Staðurinn þar sem menn missa vitið Hans Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 08:30 Það er opinber stofnun á Íslandi sem hefur það hlutverk að sinna og viðhalda öryggisneti sem er ætlað að grípa okkur ef við fæðumst með eða myndum með okkur langvarandi eða varanlegt sjúkdómsástand. Þessi stofnun ratar í fréttirnar öðru hverju en ég hef allavega aldrei séð fréttaflutning af því að hún sé að standa sig með sóma. Tryggingastofnun ríkisins er núna aftur í fréttum. Í þetta skiptið er TR komið í fréttirnar fyrir lélega stjórnsýslu. Eða réttara sagt, fyrir að fylgja ekki forminu um hvernig opinberar ákvarðanir skulu vera teknar og tilkynntar. Tryggingastofnun ríkisins nefnilega ákvað að vegna þess að starfsfólk þeirra hefur orðið fyrir áreiti þá sé best bara að öll samskipti frá þeim berist án nokkurar undirritunar. Þau bera fyrir sig að ákvarðanir séu allar teknar í samræmi við lög og reglur og að persónuvernd sé mikilvæg. Þetta eru svosem góðar útskýringar, en það má gjarnan minnast á að Tryggingastofnun ríkisins hefur skeytt lítið um persónuvernd skjólstæðinga sinna hingað til. TR varð til dæmis uppvíst um ólögmætar persónunjósnir um öryrkja í miðjum heimsfaraldri sem urðu til þess að öryrki var sviptur réttindum sínum. Það er annars ekkert nýtt að TR fari á svig við lög eða reglur. Það eru til dæmi þess að Tryggingastofnun setji strangari reglur en kveðið er um á í lögum og þannig neitað fólki um þá aðstoð sem það hefur rétt á. TR hefur jafnvel dregið í efa að þroskaskerðingar séu meðfæddar til þess að réttlæta ákvarðanir sínar og svo gefið eftiráskýringar sem eru ekki í samræmi við þær reglur sem vísað var í við ákvarðanatöku. Það kemur kannski ennþá of mörgum okkar á óvart að í nýlegri úttekt á TR þá kom í ljós að yfir 90% lífeyrisþega fengu rangt greitt frá Tryggingastofnun Ríkisins á árunum 2016-19. Svo þegar kemur í ljós að fólk hefur fengið of mikið greitt frá TR þá á stofnunin til með að ganga fram af slíkri hörku og slíku offorsi að Umboðsmaður Alþingis finnur sig knúinn til þess að ávíta stofnunina fyrir að ganga gegn meðalhófsreglu. Og svo er það búsetuskerðingarmálið en Tryggingastofnun ríkisins, öryggisnetið sem á að grípa veikustu meðlimi samfélagsins, hafði hlunnfarið skjólstæðinga sína um meira en hálfan milljarð á ári í mörg ár þegar það kom til tals fyrir rúmlega tveim árum. Skerðingar sem voru á síðasta ári dæmdar ólöglegar frá upphafi. Það að fela nöfn þeirra sem að taka ákvarðanir um líf annara er að fjarlægja ábyrgðina af herðum þeirra sem að taka ákvarðanirnar. Tryggingastofnun sjálf segist bera ábyrgðina á endanum og að það sé ekki að sakast við starfsfólk sem fari eftir lögum og reglum en eins og ég fór hér í stuttu máli yfir þá eru lögbrot TR ekki óþekkt. Á sama tíma veit ég ekki alveg hvaða gögn TR hefur um mig í sínum fórum né hvað stendur í þeim. Ég hef beðið um að fá afrit af þeim persónugreinanlegu gögnum sem stofnunin hefur um mig, og sem þeim ber skylda til að afhenda mér samkvæmt lögum en þau neita mér um þau. Ég get sent þeim upplýsingar um mig, en þau segjast ekki geta sent mér afrit af því sem þau fá til sín um mig, sama hvaðan það kemur. 17.gr. Laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Tryggingastofnun ríkisins er nefnilega ógagnsætt og flókið batterí sem er gríðarlegur streituvaldur í lífi mínu og allra annarra öryrkja sem ég þekki. Á örfárra ára fresti þarf ég að fara aftur með mín krónísku vandamál til TR og láta þau vita að það sem að er ekki hægt að laga sé ennþá ekki búið að lagast. Þau segja mér hvaða pappíra ég á að færa þeim en það er einungis vegna þess að ég hef spurst fyrir það áður að ég veit að það er ekki réttur listi. Sumt þarf ég ekki að koma með lengur og sumt er ekki á listanum. Þetta eina dæmi er hluti af því hvers vegna fólk með kvíðavandamál fer yfirleitt illa út úr öllum samskiptum sínum við TR. Þegar kom að því að ég þurfti á bifreiðastyrk að halda vegna fötlunar minnar upplifði ég frá fyrstu hendi hversu tilviljanakenndar ákvarðanir þessarar stofnunar eru. Til að byrja með var einungis samþykkt helming þeirrar upphæðar sem ég átti með vissu rétt á. Leiðrétting varð á vegna minnar eigin vinnu við það. Næsta skref ferlisins var að kaupa bifreið, og þar á eftir að sækja um samþykki TR fyrir kaupunum. Þá var endurgreiðsla styrksins í sjónarmáli. Ég bað um að sjá reglur um kaupin, um það hvernig bifreið væri leyfð og þar fram eftir götunum en var svarað að vera “bara ekkert að kaupa einhverja vitleysu”. Þessu ferli gleymi ég ekki því þarna var mjög greinilegt að engar reglur voru til staðar. Að þarna væru tilviljanakenndar geðþóttaákvarðanir sem réðu ferðinni. Ákvarðanir sem engin stendur á bak við. Þetta og ýmislegt fleira er ástæðan fyrir því að þegar það er kominn tími til að endurnýja umsóknir og fara aðra umferð í gegnum þessa stofnun þá sé ég alltaf fyrir mér atriðið úr Ástríki og þrautunum tólf. Atriðið þar sem Ástríkur og Steinríkur eru sendir inn í stofnun til að sækja eitt lítið leyfisbréf. Staðurinn þar sem átti að sinna smávegis pappírsvinnu. Staðurinn þar sem menn missa vitið. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjörkæmi við Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það er opinber stofnun á Íslandi sem hefur það hlutverk að sinna og viðhalda öryggisneti sem er ætlað að grípa okkur ef við fæðumst með eða myndum með okkur langvarandi eða varanlegt sjúkdómsástand. Þessi stofnun ratar í fréttirnar öðru hverju en ég hef allavega aldrei séð fréttaflutning af því að hún sé að standa sig með sóma. Tryggingastofnun ríkisins er núna aftur í fréttum. Í þetta skiptið er TR komið í fréttirnar fyrir lélega stjórnsýslu. Eða réttara sagt, fyrir að fylgja ekki forminu um hvernig opinberar ákvarðanir skulu vera teknar og tilkynntar. Tryggingastofnun ríkisins nefnilega ákvað að vegna þess að starfsfólk þeirra hefur orðið fyrir áreiti þá sé best bara að öll samskipti frá þeim berist án nokkurar undirritunar. Þau bera fyrir sig að ákvarðanir séu allar teknar í samræmi við lög og reglur og að persónuvernd sé mikilvæg. Þetta eru svosem góðar útskýringar, en það má gjarnan minnast á að Tryggingastofnun ríkisins hefur skeytt lítið um persónuvernd skjólstæðinga sinna hingað til. TR varð til dæmis uppvíst um ólögmætar persónunjósnir um öryrkja í miðjum heimsfaraldri sem urðu til þess að öryrki var sviptur réttindum sínum. Það er annars ekkert nýtt að TR fari á svig við lög eða reglur. Það eru til dæmi þess að Tryggingastofnun setji strangari reglur en kveðið er um á í lögum og þannig neitað fólki um þá aðstoð sem það hefur rétt á. TR hefur jafnvel dregið í efa að þroskaskerðingar séu meðfæddar til þess að réttlæta ákvarðanir sínar og svo gefið eftiráskýringar sem eru ekki í samræmi við þær reglur sem vísað var í við ákvarðanatöku. Það kemur kannski ennþá of mörgum okkar á óvart að í nýlegri úttekt á TR þá kom í ljós að yfir 90% lífeyrisþega fengu rangt greitt frá Tryggingastofnun Ríkisins á árunum 2016-19. Svo þegar kemur í ljós að fólk hefur fengið of mikið greitt frá TR þá á stofnunin til með að ganga fram af slíkri hörku og slíku offorsi að Umboðsmaður Alþingis finnur sig knúinn til þess að ávíta stofnunina fyrir að ganga gegn meðalhófsreglu. Og svo er það búsetuskerðingarmálið en Tryggingastofnun ríkisins, öryggisnetið sem á að grípa veikustu meðlimi samfélagsins, hafði hlunnfarið skjólstæðinga sína um meira en hálfan milljarð á ári í mörg ár þegar það kom til tals fyrir rúmlega tveim árum. Skerðingar sem voru á síðasta ári dæmdar ólöglegar frá upphafi. Það að fela nöfn þeirra sem að taka ákvarðanir um líf annara er að fjarlægja ábyrgðina af herðum þeirra sem að taka ákvarðanirnar. Tryggingastofnun sjálf segist bera ábyrgðina á endanum og að það sé ekki að sakast við starfsfólk sem fari eftir lögum og reglum en eins og ég fór hér í stuttu máli yfir þá eru lögbrot TR ekki óþekkt. Á sama tíma veit ég ekki alveg hvaða gögn TR hefur um mig í sínum fórum né hvað stendur í þeim. Ég hef beðið um að fá afrit af þeim persónugreinanlegu gögnum sem stofnunin hefur um mig, og sem þeim ber skylda til að afhenda mér samkvæmt lögum en þau neita mér um þau. Ég get sent þeim upplýsingar um mig, en þau segjast ekki geta sent mér afrit af því sem þau fá til sín um mig, sama hvaðan það kemur. 17.gr. Laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Tryggingastofnun ríkisins er nefnilega ógagnsætt og flókið batterí sem er gríðarlegur streituvaldur í lífi mínu og allra annarra öryrkja sem ég þekki. Á örfárra ára fresti þarf ég að fara aftur með mín krónísku vandamál til TR og láta þau vita að það sem að er ekki hægt að laga sé ennþá ekki búið að lagast. Þau segja mér hvaða pappíra ég á að færa þeim en það er einungis vegna þess að ég hef spurst fyrir það áður að ég veit að það er ekki réttur listi. Sumt þarf ég ekki að koma með lengur og sumt er ekki á listanum. Þetta eina dæmi er hluti af því hvers vegna fólk með kvíðavandamál fer yfirleitt illa út úr öllum samskiptum sínum við TR. Þegar kom að því að ég þurfti á bifreiðastyrk að halda vegna fötlunar minnar upplifði ég frá fyrstu hendi hversu tilviljanakenndar ákvarðanir þessarar stofnunar eru. Til að byrja með var einungis samþykkt helming þeirrar upphæðar sem ég átti með vissu rétt á. Leiðrétting varð á vegna minnar eigin vinnu við það. Næsta skref ferlisins var að kaupa bifreið, og þar á eftir að sækja um samþykki TR fyrir kaupunum. Þá var endurgreiðsla styrksins í sjónarmáli. Ég bað um að sjá reglur um kaupin, um það hvernig bifreið væri leyfð og þar fram eftir götunum en var svarað að vera “bara ekkert að kaupa einhverja vitleysu”. Þessu ferli gleymi ég ekki því þarna var mjög greinilegt að engar reglur voru til staðar. Að þarna væru tilviljanakenndar geðþóttaákvarðanir sem réðu ferðinni. Ákvarðanir sem engin stendur á bak við. Þetta og ýmislegt fleira er ástæðan fyrir því að þegar það er kominn tími til að endurnýja umsóknir og fara aðra umferð í gegnum þessa stofnun þá sé ég alltaf fyrir mér atriðið úr Ástríki og þrautunum tólf. Atriðið þar sem Ástríkur og Steinríkur eru sendir inn í stofnun til að sækja eitt lítið leyfisbréf. Staðurinn þar sem átti að sinna smávegis pappírsvinnu. Staðurinn þar sem menn missa vitið. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjörkæmi við Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar