Fótbolti

Mikkel­sen ekki lengi að finna sér nýtt lið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thomas Mikkelsen í leik gegn HK.
Thomas Mikkelsen í leik gegn HK. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Framherjinn Thomas Mikkelsen var ekki lengi að finna sér lið í heimalandinu eftir að hafa yfirgefið Breiðablik á dögunum. C-deildarlið Kolding staðfesti komu Mikkelsen nú árla morguns.

Mikkelsen hefur verið einhver albesti framherji Íslands undanfarin ár og er samkvæmt Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, jafnvel enn betri manneskja. 

Framherjinn knái gekk í raðir sumarið 2018 eftir stutt stopp í Skotlandi og hóf strax að raða inn mörkum. Alls skoraði hann 51 mark í 75 deildar, bikar og Evrópuleikjum fyrir Breiðablik.

Mikkelsen hefur samið við Kolding og mun hjálpa liðinu að berjast um sæti í næstefstu deild. Kolding hóf tímabilið á 0-1 tapi gegn Thisted FC og er ljóst að Mikkelsen á að bæta úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×