Telur grímuskylduna komna til að vera Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Forstjóri Landspítalans getur þó ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við ástandið. Sóttvarnalæknir telur að grímuskyldan sé komin til að vera. Sóttvarnalæknir sagið á upplýsingafundi almannavarna í morgun að næstu skref ráðist af getu Landspítalans til að bregðast við veikindum. Landspítalinn þoli núverandi ástand en óvíst hve lengi. Versni staðan á spítalanum mun sóttvarnalæknir skila inn tillögum að hertum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra. „Hvenær að því kemur er ekki ljóst á þessari stundu en það gæti hugsanlega gerst fyrr en síðar og þess vegna erum við í nánu samstarfi við Landspítalann um stöðuna þar sem og heilbrigðisráðuneytið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þolmörk spítalans óljós Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við þetta ástand. Það fari þó aðallega eftir mönnun og þá sérstaklega á gjörgæslu. Stjórnendur spítalans reyni allt til þess að tryggja að hann sinni sínu hlutverki. Tvær bráðalegudeildir eru nýttar undir Covid-sjúklinga og er í undirbúningi að opna þriðju Covid-deildina. Páll ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í skimun fyrir veirunni og segir tíðara nú en áður að fólk greinist ekki með sjúkdóminn fyrr en það er orðið alvarlega veikt. „Þrír af þeim níu sem hafa í þessari bylgju lagst inn á gjörgæsludeildir hjá okkur voru í þessum hópi og komu inn af götunni og þurftu beint á gjörgæslu,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að langtíma sóttvarnaaðgerðum. Hann segir að áhersla þurfi að vera á aðgerðir á landamærum en að innanlandsaðgerðir séu einnig til skoðunar. Þá veltir hann upp grímuskyldu við ákveðnar aðstæður. „Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á grímunotkun en ég held að þetta sé eitthvað sem sé komið til með að vera og ég held að við getum slakað á ýmsum kröfum svo fremi sem menn noti grímur við ákveðnar kringumstæður.“ Að minnsta kosti 119 greindist smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 27 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Fimm á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23 Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagið á upplýsingafundi almannavarna í morgun að næstu skref ráðist af getu Landspítalans til að bregðast við veikindum. Landspítalinn þoli núverandi ástand en óvíst hve lengi. Versni staðan á spítalanum mun sóttvarnalæknir skila inn tillögum að hertum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra. „Hvenær að því kemur er ekki ljóst á þessari stundu en það gæti hugsanlega gerst fyrr en síðar og þess vegna erum við í nánu samstarfi við Landspítalann um stöðuna þar sem og heilbrigðisráðuneytið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þolmörk spítalans óljós Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við þetta ástand. Það fari þó aðallega eftir mönnun og þá sérstaklega á gjörgæslu. Stjórnendur spítalans reyni allt til þess að tryggja að hann sinni sínu hlutverki. Tvær bráðalegudeildir eru nýttar undir Covid-sjúklinga og er í undirbúningi að opna þriðju Covid-deildina. Páll ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í skimun fyrir veirunni og segir tíðara nú en áður að fólk greinist ekki með sjúkdóminn fyrr en það er orðið alvarlega veikt. „Þrír af þeim níu sem hafa í þessari bylgju lagst inn á gjörgæsludeildir hjá okkur voru í þessum hópi og komu inn af götunni og þurftu beint á gjörgæslu,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að langtíma sóttvarnaaðgerðum. Hann segir að áhersla þurfi að vera á aðgerðir á landamærum en að innanlandsaðgerðir séu einnig til skoðunar. Þá veltir hann upp grímuskyldu við ákveðnar aðstæður. „Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á grímunotkun en ég held að þetta sé eitthvað sem sé komið til með að vera og ég held að við getum slakað á ýmsum kröfum svo fremi sem menn noti grímur við ákveðnar kringumstæður.“ Að minnsta kosti 119 greindist smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 27 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Fimm á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23 Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33
Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23
Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49