Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2021 07:00 Ferðalangar úti á nýstorknuðu hrauninu. Undir niðri getur leynst rauðglóandi kvika. Kristján Kristinsson Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. Það var að kvöldi 19. mars sem eldgos hófst í Geldingadölum. Síðan eru liðnir tæpir fimm mánuðir og ekki sér fyrir endann á því. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segist ekki geta neitað því að hans ósk væri að gosinu færi að ljúka. „Mér leiðist gosið ekkert sem slíkt,“ segir Gunnar og bætir við að komandi vetrarveður og mikill fólksfjöldi geti boðið upp á aðstæður sem tilefni sé til að hafa áhyggjur af. „Já við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft frá upphafi. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt það er. Að fara út á nýstorknað yfriborð hrauns og treysta á að það haldi. Undir niðri getur verið rauðglóandi kvika,“ segir Gunnar. Hann útilokar ekki að stórslyss gæti átt sér stað láti fólk ekki af hegðun sinni. „Reyndar er þetta mjög lítill minnihluti fólks sem gerir þetta, en það er rétt að minna á að eldgosið hefur staðið yfir í um fimm mánuði. Hátt í þriðja hundrað þúsund hafa komið á eldstöðvarnar sem gerir það væntanlega að fjölmennasta ferðastað á landinu þetta árið.“ Hann hrósar björgunarsveitum fyrir viðbragð sitt og segir ávallt hægt að treysta á þær. „En maður hefur áhyggjur af langvarandi álagi á þetta björgunarsveitarfólk.“ Síðustu vikur hefur hraunflæðið ekki verið í áttina að Suðurstrandarvegi heldur í austurátt yfir í Merardali. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar. Þótt það flæði yfir eftir einhverjar vikur eins og einhverjir vísindamenn segja þá eru þar einhverjir kílómetrar til suðurs þar sem hraunið þyrfti að renna áður en það næði Suðurstrandarvegi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Það var að kvöldi 19. mars sem eldgos hófst í Geldingadölum. Síðan eru liðnir tæpir fimm mánuðir og ekki sér fyrir endann á því. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segist ekki geta neitað því að hans ósk væri að gosinu færi að ljúka. „Mér leiðist gosið ekkert sem slíkt,“ segir Gunnar og bætir við að komandi vetrarveður og mikill fólksfjöldi geti boðið upp á aðstæður sem tilefni sé til að hafa áhyggjur af. „Já við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft frá upphafi. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt það er. Að fara út á nýstorknað yfriborð hrauns og treysta á að það haldi. Undir niðri getur verið rauðglóandi kvika,“ segir Gunnar. Hann útilokar ekki að stórslyss gæti átt sér stað láti fólk ekki af hegðun sinni. „Reyndar er þetta mjög lítill minnihluti fólks sem gerir þetta, en það er rétt að minna á að eldgosið hefur staðið yfir í um fimm mánuði. Hátt í þriðja hundrað þúsund hafa komið á eldstöðvarnar sem gerir það væntanlega að fjölmennasta ferðastað á landinu þetta árið.“ Hann hrósar björgunarsveitum fyrir viðbragð sitt og segir ávallt hægt að treysta á þær. „En maður hefur áhyggjur af langvarandi álagi á þetta björgunarsveitarfólk.“ Síðustu vikur hefur hraunflæðið ekki verið í áttina að Suðurstrandarvegi heldur í austurátt yfir í Merardali. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar. Þótt það flæði yfir eftir einhverjar vikur eins og einhverjir vísindamenn segja þá eru þar einhverjir kílómetrar til suðurs þar sem hraunið þyrfti að renna áður en það næði Suðurstrandarvegi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira