Messi hélt blaðamannafund og fór í fjölda viðtala í gær en nú var komið að því sem skiptir mestu máli en það var að koma sér í fótboltaform og læra á nýja liðsfélaga.
Franska félagið ætlar greinilega að nýta sér vel áhuga heimsins á Messi og hefur þegar birt fjölda myndbanda af kappanum á samfélagsmiðlum sínum.
Í nýjasta myndbandinu má sjá Messi mæta á svæðið til að fara á fyrstu æfingu sína með PSG.
Þar má hann hitta nýju liðsfélaga sína eins og Kylian Mbappé, Neymar, Gianluigi Donnarumma og Sergio Ramos svo einhverjir séu nefndir.
Það er líka sýnt frá æfingunni sjálfri. Myndbandið er hér fyrir neðan.
Næstu leikur Paris Saint Germain er á móti Strasbourg í frönsku deildinni á laugardagskvöldið. Ekki er enn vitað hvort Messi verði í leikmannahópnum fyrir þann leik.