Íslenski boltinn

Aug­lýsti tón­leika sína eftir magnaða þrennu sem skaut ÍR á­fram í bikarnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Reynir í þann mund að skora eitt af þremur mörkum sínum í gær.
Reynir í þann mund að skora eitt af þremur mörkum sínum í gær. Skjáskot

Reynir Haraldsson var óvænt hetja ÍR er liðið vann magnaðan endurkomu sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Reynir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍR eftir að lenda 2-0 undir.

Reynir hefur ekki verið þekktur fyrir að raða inn mörkum undanfarin ár en hefur bætt úr því í ár. Hann hefur skorað fjögur mörk í 14 leikjum með ÍR í 2. deildinni og nú þrjú í fjórum leikjum í Mjólkurbikarnum.

Ásamt því að sprikla með ÍR þá er Reynir tónlistarmaður og er með tónleika í októbermánuði. Í stað þess að hampa sjálfum sér að leik loknum nýtti Reynir einfaldlega tækifærið og bað fólk um að kaupa miða á tónleikana sína.

„Sú elsta og virtasta og allt það, en miðasalan fyrir tónleikana mína er í fullum gangi á Tix.is sé ykkur í Gamla Bíó 17. október,“ segir Reynir á Twitter-síðu sinni.

Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem Reynir skoraði í gær.

Klippa: Þrenna á fimm mínútum og tveimur sekúndum

Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra

Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×