Sjávarútvegur í fjötrum Einar G. Harðarson skrifar 11. ágúst 2021 11:30 Fyrir aldamótin 1900 fóru Danir með einokun á verslun á Íslandi. Leiddi það til mikillar fátæktar og vesældar Íslendinga. Það að Danir hættu einokun með viðskipti á Íslandi er stærsta einstaka efnahagslega aðgerð sem gerð hefur verið á Íslandi. Landhelgisbaráttan og samningar við kröfuhafa eftir hrunið 2008 kemur sennilega þar á eftir. Upp úr aldamótunum hófu Íslendingar stofnun samvinnufélaga og má segja að þau hafi opnað fyrir þá gátt sem seinna gerði Ísland að því sem að er í dag. Aðgerðir af þessum toga þarf nú að endurtaka. Íslendingum á að vera umhugað um gildi þess að lög á Íslandi eigi sér lýðræðislegar rætur, þ.e. að löggjafinn svari til ábyrgðar gagnvart kjósendum og standist lýðræðislega skoðun þjóðarinnar. Alþingi getur einungis sett lög sem standast sameiginlegan sáttmála þjóðarinnar, stjórnarskrána. Telja má víst að fiskveiðistjórnarlög standist ekki lýðræðislega skoðun þjóðarinnar. Óvíst er að þau hafi nokkurn tíma staðist slíka skoðun eftir að framsalsréttur var samþykktur á kvóta. Krafa þjóðarinnar er skýr og afdráttarlaus í þessum efnum. Nú þarf að krefja Alþingi um að breyta eða afnema lög sem ekki standast skíran vilja eða lýðræðislegan sáttmála þjóðarinnar. Breyta verður því lögum um fiskveiðistjórnun og taka af allan vafa um hver fer með stjórn fiskveiða og þar með eign kvótans. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að of stórt hlutfall hagnaðar lendir hjá of fáum fyrirtækjum frekar en eigendum auðlindarinnar, þ.e. almenningi. Hafa nú 10 fyrirtæki yfirráð yfir um 90% kvótans. Tillaga mín er sú að allur sjávarútvegskvóti landsins verði færður inn í sameignarfélag sem allir landsmenn með íslenskan ríkisborgararétt séu eigendur að og verði það við fæðingu eða við að öðlast ríkisborgararétt. Tillaga: Allur sjávarútvegskvóti Íslendinga skal færður til eignar samvinnufélags í eigu allra Íslendinga við stofnun þess. Aðferð, markmið og lög: 1. gr. Ráðstöfun af þessu tagi myndi standast stjórnarskrá og jafnframt 1. gr. fiskveiðistjórnarlaga. 2. gr. Hér væri ekki um þjóðnýtingu að ræða heldur endurskoðun á sambandi ríkisins sem milligönguaðila þjóðarinnar við lykil útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins.* 3. gr. Hlutverk þessa samvinnufélags væri að hámarka afrakstur og verðmæti sameiginlegrar auðlindar með hagsmuni allra landshluta og landsmanna að leiðarljósi. Bæri félaginu þó að gæta við verðlagningu aflaheimilda: a. Að útgerð sem samið væri við stæði undir kaupum á aflaheimildum og rekstri. b. Farið væri eftir við verðlagningu hvers konar veiðar væru stundaðar. Eru þær t.d. umhverfisvænar eða ekki. c. Heimilt væri að leigja aflaheimildir á t.d. 1 kr. á kg ef byggðarröskun vær í hættu. d. Allur afli væri vigtaður og með sama hætti. e. Þung viðurlög væru við rangri vigtun við löndun afla. f. Brottkast allra fiskitegunda væri bannað. g. Sérstakt verð væri reiknað á smáfisk og tegundir sem ekki eru ábatasamar, jafnvel væri leigt gjaldfrjálst en gegn því að öllum afla væri skilað í land. h. Tryggð verði nýliðun í greininni. 4. gr. Samvinnufélagið væri samningsaðili við útgerðarfyrirtæki. Félagið væri því samningsaðili á milli þeirra sem vildu kaupa og selja aflakvóta á markaði á meðan hann er ekki fyrndur. Þetta samvinnufélag myndi gera sérstaka samninga við núverandi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki um kaup á þjónustu sem væru veiðar og vinnsla á ákveðnum aflahluta. Undantekningar giltu í sérstökum tilvikum, t.d. fyrir útgerð eða fiskvinnslu samkvæmt 3.gr. 5. gr. Þeir sem hafa kvóta nú til ráðstöfunar vegna úthlutunar hafi hann áfram til notkunar en skili inn 4-5% af kvótanum inn til félagsins varanlega á hverju ári, þar til öllu hefur verið skilað til þess. Útgerð sem skilar inn aflaheimildum skal hafa forleigurétt á þeim næstu 10 árin. 6. gr. Farið væri eftir tillögum fiskistofu um veiðanlegt magn árlega af hverri fiskitegund eins og gert er í núverandi kvótakerfi. 7. gr. Allur afli hverrar tegundar sem er skal vigtaður við löndun og allur afli sem veiddur er við Ísland skal vigtaður með sama hætti á samþykktri vog á vegum „Fiskistofu“. 8. gr. Aðskilja skal veiðar og vinnslu. Þannig að fiskur seljist á markaðsverði til vinnslu. 9. gr. Hlutverk sjávarútvegsráðuneytisins skal vera að leggja fram frumvarp um stofnun samvinnufélagsins sem innihéldi t.d. ákvæði um markmið, stjórn og starfsreglur. 10. gr. Alþingi skal samþykkja lög sem færi allar veiðiheimildir innan lögsögu Íslands til samvinnufélags sem væri sameign íslensku þjóðarinnar. Með þessari lagabreytingu væri skerpt á eignarrétti þjóðarinnar á þessari mikilvægustu auðlind sinni. 11. gr. Fyrirtæki þyrftu að ganga til samninga um aflaheimildirnar við samvinnufélagið sem myndi meta þær á grundvelli ýmissa sjónarmiða eins og kveðið væri á um í starfsreglum þess (sjá 3. gr.). Þessi fyrirtæki væru því í raun undirverktakar þessa samvinnufélags í eigu allrar þjóðarinnar. 12. gr. Þegar kvóti er ekki til staðar sem veð fyrir lánum til endurnýjunar skipa og vinnslu gæti orðið erfiðara fyrir útgerðir og vinnslu að fjármagna slíka fjárfestingu og þyrfti samvinnufélag þá hugsanlega að baktryggja slík lán að vel athuguðu máli. 13. gr. Stjórn samvinnufélagsins þyrfti að vera ópólitísk og skipuð einstaklingum sem nytu óskoraðs trausts almennings vegna þekkingar, menntunar og persónulegra verðleika sinna. 14. gr. Stjórn samvinnufélagsins skal skila árlegri skýrslu um störf sín sem sjávarútvegsráðherra legði fram á Alþingi. 15. gr. Mikilvægasta hlutverk samvinnufélagsins væri að gera formlega samninga við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins og sveitarfélög. 16. gr. Allir samningar sem gerðir verða skulu vera trúnaðarmál útgerðar og stjórnar samvinnufélags. Alþingismenn hafi þó aðgang að þessum samningum. Rökstuðningur. Fyrningarreglur gilda um nær allar veraldlegar eignir sem eru bókfærðar en nær ekki til kvóta og landareignar. Eru úthlutunarreglur því þannig í dag að 100 tonna sjávarútvegskvóti verður 100 tonna sjávarútvegskvóti eftir 10 ár sem er nánast eins og að eiga land sem 1.gr fiskveiðistjórnarlaganna tekur algerlega fyrir. Fyrningar lög eru með 10, 20 og 40 ára fyrningarreglur. Ef, sem færa má rök fyrir, fyrning sjávarfangs er 40 ár þá er að styttast í að þeim tímamörkum sé náð. Hvert árið gerir málið langsóttara og erfiðara að minnsta kosti. Rjúfa þarf því fyrningar með aðgerðum ríkisstjórnar fyrir 40 ára tímamarkið. Þó megi fullyrða að kvóti hafi ekki verið keyptur af réttum eiganda þá má vísa til tómlætis rétts eiganda að aðhafast lítið í svo langan tíma. Öll rök verða notuð og hafa verið notuð til að komast hjá að ræða sjávarútvegsmál, hvað þá að ganga til samninga. Eitt af tvennu gerist í framhaldi af slíkri stífni. Útgerðin nær kvótanum að fullu. Kvótinn verður tekinn af útgerðinni með einu pennastriki án samninga eða bóta. Útgerðarfyrirtæki beita orðið óhefðbundnum aðferðum við að halda yfirráðum yfir kvótanum með áróðri, undirróðri og greftri undan persónum sem eru ekki fylgjendur þeirra að máli og má því búast við að óhefðbundnum aðferðum verði beitt á móti. Hvort tveggja er slæmt fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ef Íslendingar ætla ekki að halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni væri það alger þversögn eftir þorskastríðin. Kvótaeigendur tefla fram þeirri röksemd að ekki sé hægt að taka kvóta til baka þar eð greitt hefur verið fyrir hann og 95% kvóta hafi skipt um eigendur. Ef málið er skoðað betur kæmi í ljós: Að eignaheimildir á kvóta hafi að mestu skipt um eigendur með samlegð fyrirtækja þar sem stofnuð er ný kennitala og allar eigur ásamt kvóta eru færðar í annað félag (sameining félaga). Að sjávarútvegskvóti hefur verið keyptur fyrir lánsfé hjá fjármálastofnunum. Arðsemi kvótans hefur síðan verið notuð til að greiða niður lán og vexti og mismunur greiddur í arð. Þannig hafi bankar og kvótahafar hagnast en þjóðin borgað. Slæm umgengni hefur verið um fiskinn og veiðiheimildir sem gert hefur það að verkum að þjóðin hefur andstyggð á aðferðum sem notaðar hafa verið við veiðar, vigtun og meðferð afla. Borgararnir hafa hins vegar ekki risið upp gegn þeirri meðferð vegna hagsmuna sjávarplássa og byggðarlaga um að fá sem mestan afla að landi í sitt þorp og til að vernda þar störf. Ekki er jafnt gefið þegar kemur að útgerð sem á kvóta, skip, vinnslu og sölukerfi. Allt önnur verðviðmiðun er við skiptingu hlutar úr afla og allir möguleikar á hagræðingu eru aðrir hjá stórum útgerðum en smáum. Þar er nánast ekki um sama atvinnuveg að ræða frá hagnaðar og hagræðingar sjónarmiðum séð. Tillögurnar hér að ofan taka tillit til rekstrar og arðsemi útgerðar og kollsteypa því ekki rekstarumhverfi sjávarútvegsins sem þarf að vera rekinn með hagnaði. Það er því nauðsynlegt þjóðhagslega að taka í taumana núna strax. Allflestir sjá hvert stefnir í þessum málaflokki. Að öðrum kosti stöndum við frammi fyrir því að allur kvóti fiskimiða Íslands verði í höndum 10 fyrirtækja. Gera menn sér grein fyrir hvað það þýðir. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Sjávarútvegur Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir aldamótin 1900 fóru Danir með einokun á verslun á Íslandi. Leiddi það til mikillar fátæktar og vesældar Íslendinga. Það að Danir hættu einokun með viðskipti á Íslandi er stærsta einstaka efnahagslega aðgerð sem gerð hefur verið á Íslandi. Landhelgisbaráttan og samningar við kröfuhafa eftir hrunið 2008 kemur sennilega þar á eftir. Upp úr aldamótunum hófu Íslendingar stofnun samvinnufélaga og má segja að þau hafi opnað fyrir þá gátt sem seinna gerði Ísland að því sem að er í dag. Aðgerðir af þessum toga þarf nú að endurtaka. Íslendingum á að vera umhugað um gildi þess að lög á Íslandi eigi sér lýðræðislegar rætur, þ.e. að löggjafinn svari til ábyrgðar gagnvart kjósendum og standist lýðræðislega skoðun þjóðarinnar. Alþingi getur einungis sett lög sem standast sameiginlegan sáttmála þjóðarinnar, stjórnarskrána. Telja má víst að fiskveiðistjórnarlög standist ekki lýðræðislega skoðun þjóðarinnar. Óvíst er að þau hafi nokkurn tíma staðist slíka skoðun eftir að framsalsréttur var samþykktur á kvóta. Krafa þjóðarinnar er skýr og afdráttarlaus í þessum efnum. Nú þarf að krefja Alþingi um að breyta eða afnema lög sem ekki standast skíran vilja eða lýðræðislegan sáttmála þjóðarinnar. Breyta verður því lögum um fiskveiðistjórnun og taka af allan vafa um hver fer með stjórn fiskveiða og þar með eign kvótans. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að of stórt hlutfall hagnaðar lendir hjá of fáum fyrirtækjum frekar en eigendum auðlindarinnar, þ.e. almenningi. Hafa nú 10 fyrirtæki yfirráð yfir um 90% kvótans. Tillaga mín er sú að allur sjávarútvegskvóti landsins verði færður inn í sameignarfélag sem allir landsmenn með íslenskan ríkisborgararétt séu eigendur að og verði það við fæðingu eða við að öðlast ríkisborgararétt. Tillaga: Allur sjávarútvegskvóti Íslendinga skal færður til eignar samvinnufélags í eigu allra Íslendinga við stofnun þess. Aðferð, markmið og lög: 1. gr. Ráðstöfun af þessu tagi myndi standast stjórnarskrá og jafnframt 1. gr. fiskveiðistjórnarlaga. 2. gr. Hér væri ekki um þjóðnýtingu að ræða heldur endurskoðun á sambandi ríkisins sem milligönguaðila þjóðarinnar við lykil útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins.* 3. gr. Hlutverk þessa samvinnufélags væri að hámarka afrakstur og verðmæti sameiginlegrar auðlindar með hagsmuni allra landshluta og landsmanna að leiðarljósi. Bæri félaginu þó að gæta við verðlagningu aflaheimilda: a. Að útgerð sem samið væri við stæði undir kaupum á aflaheimildum og rekstri. b. Farið væri eftir við verðlagningu hvers konar veiðar væru stundaðar. Eru þær t.d. umhverfisvænar eða ekki. c. Heimilt væri að leigja aflaheimildir á t.d. 1 kr. á kg ef byggðarröskun vær í hættu. d. Allur afli væri vigtaður og með sama hætti. e. Þung viðurlög væru við rangri vigtun við löndun afla. f. Brottkast allra fiskitegunda væri bannað. g. Sérstakt verð væri reiknað á smáfisk og tegundir sem ekki eru ábatasamar, jafnvel væri leigt gjaldfrjálst en gegn því að öllum afla væri skilað í land. h. Tryggð verði nýliðun í greininni. 4. gr. Samvinnufélagið væri samningsaðili við útgerðarfyrirtæki. Félagið væri því samningsaðili á milli þeirra sem vildu kaupa og selja aflakvóta á markaði á meðan hann er ekki fyrndur. Þetta samvinnufélag myndi gera sérstaka samninga við núverandi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki um kaup á þjónustu sem væru veiðar og vinnsla á ákveðnum aflahluta. Undantekningar giltu í sérstökum tilvikum, t.d. fyrir útgerð eða fiskvinnslu samkvæmt 3.gr. 5. gr. Þeir sem hafa kvóta nú til ráðstöfunar vegna úthlutunar hafi hann áfram til notkunar en skili inn 4-5% af kvótanum inn til félagsins varanlega á hverju ári, þar til öllu hefur verið skilað til þess. Útgerð sem skilar inn aflaheimildum skal hafa forleigurétt á þeim næstu 10 árin. 6. gr. Farið væri eftir tillögum fiskistofu um veiðanlegt magn árlega af hverri fiskitegund eins og gert er í núverandi kvótakerfi. 7. gr. Allur afli hverrar tegundar sem er skal vigtaður við löndun og allur afli sem veiddur er við Ísland skal vigtaður með sama hætti á samþykktri vog á vegum „Fiskistofu“. 8. gr. Aðskilja skal veiðar og vinnslu. Þannig að fiskur seljist á markaðsverði til vinnslu. 9. gr. Hlutverk sjávarútvegsráðuneytisins skal vera að leggja fram frumvarp um stofnun samvinnufélagsins sem innihéldi t.d. ákvæði um markmið, stjórn og starfsreglur. 10. gr. Alþingi skal samþykkja lög sem færi allar veiðiheimildir innan lögsögu Íslands til samvinnufélags sem væri sameign íslensku þjóðarinnar. Með þessari lagabreytingu væri skerpt á eignarrétti þjóðarinnar á þessari mikilvægustu auðlind sinni. 11. gr. Fyrirtæki þyrftu að ganga til samninga um aflaheimildirnar við samvinnufélagið sem myndi meta þær á grundvelli ýmissa sjónarmiða eins og kveðið væri á um í starfsreglum þess (sjá 3. gr.). Þessi fyrirtæki væru því í raun undirverktakar þessa samvinnufélags í eigu allrar þjóðarinnar. 12. gr. Þegar kvóti er ekki til staðar sem veð fyrir lánum til endurnýjunar skipa og vinnslu gæti orðið erfiðara fyrir útgerðir og vinnslu að fjármagna slíka fjárfestingu og þyrfti samvinnufélag þá hugsanlega að baktryggja slík lán að vel athuguðu máli. 13. gr. Stjórn samvinnufélagsins þyrfti að vera ópólitísk og skipuð einstaklingum sem nytu óskoraðs trausts almennings vegna þekkingar, menntunar og persónulegra verðleika sinna. 14. gr. Stjórn samvinnufélagsins skal skila árlegri skýrslu um störf sín sem sjávarútvegsráðherra legði fram á Alþingi. 15. gr. Mikilvægasta hlutverk samvinnufélagsins væri að gera formlega samninga við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins og sveitarfélög. 16. gr. Allir samningar sem gerðir verða skulu vera trúnaðarmál útgerðar og stjórnar samvinnufélags. Alþingismenn hafi þó aðgang að þessum samningum. Rökstuðningur. Fyrningarreglur gilda um nær allar veraldlegar eignir sem eru bókfærðar en nær ekki til kvóta og landareignar. Eru úthlutunarreglur því þannig í dag að 100 tonna sjávarútvegskvóti verður 100 tonna sjávarútvegskvóti eftir 10 ár sem er nánast eins og að eiga land sem 1.gr fiskveiðistjórnarlaganna tekur algerlega fyrir. Fyrningar lög eru með 10, 20 og 40 ára fyrningarreglur. Ef, sem færa má rök fyrir, fyrning sjávarfangs er 40 ár þá er að styttast í að þeim tímamörkum sé náð. Hvert árið gerir málið langsóttara og erfiðara að minnsta kosti. Rjúfa þarf því fyrningar með aðgerðum ríkisstjórnar fyrir 40 ára tímamarkið. Þó megi fullyrða að kvóti hafi ekki verið keyptur af réttum eiganda þá má vísa til tómlætis rétts eiganda að aðhafast lítið í svo langan tíma. Öll rök verða notuð og hafa verið notuð til að komast hjá að ræða sjávarútvegsmál, hvað þá að ganga til samninga. Eitt af tvennu gerist í framhaldi af slíkri stífni. Útgerðin nær kvótanum að fullu. Kvótinn verður tekinn af útgerðinni með einu pennastriki án samninga eða bóta. Útgerðarfyrirtæki beita orðið óhefðbundnum aðferðum við að halda yfirráðum yfir kvótanum með áróðri, undirróðri og greftri undan persónum sem eru ekki fylgjendur þeirra að máli og má því búast við að óhefðbundnum aðferðum verði beitt á móti. Hvort tveggja er slæmt fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ef Íslendingar ætla ekki að halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni væri það alger þversögn eftir þorskastríðin. Kvótaeigendur tefla fram þeirri röksemd að ekki sé hægt að taka kvóta til baka þar eð greitt hefur verið fyrir hann og 95% kvóta hafi skipt um eigendur. Ef málið er skoðað betur kæmi í ljós: Að eignaheimildir á kvóta hafi að mestu skipt um eigendur með samlegð fyrirtækja þar sem stofnuð er ný kennitala og allar eigur ásamt kvóta eru færðar í annað félag (sameining félaga). Að sjávarútvegskvóti hefur verið keyptur fyrir lánsfé hjá fjármálastofnunum. Arðsemi kvótans hefur síðan verið notuð til að greiða niður lán og vexti og mismunur greiddur í arð. Þannig hafi bankar og kvótahafar hagnast en þjóðin borgað. Slæm umgengni hefur verið um fiskinn og veiðiheimildir sem gert hefur það að verkum að þjóðin hefur andstyggð á aðferðum sem notaðar hafa verið við veiðar, vigtun og meðferð afla. Borgararnir hafa hins vegar ekki risið upp gegn þeirri meðferð vegna hagsmuna sjávarplássa og byggðarlaga um að fá sem mestan afla að landi í sitt þorp og til að vernda þar störf. Ekki er jafnt gefið þegar kemur að útgerð sem á kvóta, skip, vinnslu og sölukerfi. Allt önnur verðviðmiðun er við skiptingu hlutar úr afla og allir möguleikar á hagræðingu eru aðrir hjá stórum útgerðum en smáum. Þar er nánast ekki um sama atvinnuveg að ræða frá hagnaðar og hagræðingar sjónarmiðum séð. Tillögurnar hér að ofan taka tillit til rekstrar og arðsemi útgerðar og kollsteypa því ekki rekstarumhverfi sjávarútvegsins sem þarf að vera rekinn með hagnaði. Það er því nauðsynlegt þjóðhagslega að taka í taumana núna strax. Allflestir sjá hvert stefnir í þessum málaflokki. Að öðrum kosti stöndum við frammi fyrir því að allur kvóti fiskimiða Íslands verði í höndum 10 fyrirtækja. Gera menn sér grein fyrir hvað það þýðir. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun