru á móti bólusetningum Hann segist ekki hafa of miklar áhyggjur af þeim hópi sem er á móti bólusetningum. Frekar hefur hann áhyggjur af þeim hópi sem hefur ekki aðgang að bóluefni í fátækari ríkjum heimsins. Við þá sem vilja ekki láta bólusetja sig hafði hann þetta að segja: „Ég hvet þetta fólk til að taka sér göngutúra um kirkjugarða Reykjavíkur, skoða legsteinana og sjá það hvernig þessar barnaveikir voru að stráfella kornabörn. Þetta er átakanlegt oft að horfa á þessa legsteina og sjá ártölin. Heilu fjölskyldurnar á sínum tíma. Þannig ég hvet fólkið bara til að labba þarna um og velta þessum málum fyrir sér og svo þá bara að tala við mig eða við fólkið sem hefur helgað líf sitt þessu og hefur engra hagsmuna að gæta.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Sjá meira