Íslenski boltinn

Sjáðu Reyni Haralds skora þrennu á fimm mínútum í Mjólkur­bikarnum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reynir Haraldsson fagnar þriðja markinu með liðsfélögunum og stuðningsmönnum ÍR-liðsins.
Reynir Haraldsson fagnar þriðja markinu með liðsfélögunum og stuðningsmönnum ÍR-liðsins. Skjámynd/S2 Sport

2. deildarlið ÍR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær eftir 3-2 útisigur á Fjölni í Grafarvogi.

Hetja ÍR-inga í leiknum var án efa Reynir Haraldsson sem skoraði öll mörk liðsins í leiknum.

Reynir Haraldsson skorar hér fyrsta markið sitt í leiknum.Skjámynd/S2 Sport

Fjölnir komst í 2-0 með sjálfsmarki og marki Lúkasar Loga Heimissonar sem bæði komu á fyrsta hálftímanum. Fjölnismenn voru síðan enn með tveggja marka forskot þegar 55 mínútur voru liðnar af leiknum.

Þá tók Reynir til sinna ráða og skorað þrjú mörk á nákvæmlega fimm mínútum og tveimur sekúndum. Það þarf eiginlega að sjá þetta til að trúa því en sjaldan hafa menn skorað þrennu í bikarnum á skemmri tíma.

Fyrsta markið kom þegar 55:53 voru liðnar af hálfleiknum, annað markið þegar 58:35 voru liðnar og síðasta markið kom úr víti þegar 60:55 voru liðnar af seinni hálfleiknum.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og ÍR var fyrsta liðið til að komast í átta liða úrslitin.

Reynir var búinn að skora eitt mark í fimmtán bikarleikjum fyrir leikinn í gær.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin í leiknum á Extra vellinum í Grafarvogi í gær.

Klippa: Mörkin úr leik Fjölnis og ÍR í Mjólkurbikarnum

Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×